Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 47

Fréttablaðið - 15.05.2021, Page 47
— UMSÓKNIR Upplýsingar um starfið veitir Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á netfanginu anr@anr.is. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Umsókn skal vera skrifleg og henni skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi til að gegna embættinu. Umsókn skal skila rafrænt á netfangið anr@anr.is eigi síðar en 18. maí 2021. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. — STARFSSVIÐ Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Ráðherra setur ráðuneytisstjóra erindisbréf þar sem kveðið skal á um starfs- svið og starfsskyldur, sbr. 2. mgr. 18. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Starfssvið og starfsskyldur ráðuneytisstjóra eru víðtækar og ber ráðuneytisstjóri fjárhagslega og faglega ábyrgð gagnvart ráðherra á starfsemi ráðuneytis. — MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, embættis- eða meistarapróf er skilyrði. • Leiðtogahæfni og umfangsmikil stjórnunarreynsla. • Þekking og reynsla á sviði reksturs og starfsmannahalds. • Þekking á íslensku atvinnulífi. • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. • Færni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta. • Kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg. fiskveiðisamninga við erlend ríki. Í ráðuneytinu starfar samhentur hópur 70 starfsmanna með fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu eru sjö skrifstofur, þær eru skrifstofa ráðuneytisstjóra, skrifstofa sjávarútvegsmála, skrifstofa landbúnaðarmála, skrifstofa matvælaöryggis og fiskeldis, skrifstofa ferðamála og nýsköpunar, skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta og skrif- stofa fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu. Ráðuneytisstjóri samhæfir starfsemi ráðuneytisins og miðlar, ásamt skrifstofustjórum, upplýsing- um til ráðherra. — RÁÐNING OG KJÖR Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. júlí 2021, sbr. ákvæði laga nr. 115/2011 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 þegar skýrsla nefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 19. gr. laga nr. 115/2011, liggur fyrir. Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 60/2018. Auglýst er laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Tveir ráðherrar fara með yfirstjórn málefna ráðuneytisins og bera þeir ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Allar embættis- færslur starfsmanna eru gerðar í umboði ráðherra. Helstu verkefni sem heyra undir ráðuneytið eru skipulag, rekstur og starfsmanna- hald ráðuneytisins, málefni sjávarútvegs, landbúnaðar, fiskeldis, mat- vælaöryggis, orku, iðnaðar, viðskipta, ferðaþjónustu, nýsköpunar ofl. Þá sinnir ráðuneytið fjölbreyttu erlendu samstarfi og fer með gerð Ráðuneytisstjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.