Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 8
Við þurfum að passa upp á að tíðavörur verði ókeypis í öllum grunnskólum og öllum framhaldsskólum. Andrés Ingi Jóns­ son, þingmaður Pírata. það byrjar at með fjórum fræjum ENN HOLLARI OLÍA OMEGA 3 & 6 + D - & E-VÍTAMÍN Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að hafa tíðavörur ókeypis í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Þing- maður Pírata óttast að mis- ræmi verði milli sveitarfélaga. Ráðherra hefur rætt við skóla- meistara og mun ræða við sveitarfélög um málið. kristinnhaukur@frettabladid.is FÉLAGSMÁL Ísafjarðarbær og Skaga- fjörður hafa bæst í hóp þeirra sveit- arfélaga sem hyggjast bjóða upp á ókeypis tíðavörur í öllum grunn- skólum og félagsmiðstöðvum í haust. Það er, dömubindi og túr- tappa. Í mars ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að bjóða upp á slíkt hið sama. Í fleiri sveitarfélögum, eins og Hafnarfirði og Múlaþingi, er það til skoðunar að gera tíðavörur gjald- frjálsar í skólum. Umræða um kostnað við tíðavör- ur í samhengi við jafnrétti kynjanna hefur verið hávær undanfarin ár. Meðal annars var virðisaukaskattur á tíðavörur og getnaðarvarnir, hinn svokallaði bleiki skattur, lækkaður úr 24 prósentum í 11 árið 2019. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata en þá óháður, lagði fram breytingartillögu við fjárlög í des- ember þar sem 280 milljónir króna yrðu eyrnamerktar ókeypis tíða- vörum fyrir nemendur og tekjulága. Tillagan var felld með 27 atkvæðum stjórnarflokkanna gegn 26. Andrés segir það að sveitarfélög- in séu að taka við sér eitt af öðru jákvæða þróun. Hætta sé þó á mis- ræmi. „Við þurfum að passa upp á að tíðavörur verði ókeypis í öllum grunnskólum og öllum framhalds- skólum. Allir verða að sitja við sama borð,“ segir hann. Hvað framhaldsskólana varðar stendur nú yfir könnun á því innan menntamálaráðuneytisins hvaða skólar bjóði upp á ókeypis tíða- vörur. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra lýsti því yfir í pontu á Alþingi að sann- gjarnt væri að tíðavörur væru gjald- frjálsar í skólakerfinu, þó hún hafi kosið gegn tillögu Andrésar eins og aðrir ráðherrar. „Unnið er að því að tíðavörur verði aðgengilegar og gjaldfrjálsar fyrir nemendur í öllum framhalds- skólum,“ segir í svari menntamála- ráðuneytisins við fyrirspurn Frétta- blaðsins. Kemur fram að ráðherra hafi rætt um þetta málefni á sam- ráðsfundum með skólameisturum og sent þeim bréf með hvatningu í marsmánuði. Hafi erindið fengið góð viðbrögð frá þeim. „Rekstur grunnskóla er á forræði sveitarfélaga og er ráðgert að mál er varða aðgengi að tíðavörum í grunnskólum verði tekið upp á sam- ráðsfundum ráðuneytisins og full- trúa sveitarfélaganna á næstunni,“ segir í svarinu. Þó að skriður virðist kominn á málið í skólakerfinu hefur það sama ekki gerst hvað varðar lágtekjufólk. Samkvæmt tillögu Andrésar hefðu tíðavörur orðið gjaldfrjálsar fyrir þann hóp, annaðhvort á heilsu- gæslustöðvum eða hjá félagsþjón- ustu sveitarfélaganna. „Það hefur enn ekki verið unnið neitt gegn því sem hefur verið kallað tíða fátækt. Sumt fólk hefur einfaldlega ekki efni á þessum nauðsynjavörum,“ segir Andrés. „Næsta skref er að vekja fólk til umhugsunar um þetta.“ n Fleiri sveitarfélög hyggjast bjóða upp á ókeypis tíðavörur í grunnskólum Umræða um kostnað við tíðavörur í samhengi við jafnrétti hefur verið hávær undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLi arib@frettabladid.is REYKJAVÍK Úttekt verkfræðistof- unnar Eflu á Fossvogsskóla var gerð að eindreginni kröfu foreldra. Yfir- lýsingar Reykjavíkurborgar og mat Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í tengslum við húsnæði Fossvogs- skóla voru byggðar á upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma. Borgin fullyrti í yfirlýsingu í desember að búið væri að koma í veg fyrir raka- vandamál í húsnæðinu. Samkvæmt úttekt verkfræðistofunnar Eflu, sem kom út í vikunni, höfðu fyrri fram- kvæmdir á vegum Verkís ekki skilað tilætluðum árangri. Verður húsnæð- ið allt gert upp á næstu mánuðum. Þá taldi borgin í desember að ekki væri forsvaranlegt að ráða aðra verkfræðistofu til verks sem bæði Mannvit og Verkís höfðu þegar unnið. „Í byrjun árs 2021 fara svo að berast tilkynningar um áfram- haldandi einkenni hjá nemendum. Þá komu fram eindregnar óskir for- eldra um að fá verkfræðistofuna Eflu til að taka út verkið. Við því var orðið,“ segir í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Valgerður Sigurðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur kallað eftir skoðun á vinnubrögðum Heilbrigðiseftirlitsins sem hafi gefið húsnæðinu góða einkunn. Á fundi með skólaráði skólans í september var það mat eftirlitsins að ekkert gæfi tilefni til að ætla að skólinn hefði verið mengaður og lík- lega kæmi ekkert út úr sýnatöku. Þá væri annað sem þyrfti að skoða áður en hægt væri að segja með vissu að börn yrðu veik í húsnæðinu. „Hér sé um að ræða börn sem eiga við vandamál að stríða sem skoða þurfi sérstaklega,“ segir í fundargerðinni. Í svari Heilbrigðiseftirlitsins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að húsnæðið hafi virst vera í lagi, matið byggi á sjónskoðun og því að fram- kvæmdaraðilar töldu að þeir hefðu upprætt vandann. Í svari við því hvort eftirlitið muni bregðast við á sama hátt komi sambærilegt mál upp segir að framkvæmdar séu ítar- legar og lögbundnar skoðanir á hús- næði, aðbúnaði og fleiru. „Athuga- semdir og kröfur eru gerðar ef þörf þykir. Það er síðan rekstraraðilans að fara eftir ábendingum.“ n Úttektin var gerð að kröfu foreldra Enn raka ummerki og rakaskemmdir í Fossvogsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Arnór Benónýs­ son oddviti. kristinnhaukur@frettabladid.is KOSNINGAR Átján hafa kosið utan kjörfundar í Austur-Húnavatns- sýslu og 17 í Suður-Þingeyjarsýslu í tveimur sameiningarkosningum sem fram fara um næstu helgi. Tæp- lega 1.900 manns búa í þeim fjórum húnvetnsku sveitarfélögum sem kosið er í en 1.300 í þeim tveimur þingeysku og því hlutfallið hærra í Þingeyjarsýslu. Kristín Guðjónsdóttir, starfs- maður hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, segir atkvæða- greiðsluna hafa gengið vel en kjör- sóknin sé framan af ívið minni en í öðrum kosningum. „Ég held að það sé líklegra að fólk mæti frekar á kjörstað,“ segir hún. Í for- setakosningunum í fyrra ákváðu margir að kjósa utan kjörfundar, að öllum líkindum vegna farald- ursins. Utankjörfundaratkvæði voru um helmingi f leiri en í fyrri kosningum. Þetta virðist ekki ætla að verða raunin í ár ef marka má kjörsókn í kosningunum tveimur. Mun færri hafa kosið utan kjörfundar en í fyrra Laugardaginn 5. júní verður kosið í Blönduósbæ, Húnavatns- hreppi, Skagaströnd og Skaga- hreppi annars vegar og Þingeyjar- sveit og Skútustaðahreppi hins vegar. Verði sameiningarnar sam- þykktar taka þær gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar, árið 2022. Arnór Benónýsson, oddviti í Þingeyjarsveit, segir mikið talað um kosningarnar í sveitinni. „Þetta er breyting og það hreyfir við fólki,“ segir Arnór. Erfitt sé þó að spá um hvernig kosningin fari. „Ég held að þetta sé fiftí-fiftí. Aðalatriðið er að fólk mæti á kjörstað,“ bætir Arnór við. n arib@frettabladid.is REYKJAVÍK Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt það til við skipulagsráð að ráðist verði í allsherjarátak við að hreinsa og sporna við veggjakroti í Reykjavík. Málinu var frestað á fundi ráðsins í vikunni en Marta er vongóð um að það verði afgreitt. „Þetta er úti um allt, alvarleg eignar- spjöll. Við sjáum að íbúar á Hjarðar- haga hafa varla undan að mála bíl- skúrana sína,“ segir Marta. Hún vill að ráðist verði í þríþættar aðgerðir. Í fyrsta lagi að ráðist verði í að mála. „Síðan þarf að auka fræðslu og vitund í skólum og frístundamið- stöðvum til að krakkar skilji hvaða afleiðingar þetta hefur,“ segir Marta. „Í þriðja lagi væri hægt að útvega veggi þar sem er heimilt að spreyja til að þau geti fengið útrás. Ef við tökum saman höndum þá munum við sjá mikinn árangur.“ n Vill allsherjarátak gegn veggjakroti Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. birnadrofn@frettabladid.is MENNING Alls fengu 37 verkefni styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands í gær þegar Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, tilkynntu um úthlutanir úr sjóðnum í Hörpu í gær. Heildarfjárhæð styrkjanna nemur 90 milljónum króna og alls bárust 113 umsóknir. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem ætlað er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barna- menningar. Fjárhæðir st y rk janna vor u 300 þúsund krónur til sjö millj- óna. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hlaut hæsta styrkinn, til verkefnisins Stelpur filma á lands- byggðinni. n Styrkir veittir til barnamenningar 8 Fréttir 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.