Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 18
Íslenski strandblaksdúettinn
Berglind Gígja Jónsdóttir og
Elísabet Einarsdóttir hafa
gert frábæra hluti á danskri
grundu. Næst munu þær svo
gera strandhögg í Skotlandi.
hjorvaro@frettabladid.is
STRANDBLAK Berglind Gígja Jóns-
dóttir og Elísabet Einarsdóttir fóru
um síðustu helgi með sigur af hólmi
í Copenhagen Master-mótinu en
mótið er hluti af dönsku strand-
blaksmótaröðinni.
Þar áður báru þær sigur úr býtum
á Århus Challenger-mótinu en það
var fyrsta mótið sem haldið var í
strandblaki þar í landi eftir að kór-
ónaveirufaraldurinn skall af fullum
þunga á heimsbyggðina.
„Við erum mjög ánægð með
þennan árangur og það er gaman
að sjá hvar við stöndum. Við Berg-
lind Gígja byrjuðum að æfa strand-
blak af krafti árið 2015 og tókum svo
fjögurra ára pásu frá því þar til við
tókum þá ákvörðun að fara af full-
um krafti í strandblakið árið 2019.
Við fluttum þá til Danmerkur til
þess að geta æft við betri aðstæður
en eru í boði á Íslandi allt árið um
kring. Við höfum æft mjög vel
undir handleiðslu öflugra þjálfara
á danskri grundu og erum mjög
sáttar hérna.
Skömmu eftir að við komum til
Danmerkur skall kórónaveiran á og
þetta var fyrsta mótið eftir að veiran
setti allt í lás. Við vorum þarna að
vinna danskt par sem hefur verið að
keppa á heimsmótaröðinni þann-
ig að þetta gefur góð fyrirheit um
framhaldið,“ segir Elísabet.
Önnur tækni inni en á ströndinni
„Það er tvennt ólíkt að æfa og keppa
og við vissum ekki alveg hvers við
áttum að vænta þegar fórum í mótið
í Árósum um þarsíðustu helgi.
Þessi góði árangur kom okkur því
skemmtilega á óvart.
Inniblakið og strandblakið eru
svo tvær gjörsamlega ólíkar íþrótta-
greinar. Af þeim sökum er ekki
öruggt að maður sé góður í strand-
blaki þó maður sé í landsliði í inni-
blaki. Það er því gott að vita hvar
við stöndum í samanburði við aðra
á ströndinni,“ segir hún.
„Planið er að keppa á mótum
hérna í Danmörku auk þess að spila
á boðsmótum í Evrópu. Þá ætlum
við að taka þátt í eins mörgum
undankeppnum fyrir mót á heims-
mótaröðinni og við getum.
Stefnan er að vera komin í okkar
besta form í lok júlí þegar við förum
til Búlgaríu og tökum þátt í tveimur
undankeppnum fyrir mót í heims-
mótaröðinni þar í landi.
Við erum búnar að skrá okkur
í undankeppnir á Spáni og á f leiri
stöðum í Evrópu þannig að það
verður nóg að gera og ég er mjög
spennt fyrir næstu mánuðum.
Við þurfum svo að hala inn nógu
mörg stig til þess að næla okkur í
fastan þátttökurétt á heimsmóta-
röðinni og það er markmiðið. Svo
erum við einnig með langtíma-
markmið að keppa á Evrópu-
mótum, heimsmeistaramótum og
Ólympíuleikum,“ segir Elísabet.
Næst á dagskránni hjá þeim er
Master-mót sem fram fer í Óðinsvé-
um um helgina. „Eftir að hafa keppt
í nokkrum vindi í Kaupmannahöfn
er gott að vita að það er spáð sól og
blíðu í Óðinsvéum um helgina. Von-
andi heldur okkur áfram að ganga
jafn vel og í síðustu mótum,“ segir
þessi öfluga blakkona.
Þar á eftir halda Berglind Gígja og
Elísabet til Skotlands þar sem þær
taka þátt í alþjóðlegu móti. Thelma
Dögg Grétarsdóttir og Jóna Guðlaug
Vigfúsdóttir munu einnig spila þar.
Þessar metnaðarfullu blakkonur
hafa sett einbeitinguna á strand-
blakið og spennandi verður að fylgj-
ast með framgangi þeirra í sumar. n
Á góðum stað miðað við hversu stutt
er síðan þær einblíndu á strandblak
Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir fagna vel og innilega í Kaupmannahöfn fyrir viku. MYND/AÐSEND
Planið er að keppa á
mótum í Danmörku
auk þess að spila á
boðsmótum í Evrópu.
Þá ætlum við að taka
þátt í eins mörgum
undankeppnum fyrir
mót á heimsmóta
röðinni og við getum.
Elísabet Einarsdóttir
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Ítalska knattspyrnu-
félagið Juventus greindi frá því í gær
að félagið hefði sagt Andrea Pirlo
upp störfum sem þjálfara karlaliðs
félagsins eftir eitt keppnistímabil í
starfi hjá Pirlo.
Juventus tilkynnti svo síðar um
daginn að félagið hefði fundið eftir-
mann Pirlos en um er að ræða mann
sem þekkir vel til í Tórínó.
Massimilano Allegri, sem stýrði
Juventus frá 2014 til 2019, mun snúa
aftur í brúna hjá liðinu.
Allegri varð fimm sinnum ítalsk-
ur meistari á meðan hann var síðast
við stjórnvölinn hjá Juventus og
vann ítalska bikarinn fjórum sinn-
um. Þá fór hann tvisvar með Juvent-
us í úrslitaleik Meistaradeildar Evr-
ópu en tapaði í bæði skiptin.
Juventus hafnaði í fjórða sæti
ítölsku efstu deildarinnar á nýlok-
inni leiktíð en liðið tryggði sér sæti
í Meistaradeild Evrópu á næstu leik-
tíð í lokaumferð deildarinnar. n
Þjálfaraskipti hjá
Juventus-liðinu
Massimiliano Allegri er kominn aftur
til Juventus. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Í þriðja sinn í sögu Meist-
aradeildar Evrópu leiða tvö ensk lið
saman hesta sína í úrslitaleiknum
um helgina þegar Man chester City
mætir Chelsea í Portúgal.
Chelsea hefur meiri reynslu á
þessu sviði enda í þriðja sinn sem
Lundúnaliðið leikur til úrslita en
Manchester City er komið í úrslita-
leikinn í fyrsta sinn. Ríkjandi Eng-
landsmeistararnir koma fullir sjálfs-
trausts inn í leikinn enda ekki búnir
að tapa leik í keppninni þetta árið
og unnið ellefu leiki af tólf en Chel-
sea sýndi í tvígang á dögunum að
liðið getur unnið hið ógnarsterka lið
Manchester City. Þannig er Chelsea
enn í dag eina liðið sem hefur slegið
Manchester City úr keppni þetta
árið þegar Chelsea hafði betur í
undanúrslitum enska bikarsins
á dögunum og kom í veg fyrir að
Manchester City léki til úrslita og
gæti unnið alla fjóra titlana sem
stóðu til boða í upphafi tímabilsins.
Þegar rúm tíu ár eru liðin frá
fyrsta titlinum sem Manchester
City vann eftir að hafa verið keypt af
auðjöfri frá Abú Dabí er félagið loks-
ins komið í úrslitaleikinn um eftir-
sóttasta bikar Evrópu. Undanfarinn
áratug hefur þessi titill verið sá eini
sem vantar í þéttsetið bikarasafn á
Etihad-vellinum. Um leið eru tíu ár
síðan Pep Guardiola vann Meistara-
deild Evrópu í annað skiptið sem
þjálfari Börsunga en hann jafnar
metið yfir f lesta Meistaradeildar-
titla sem þjálfari með sigri í dag.
Um leið eru ýmis teikn á lofti um
það að Chelsea gæti endurtekið leik-
inn frá 2012 og komið á óvart með
sigri í kvöld. Thomas Tuchel sýndi
á dögunum að hann á til í vopna-
búri sínu leikáætlun sem virðist
henta vel gegn hinu ógnarsterka liði
Manchester City.
Takist Chelsea að vinna í kvöld
verður félagið þriðja sigursælasta
enska félag keppninnar frá upphafi
með tvo titla ásamt Nottingham
Forest. n
Guardiola einni orrustu frá hinum heilaga kaleik
Það mun mikið mæða á þessum tveimur á hliðarlínunni við að reyna að
skáka leikaðferð hvor annars í Portúgal. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Pep Guardiola hefur
unnið ellefu af síðustu
tólf úrslitaleikjum sem
þjálfari hjá Barcelona,
Bayern München og
nú Manchester City.
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTB O LTI Valskonur feng u á
baukinn síðasta fimmtudag þegar
Breiðablik vann 7-3 sigur á Vals-
liðinu á Origo-vellinum í Pepsi-
Max-deild k venna í uppgjöri
sigursælustu liða kvennaboltans á
Íslandi. Undanfarin ár hafa leikir
þessara liða yfirleitt verið í járnum
en Blikar léku lausum hala og fundu
fjölmargar glufur á vörn Vals.
Breiðablik komst 7-1 yfir og lét
staðar numið þar og tókst Valsliðinu
aðeins að laga stöðuna á lokamín-
útum leiksins. Undanfarinn áratug
hefur það yfirleitt verið hlutverk
Vals að raða inn mörkum á and-
stæðinga sína en fara þarf tæpa tvo
áratugi aftur í tímann til að finna
leik þar sem kvennalið Vals fékk
meira en sjö mörk á sig.
Fara þarf aftur til lokaum-
ferðarinnar árið 2002 til að finna
leik þar sem Valur fékk á sig f leiri
mörk í einum leik. Í þeim leik, 9-0
sigri Íslandsmeistaranna í KR gegn
Val, skoraði KR sex mörk á síðustu
tuttugu mínútum leiksins þar sem
Ásthildur Helgadóttir og Hrefna
Huld Jóhannesdóttir skoruðu báðar
þrennu. n
Valur ekki fengið
á sig fleiri mörk í
tæpa tvo áratugi
Valsvörnin átti engin svör gegn sókn
Blika á heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÍÞRÓTTIR 29. maí 2021 LAUGARDAGUR