Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 93

Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 93
Það virðist vera gríðar- legur áhugi og meðbyr og mikil stemning í kringum þessa opnun. Hin fornfræga bókabúð Máls og menningar á Laugavegi gengur nú í endurnýjun líf- daga. Garðar Kjartansson hefur tekið húsið á leigu til tíu ára og opnað þar bókabúð og tónleikastað í 700 fer- metra rými. Bækur frá Ara Gísla Bragasyni, sem rekur fornbókasöluna Bókina, fylla hillur á þremur hæðum. „Garðar hafði samband við mig og bað mig um að fylla húsið af bókum. Í kjallaranum eru gamlar bækur, nýlegar og nýjar. Í húsinu eru tug- þúsundir bóka og stærsta ljóðasafn á landinu. Það er mjög gaman fyrir mig að geta gert tugþúsundir bóka sýnilegar,“ segir Ari Gísli. „Á ann- arri og þriðju hæð eru bækur úr dánarbúum og söfnum til skrauts og sýnis, hægt er að lesa þær á staðnum en þær eru líka til sölu.“ Spurður hvort markaður sé fyrir gamlar bækur segir Ari Gísli: „Já, fólk, ekki síst konur, safnar bókum og unga fólkið kaupir bækur.“ „Stærsta breytingin á húsnæðinu er að búið er að smíða tónleikapall og koma fyrir f lygli,“ segir Garðar. „Tónleikar verða á kvöldin og selt verður inn á þá. Tónlistarmenn hafa sýnt þessu mikinn áhuga og fullbókað er í júní og ég held að einn dagur sé laus í júlí. Félagar í Sinfóníunni hafa stofnað Kammer- klúbb Bókabúðar Máls og menning- ar og leika hér á laugardögum í júní og eitthvað í sumar. Síðan verða alls konar uppákomur, ljóðalestur, uppistand og fleira. Þegar er búið að Bókabúð Máls og menningar iðar af lífi á ný panta tíu atburði í desember.“ Kaffihús er vitanlega á staðnum og myndir á veggjum, þar á meðal eftir Tolla, eru til sölu. Vikurnar áður en staðurinn var opnaður varð vart við mikla eftir- væntingu og forvitni vegfarenda á Laugaveginum. Fólk lá á gluggum og kíkti inn. „Ég hef tvisvar þurft að þvo gluggana út af kámi,“ segir Garðar. Einhverjir fengu að líta inn í eins konar foropnun, þar á meðal Anna Einarsdóttir, sem afgreiddi í Máli og menningu í hálfa öld. „Ég er búinn að lofa henni því að hér verði endurfundir starfsfólks Máls og menningar,“ segir Garðar. „Það virðist vera gríðarlegur áhugi og meðbyr og mikil stemning í kringum þessa opnun,“ segir Ari Gísli. Opið er frá 11.00 til 23.00 alla daga og bókabúðin er opin frá 11.00 til 18.00. n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Ari Gísli Bragason og Garðar Kjartansson kampakátir á opnunardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tugþúsundir bóka fylla húsið og gæða það sjarma. Tón- leikapallur og flygill eru á ann- arri hæðinni. Menning 45LAUGARDAGUR 29. maí 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.