Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 18

Fréttablaðið - 29.05.2021, Side 18
Íslenski strandblaksdúettinn Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir hafa gert frábæra hluti á danskri grundu. Næst munu þær svo gera strandhögg í Skotlandi. hjorvaro@frettabladid.is STRANDBLAK Berglind Gígja Jóns- dóttir og Elísabet Einarsdóttir fóru um síðustu helgi með sigur af hólmi í Copenhagen Master-mótinu en mótið er hluti af dönsku strand- blaksmótaröðinni. Þar áður báru þær sigur úr býtum á Århus Challenger-mótinu en það var fyrsta mótið sem haldið var í strandblaki þar í landi eftir að kór- ónaveirufaraldurinn skall af fullum þunga á heimsbyggðina. „Við erum mjög ánægð með þennan árangur og það er gaman að sjá hvar við stöndum. Við Berg- lind Gígja byrjuðum að æfa strand- blak af krafti árið 2015 og tókum svo fjögurra ára pásu frá því þar til við tókum þá ákvörðun að fara af full- um krafti í strandblakið árið 2019. Við fluttum þá til Danmerkur til þess að geta æft við betri aðstæður en eru í boði á Íslandi allt árið um kring.  Við höfum æft mjög vel undir handleiðslu öflugra þjálfara á danskri  grundu og erum mjög sáttar hérna.  Skömmu eftir að við komum til Danmerkur skall kórónaveiran á og þetta var fyrsta mótið eftir að veiran setti allt í lás. Við vorum þarna að vinna danskt par sem hefur verið að keppa á heimsmótaröðinni þann- ig að þetta gefur góð fyrirheit um framhaldið,“ segir Elísabet.   Önnur tækni inni en á ströndinni „Það er tvennt ólíkt að æfa og keppa og við vissum ekki alveg hvers við áttum að vænta þegar fórum í mótið í Árósum um þarsíðustu helgi. Þessi góði árangur kom okkur því skemmtilega á óvart. Inniblakið og strandblakið  eru svo tvær gjörsamlega ólíkar íþrótta- greinar. Af þeim sökum er ekki öruggt að maður sé góður í strand- blaki þó maður sé í landsliði í inni- blaki. Það er því gott að vita hvar við stöndum í samanburði við aðra á ströndinni,“ segir hún. „Planið er  að keppa á mótum hérna í Danmörku auk þess að spila á boðsmótum í Evrópu. Þá ætlum við að taka þátt í eins mörgum undankeppnum fyrir mót á heims- mótaröðinni og við getum. Stefnan er að vera komin í okkar besta form í lok júlí þegar við förum til Búlgaríu og tökum þátt í tveimur undankeppnum fyrir mót í heims- mótaröðinni þar í landi. Við erum búnar að skrá okkur í undankeppnir á Spáni og á f leiri stöðum  í Evrópu  þannig að það verður nóg að gera og ég er mjög spennt fyrir næstu mánuðum. Við þurfum svo að hala inn nógu mörg stig til þess að næla okkur í fastan þátttökurétt á heimsmóta- röðinni og það er markmiðið. Svo erum við einnig með langtíma- markmið að keppa á Evrópu- mótum, heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum,“ segir Elísabet. Næst á dagskránni hjá þeim er Master-mót sem fram fer í Óðinsvé- um um helgina. „Eftir að hafa keppt í nokkrum vindi í Kaupmannahöfn er gott að vita að það er spáð sól og blíðu í Óðinsvéum um helgina. Von- andi heldur okkur áfram að ganga jafn vel og í síðustu mótum,“ segir þessi öfluga blakkona. Þar á eftir halda Berglind Gígja og Elísabet til Skotlands þar sem þær taka þátt í alþjóðlegu móti. Thelma Dögg Grétarsdóttir og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir munu einnig spila þar. Þessar metnaðarfullu blakkonur hafa sett einbeitinguna á strand- blakið og spennandi verður að fylgj- ast með framgangi þeirra í sumar. n Á góðum stað miðað við hversu stutt er síðan þær einblíndu á strandblak Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir fagna vel og innilega í Kaupmannahöfn fyrir viku. MYND/AÐSEND Planið er að keppa á mótum í Danmörku auk þess að spila á boðsmótum í Evrópu. Þá ætlum við að taka þátt í eins mörgum undankeppnum fyrir mót á heimsmóta­ röðinni og við getum. Elísabet Einarsdóttir hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Ítalska knattspyrnu- félagið Juventus greindi frá því í gær að félagið hefði sagt Andrea Pirlo upp störfum sem þjálfara karlaliðs félagsins eftir eitt keppnistímabil í starfi hjá Pirlo. Juventus tilkynnti svo síðar um daginn að félagið hefði fundið eftir- mann Pirlos en um er að ræða mann sem þekkir vel til í Tórínó. Massimilano Allegri, sem stýrði Juventus frá 2014 til 2019, mun snúa aftur í brúna hjá liðinu. Allegri varð fimm sinnum ítalsk- ur meistari á meðan hann var síðast við stjórnvölinn hjá Juventus og vann ítalska bikarinn fjórum sinn- um. Þá fór hann tvisvar með Juvent- us í úrslitaleik Meistaradeildar Evr- ópu en tapaði í bæði skiptin. Juventus hafnaði í fjórða sæti ítölsku efstu deildarinnar á nýlok- inni leiktíð en liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leik- tíð í lokaumferð deildarinnar. n Þjálfaraskipti hjá Juventus-liðinu Massimiliano Allegri er kominn aftur til Juventus. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Í þriðja sinn í sögu Meist- aradeildar Evrópu leiða tvö ensk lið saman hesta sína í úrslitaleiknum um helgina þegar Man chester City mætir Chelsea í Portúgal. Chelsea hefur meiri reynslu á þessu sviði enda í þriðja sinn sem Lundúnaliðið leikur til úrslita en Manchester City er komið í úrslita- leikinn í fyrsta sinn. Ríkjandi Eng- landsmeistararnir koma fullir sjálfs- trausts inn í leikinn enda ekki búnir að tapa leik í keppninni þetta árið og unnið ellefu leiki af tólf en Chel- sea sýndi í tvígang á dögunum að liðið getur unnið hið ógnarsterka lið Manchester City. Þannig er Chelsea enn í dag eina liðið sem hefur slegið Manchester City úr keppni þetta árið þegar Chelsea hafði betur í undanúrslitum enska bikarsins á dögunum og kom í veg fyrir að Manchester City léki til úrslita og gæti unnið alla fjóra titlana sem stóðu til boða í upphafi tímabilsins. Þegar rúm tíu ár eru liðin frá fyrsta titlinum sem Manchester City vann eftir að hafa verið keypt af auðjöfri frá Abú Dabí er félagið loks- ins komið í úrslitaleikinn um eftir- sóttasta bikar Evrópu. Undanfarinn áratug hefur þessi titill verið sá eini sem vantar í þéttsetið bikarasafn á Etihad-vellinum. Um leið eru tíu ár síðan Pep Guardiola vann Meistara- deild Evrópu í annað skiptið sem þjálfari Börsunga en hann jafnar metið yfir f lesta Meistaradeildar- titla sem þjálfari með sigri í dag. Um leið eru ýmis teikn á lofti um það að Chelsea gæti endurtekið leik- inn frá 2012 og komið á óvart með sigri í kvöld. Thomas Tuchel sýndi á dögunum að hann á til í vopna- búri sínu leikáætlun sem virðist henta vel gegn hinu ógnarsterka liði Manchester City. Takist Chelsea að vinna í kvöld verður félagið þriðja sigursælasta enska félag keppninnar frá upphafi með tvo titla ásamt Nottingham Forest. n Guardiola einni orrustu frá hinum heilaga kaleik Það mun mikið mæða á þessum tveimur á hliðarlínunni við að reyna að skáka leikaðferð hvor annars í Portúgal. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Pep Guardiola hefur unnið ellefu af síðustu tólf úrslitaleikjum sem þjálfari hjá Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. kristinnpall@frettabladid.is FÓTB O LTI Valskonur feng u á baukinn síðasta fimmtudag þegar Breiðablik vann 7-3 sigur á Vals- liðinu á Origo-vellinum í Pepsi- Max-deild k venna í uppgjöri sigursælustu liða kvennaboltans á Íslandi. Undanfarin ár hafa leikir þessara liða yfirleitt verið í járnum en Blikar léku lausum hala og fundu fjölmargar glufur á vörn Vals. Breiðablik komst 7-1 yfir og lét staðar numið þar og tókst Valsliðinu aðeins að laga stöðuna á lokamín- útum leiksins. Undanfarinn áratug hefur það yfirleitt verið hlutverk Vals að raða inn mörkum á and- stæðinga sína en fara þarf tæpa tvo áratugi aftur í tímann til að finna leik þar sem kvennalið  Vals fékk meira en sjö mörk á sig. Fara þarf aftur til lokaum- ferðarinnar árið 2002 til að finna leik þar sem Valur fékk á sig f leiri mörk í einum leik. Í þeim leik, 9-0 sigri Íslandsmeistaranna í KR gegn Val, skoraði KR sex mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins þar sem Ásthildur Helgadóttir og Hrefna Huld Jóhannesdóttir skoruðu báðar þrennu. n Valur ekki fengið á sig fleiri mörk í tæpa tvo áratugi Valsvörnin átti engin svör gegn sókn Blika á heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍÞRÓTTIR 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.