Fréttablaðið - 29.05.2021, Síða 93
Það virðist vera gríðar-
legur áhugi og meðbyr
og mikil stemning í
kringum þessa opnun.
Hin fornfræga bókabúð Máls
og menningar á Laugavegi
gengur nú í endurnýjun líf-
daga. Garðar Kjartansson
hefur tekið húsið á leigu til
tíu ára og opnað þar bókabúð
og tónleikastað í 700 fer-
metra rými.
Bækur frá Ara Gísla Bragasyni, sem
rekur fornbókasöluna Bókina, fylla
hillur á þremur hæðum. „Garðar
hafði samband við mig og bað
mig um að fylla húsið af bókum.
Í kjallaranum eru gamlar bækur,
nýlegar og nýjar. Í húsinu eru tug-
þúsundir bóka og stærsta ljóðasafn
á landinu. Það er mjög gaman fyrir
mig að geta gert tugþúsundir bóka
sýnilegar,“ segir Ari Gísli. „Á ann-
arri og þriðju hæð eru bækur úr
dánarbúum og söfnum til skrauts
og sýnis, hægt er að lesa þær á
staðnum en þær eru líka til sölu.“
Spurður hvort markaður sé fyrir
gamlar bækur segir Ari Gísli: „Já,
fólk, ekki síst konur, safnar bókum
og unga fólkið kaupir bækur.“
„Stærsta breytingin á húsnæðinu
er að búið er að smíða tónleikapall
og koma fyrir f lygli,“ segir Garðar.
„Tónleikar verða á kvöldin og selt
verður inn á þá. Tónlistarmenn
hafa sýnt þessu mikinn áhuga og
fullbókað er í júní og ég held að
einn dagur sé laus í júlí. Félagar í
Sinfóníunni hafa stofnað Kammer-
klúbb Bókabúðar Máls og menning-
ar og leika hér á laugardögum í júní
og eitthvað í sumar. Síðan verða
alls konar uppákomur, ljóðalestur,
uppistand og fleira. Þegar er búið að
Bókabúð Máls og menningar iðar af lífi á ný
panta tíu atburði í desember.“
Kaffihús er vitanlega á staðnum
og myndir á veggjum, þar á meðal
eftir Tolla, eru til sölu.
Vikurnar áður en staðurinn var
opnaður varð vart við mikla eftir-
væntingu og forvitni vegfarenda á
Laugaveginum. Fólk lá á gluggum
og kíkti inn. „Ég hef tvisvar þurft
að þvo gluggana út af kámi,“ segir
Garðar. Einhverjir fengu að líta inn
í eins konar foropnun, þar á meðal
Anna Einarsdóttir, sem afgreiddi í
Máli og menningu í hálfa öld. „Ég
er búinn að lofa henni því að hér
verði endurfundir starfsfólks Máls
og menningar,“ segir Garðar.
„Það virðist vera gríðarlegur
áhugi og meðbyr og mikil stemning
í kringum þessa opnun,“ segir Ari
Gísli. Opið er frá 11.00 til 23.00 alla
daga og bókabúðin er opin frá 11.00
til 18.00. n
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Ari Gísli Bragason og Garðar Kjartansson kampakátir á opnunardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Tugþúsundir
bóka fylla húsið
og gæða það
sjarma. Tón-
leikapallur og
flygill eru á ann-
arri hæðinni.
Menning 45LAUGARDAGUR 29. maí 2021