Fréttablaðið - 15.05.2021, Side 50

Fréttablaðið - 15.05.2021, Side 50
Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framúrskarandi vörustjóra (e. product manager) til að vera leiðandi í vöruþróun á notendaviðmóti og notendaupplifun á vef Ísland.is og snjallforritum Stafræns Íslands. Starfið felur í sér ábyrgð og þátttöku í stafrænum umbreytingarverkefnum í samvinnu við stofnanir hins opinbera. Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið er tímabundið til tveggja ára. Til greina kemur að ráða tvo sérfræðinga. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Um fullt starf er að ræða. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í upplýsingatækni, stafrænum lausnum eða tengdum greinum. A.m.k. 5 ára reynsla í sambærilegu starfi/verkefnum. Reynsla og þekking á vöruþróun, verkefnastjórnun og stafrænni hönnun sem byggist á hugmyndafræði hönnunar- hugsunar (e. design thinking). Skilningur og þekking á notendaupplifun og reynsla af þróun notendaviðmóts. Greiningarhæfni, lausnamiðuð og öguð vinnubrögð. Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund ásamt áhuga og getu til að leiða teymisvinnu. Þekking á sjálfsafgreiðsluferlum, stefnumótun og breytinga- stjórnun er æskileg. Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði. Nánari upplýsingar veita: Andri Heiðar Kristinsson (andri.kristinsson@fjr.is) og Aldís Stefánsdóttir (aldis@fjr.is) í fjármála- og efnahags- ráðuneytinu. Umsóknir berist á starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí nk. Öllum umsóknum verður svarað. Brennur þú fyrir bættri notendaupplifun? Vörustjóri í fremstu röð • • • • • • • • Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings að vel takist til. Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. RÁÐNINGAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.