Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 4

Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 4
BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 n Tölur vikunnar 900 manns hafa nýtt sér átakið Hefjum störf. 6 mánaða töf varð á dómsmáli vegna dómaraskorts. 70 prósent svarenda í könnun sjá fram á að fjölga starfs- fólki á næstu þremur mánuðum. 5 þúsund krónur er andvirði nýrrar ferðagjafar stjórnvalda til landsmanna. 309 þúsund krónur eru lágmarkslaun flugmanna hjá Play samkvæmt kjarasamningi. n Þetta sögðu þau Hannes Pétursson rithöfundur Græðgi útgerð- arauðvaldsins er hemjulaus. Leigugjald af fiskveiðiauð- lind þjóðarinnar er fyrir þeim óréttlátur, ef ekki lagalaus skattur. Veiðikóngarnir segja það ef til vill ekki bláköldum orðum, „en maður heyrir andardráttinn“ eins og þar stendur. n Katrín Kristjana Hjartardóttir stjórnmála- fræðingur Stjórnendur þurfa að hætta að einblína á líf- aldur starfsmanna og einblína mun fremur á vilja og áhuga eldra fólks til þess að vinna. Þannig er stuðlað að fjölbreyttara atvinnuumhverfi þar sem allur aldur, kyn og kyn- þættir mætast, með ólíka sýn og upplifun. Við búum vel hérlendis, en ekki nógu vel út frá samsetningu ólíkra hópa, enda okkar samfélag rótgróið og barnauppeldi oft eftir bókinni. n Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins Við umf jöllun um aukastörf dómara er brýnt að hafa í huga að enginn hópur einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði býr við eins strangar takmarkanir á því að taka að sér aukastörf og dómarar. Dómarar geta ekki tekið að sér slík störf nema afla fyrirfram leyfis eftirlitsnefndar um dómarastörf. Sú nefnd hefur að vísu veitt þá undanþágu að slíkt leyfi þurfi ekki til kennslustarfa í takmörkuðum mæli. n Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna vill að opinberir eftirlitsaðilar kanni lögmæti samninga Play við Íslenska flugstéttafélagið. „Þetta eru bara félagsleg undirboð og ekkert annað – alveg í sinni tærustu mynd,“ segir Jón Þór Þorvaldsson. gar@frettabladid.is KJARAMÁL „Að bjóða fólki upp á þetta í óreglulegri vaktavinnu er náttúrlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), um samninga Íslenska f lug- stéttafélagsins (ÍFF) og flugfélagsins Play um kjör flugmanna. Jón Þór kveðst hafa séð samninga Play og Íslenska flugstéttafélagsins hvað f lugmenn snertir og segir taxtana þar langt undir öllum launum. „Það er enginn maður á Íslandi sem er að vinna fyrir 309 þúsund krónur á mánuði í óreglulegri vaktavinnu. Það þarf ekkert að miða það við flugmenn, það er bara hvergi borgað svona illa,“ segir for- maður FÍA, sem vísar í launatöflu f lugmanna hjá Play þar sem laun byrjenda eru 309 þúsund krónur. „Auðvitað hlýtur að þurfa að skoða það hvort þetta sé hreinlega löglegt,“ svarar Jón Þór aðspurður hver hann telji áhrif samninga Play og Íslenska flugstéttafélagsins vera á stétt íslenskra atvinnuflugmanna. „Hver gaf umboð sitt til samn- ingsgerðar? Voru það flugmenn eða flugfreyjur? Voru það flugvirkjar? Hver var þá kosinn til þess að vera í forsvari? Og ef þannig hefur verið staðið að því; hverjir kusu þá um samninginn?“ Jón Þór ítrekar að ekki þurfi að horfa sérstaklega á flugmenn varð- andi samninga Play og ÍFF. „Þú gætir kannski séð svona taxta fyrir ófaglært fólk í dagvinnu ein- göngu en þú gætir aldrei séð þetta fyrir ófaglært fólk til dæmis í vakta- vinnu, hvað þá óreglulegri vakta- vinnu, og alls ekki fyrir faglært fólk sem er með 15 milljóna króna nám á bakinu,“ segir formaður FÍA. Aðspurður hvað FÍA geti gert fyrir sitt leyti segir Jón Þór félag- ið geta boðið f lugmönnum aðild að félaginu. „Þá myndi FÍA sem stéttarfélag geta boðist til þess að ganga til samninga við Play fyrir hönd þeirra sem það mundu vilja og boðið fram aðstoð okkar þann- ig,“ útskýrir hann. Sem fyrr segir dregur Jón Þór lög- mæti samninga Play og ÍFF í efa en kveður það ekki beint í verkahring FÍA að gera gangskör í að fá úr því skorið. Það hlutverk hafi opinberir eftirlitsaðilar, eins og til dæmis Vinnumálastofnun og félagsmála- ráðuneytið. „Við erum með kjörna fulltrúa sem eru í þessum hlutverkum og hluti af okkar skattfé fer í að reka þessar stofnanir. Ef opinberir eftir- litsaðilar standa ekki undir sínu lögbundna hlutverki þá má fara að spyrja sig að því til hvers þeir séu hreinlega. Það er nákvæmlega þetta sem þessir eftirlitsaðilar eiga að ganga úr skugga um og standa vörð um. Þetta eru bara félagsleg undirboð og ekkert annað – alveg í sinni tærustu mynd,“ undirstrikar Jón Þór. Skoða eigi málið í víðara samhengi. „Það má skoða hverjir eru á hinum endanum í öllum þessum málum sem hafa verið að koma upp í íslenskri f lugstétt. Þá má nefna Bláfugl og þetta dæmi. Af hverju eru það Samtök atvinnulífsins sem standa á bak við þetta? Eru þau ekki hluti af þessum stóru Lífskjara- samningum á vinnumarkaðnum? Er alveg sama hvernig aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins haga sér?“ spyr formaður FÍA. n Formaður segir laun flugmanna hjá Play fyrir neðan allar hellur Jón Þór Þor- valdsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflug- manna, gagn- rýnir Play-samn- ingana harðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Ef opinberir eftirlits­ aðilar standa ekki undir sínu lögbundna hlutverki má fara að spyrja sig að því til hvers þeir séu hrein­ lega. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflug- manna. 4 Fréttir 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.