Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 28

Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 28
Franski sætabrauðskokkur­ inn Aurore Pelier á sér draum um kökuverslun í Parísarstíl í Reykjavík og hefur sett af stað söfnun á Karolina Fund til að freista þess að láta drauminn verða að veruleika. Aurore Pelier lærði listina að útbúa alvöru franskt sætabrauð í hinum virta skóla Institut Paul Bocuse og öðlaðist í framhaldi reynslu á virtum stöðum í höfuðborg Frakklands. Hún starfaði á Four Seasons George V hótelinu, KL Pâtisserie, Un Dimanche A Paris og Lancaster. „Ég hef nú starfað í þessum geira í fimmtán ár en að opna mína eigin verslun hefur alltaf verið draumur­ inn. Sá draumur varð enn sterkari þegar ég vann við hliðina á Kevin Lacote, frægum frönskum bakara, fyrir opnun verslunar hans KL Pat­ isserie Paris árið 2017.“ Aurore ólst upp í Angers, lítilli borg í Anjou­héraði í vesturhluta Frakklands, sem er rómað fyrir matargerð sína og vín. Eftir að hafa búið og starfað ellefu ár í París þar sem hún byggði upp starfsferil sinn langaði Aurore að breyta til. „Ég hef mikinn áhuga á norrænni matar­ gerð og menningunni almennt.“ Hún hafði heimsótt Ísland tvisvar áður en hún tók ákvörðun um að flytja hing­ að árið 2019 og byrja upp á nýtt. Hún fann fljótt að Ísland hentaði henni fullkomlega. „Stærð Reykjavíkur er þægileg, náttúran er innan seilingar og samfélagsgerðin hentar mér vel.“ París bíður á sínum stað Hún segir fjölskyldu sína dreifða um Frakkland en að flestir vinanna séu í París. „Ég sakna Frakklands oft, matarins, menningarinnar, náttúru­ vínanna, sætabrauðsins, listaflór­ unnar og auðvitað vinanna. En ég er að reyna að byggja eitthvað upp í Reykjavík og er sátt við líf mitt eins og það er í dag. París verður áfram á sínum stað og bíður þess að ég heim­ sæki hana,“ segir hún brosandi. Aurore starfar nú sem matreiðslu­ maður á veitingastaðnum Dill en mun jafnframt verða gestasæta­ brauðskokkur á kaffihúsi í sumar. „Einnig hef ég unnið með matvæla­ fyrirtækjum að framleiðslu minna eigin makkaróna og aðstoðað við ýmsa viðburði.“ Eins og fyrr segir dreymir Aurore um að opna sína eigin sætabrauðs­ verslun í frönskum anda en hún seg­ ist strax hafa fundið að það vantaði hér á landi. Til þess að draumurinn geti orðið að veruleika hefur hún sett af stað söfnun á Karolina Fund þar sem hægt er að leggja verkefn­ inu lið með því að kaupa af henni sætindi eða námskeið í franskri sætabrauðsgerð. Vantaði hágæða sætabrauðsbúðir „Þegar ég f lutti til Íslands tók ég eftir að það voru ekki til franskar hágæða sætabrauðsbúðir og mig langar til að verða sú fyrsta til að opna slíka í þessu yndislega landi. Þetta yrði kökuverslun í Parísarstíl þar sem boðið yrði upp á hágæða sætabrauð, allt heimabakað að sjálfsögðu. Mér finnst gaman að bjóða upp á franska klassík eins og sítrónu­ marenstertu Saint Honoré, sem er klassískur franskur eftirrétt­ ur, eða makkarónur. En svo er líka enn skemmtilegra að gefa þessum frönsku réttum smá íslenskt ívaf, eins og til dæmis eldfjallið með reyktu súkkulaði ganache í tilefni af nýja eldgosinu. Mér finnst líka gaman að vinna með árstíðirnar og staðbundnar afurðir og er að reyna eftir bestu getu að nýta hráefni vel og nota endurunnar umbúðir,“ segir hún. Lokastaðsetning verslunarinnar er ekki frágengin en Aurore er bjart­ sýn á að fá góða staðsetningu mið­ svæðis þar sem hún geti boðið upp á kökur, kaffi og heitt súkkulaði. „Mig langar jafnframt að bjóða upp á námskeið fyrir litla hópa og að staðurinn sé þannig hannaður að hægt sé að fylgjast með kökunum verða til.“ Þó nokkur tími er enn til stefnu í söfnuninni en samkvæmt reglum Karolina­sjóðsins þarf sá sem efnir til söfnunar að ná takmarki sínu eða öll framlög eru endurgreidd. Skoða má söfnun Aurore á: karo­ linafund.com/project/view/3335 Og á vefsíðu hennar má finna nánari upplýsingar um hana sjálfa og framtíðarverkefnið: sweet­ aurora reykjavik.com/ ■ Sætir franskir draumar Aurore Pelier er franskur sæta- brauðskokkur, eða pastry chef. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Aurore hefur starfað við fagið í fimmtán ár og lærði við hinn virta franska hótelrekstrar- skóla Institut Paul Bocuse. MYND/AÐSEND Sitrónu-marengstertan er ein af þessum klassísku sem Aurore dreymir um að bjóða upp á í verslun sinni. Safaríkar sítrón- ur henta einnig vel í makka- rónubakstur. MYND/AÐSEND Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Möndludeigsbotnar 180 g smjör ¼ tsk. salt 135 g flórsykur 60 g möndlumjöl 1 mjög stórt egg 310 g hveiti Hrærið öllu saman, f letjið deigið þykkt út og geymið í ísskáp yfir nótt. Fletjið þá deigið þunnt út og skerið það út í tvo hringi, nokkru stærri en bökuformin sem á að nota. Smyrjið tvö bökuform, leggið deigið yfir og þrýstið því niður, pikkið deigbotninn með gaffli og látið standa í ísskáp í klukkustund. Hitið ofninn í 180 gráður og bakið í 10 mínútur. Sítrónukrem 75 ml sítrónusafi 90 g sykur 2 meðalstór egg 120 g smjör Setjið sítrónusafann í pott og hitið að suðu. Þeytið sykur og egg saman í skál. Hellið sjóðandi sítrónusafa smátt og smátt út í og þeytið á meðan. Hellið hrærunni aftur í pottinn og hitið þar til hún þykknar og sýður. Hrærið stöðugt í eina mínútu á meðan hræran sýður. Setjið smjörið í skál, hellið sjóð­ heitri blöndunni yfir, hrærið vel og látið kólna. Hellið blöndunni jafnt í bökuskelj­ arnar og frystið í klukkustund. Ítalskur marengs 100 g eggjahvítur 280 g sykur 50 ml vatn Setjið sykur og vatn í lítinn pott og sjóðið þar til hitinn mælist 120 °C á hitamæli. Þeytið eggjahvíturnar vel í hræri­ vél. Hellið sykursírópinu saman við í mjórri bunu og þeytið stöðugt, þar til marengsinn er farinn að kólna. Sprautið marengsinum á kaldar bökurnar og notið brennara til að brúna hann. Bök ur nar má sk rey t a með nýrifnum eða sykruðum sítrónu­ berki. Sítrónumarengsbaka 28 Helgin 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.