Fréttablaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 45
Lögfræðingur á tollasviði
Skattsins
Helstu viðfangsefni:
• Uppkvaðning úrskurða í kærumálum embættisins og tollskyldra aðila.
• Ritun umsagna um lagafrumvörp er varða málefni tollasviðs.
• Veiting umsagna um kærumál til fjármála- og efnahagsráðuneytisins,
ríkislögmanns og yfirskattanefndar auk annarra stjórnvalda.
• Afgreiðsla og eftirfylgni í tengslum við ýmsar leyfisveitingar.
• Ráðgjöf og svörun erinda um lögfræðileg álitaefni í tengslum við
tollframkvæmd sem m.a. lýtur að starfsemi tollafgreiðslu og tolleftirlits.
• Gerð verklagsreglna og útgáfa efnis á heimasíðu.
• Möguleg kennsla við tollskólann.
• Þátttaka í verkefnum tollasviðs.
• Önnur tilfallandi verkefni á sviði tollamála.
Hæfnikröfur:
• Háskólamenntun á sviði lögfræði, meistaragráða æskileg
(lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
• Reynsla af lögfræðistörfum er kostur.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur.
• Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
• Gott vald á einu Norðurlandamáli í töluðu og rituðu máli.
• Frumkvæði og metnaður.
• Fáguð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum.
• Þjónustulund og jákvætt viðmót.
• Geta til að vinna undir álagi.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Hreint sakavottorð.
Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is, eða á vefsíðu Starfatorgs,
starfatorg.is. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf,
umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi.
Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí nk. og verður öllum umsóknum svarað þegar
ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Hægt er að óska nánari upplýsinga um starfið hjá Hjalta Brynjari Árnasyni í síma
442-1000 eða með tölvupósti á netfangið hjalti.b.arnason@skatturinn.is
Skatturinn leitar að drífandi og öflugum lögfræðingi til starfa á tollasviði Skattsins.
Hlutverk tollasviðs er að tryggja að farið sé að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum við
inn- og útflutning vara. Til að sinna þessu hlutverki hefur tollasvið m.a. eftirlit með
inn- og útflutningi á vörum sem og eftirlit með ferðum og flutningi fara og fólks til
og frá landinu auk eftirlits með flutningi og geymslu á ótollafgreiddum varningi
innanlands. Þá annast tollasvið tollendurskoðun. Mikilvægt hlutverk sviðsins er að
stuðla að framþróun og að tollframkvæmdin verði sem skilvirkust og árangursríkust.
Um er að ræða 100% starf á starfsstöð Skattsins að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík.
442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
auglýsir eftir tónlistarkennurum
í eftirfarandi stöður:
Tónlistar-/tónmenntakennari í 75-100% starfshlutfall.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar leitar að tónlistar-/tónmennta-
kennara til að kenna og móta fjölbreytta tónlistarkennslu
við skólann.
Sinna þarf fjölþættri kennslu, m.a. forskóla-/tónmennta-
kennslu í samvinnu við leik- og grunnskóla á starfssvæðinu
sem er Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstranda-
hreppur og Grýtubakkahreppur. Fyrir hæfan og metnaðar-
fullan aðila eru möguleikar á að þróa og móta starfið en
unnið hefur verið með ýmsa þætti eins og marimbukennslu,
kórstarf, samsöng, rythmískt samspil o.fl. Hljóðfærakennsla
getur verið hluti af starfinu ef umsækjandi óskar.
Píanókennari í 100% starfshlutfall.
Leitað er eftir kennara sem sýnir frumkvæði, mætir nem-
endum á áhugasviði þeirra og nýtir sér fjölbreytta
kennsluhætti. Kennsla fer fram í öllum útibúum skólans.
Tónlistarkennari í 75-100% starfshlutfall.
Leitað er eftir kennara með breiðan bakgrunn sem gæti
kennt fjölbreytta hljóðfærakennslu byrjenda, hópkennslu
og fræðigreinar. Yfirmenn eru skólastjóri og aðstoðar-
skólastjóri tónlistarskólans en í nánum samskiptum við
aðra stjórnendur leik- og grunnskóla.
Umsækjandi hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum tónlistarkennara við
Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að hafa
bíl til umráða, akstur greiddur samkvæmt samningi.
Góð samskiptahæfni er lykilatriði.
Höfuðstöðvar skólans eru á Hrafnagili innan við 10 mínútna
akstur frá Akureyri.
Umsóknarfrestur er til 25. maí.
Upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur Viktorsson,
skólastjóri. Fyrispurnir og umsóknir berist á netfangið
te@krummi.is
Skólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Erum við
að leita
að þér?