Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.05.2021, Qupperneq 10
 kristinnhaukur@frettabladid.is LAXVEIÐI Sveitarfélagið Norður- þing hyggst grípa til málsókna banni Fiskistofa netaveiðar á sil- ungi í Skjálfanda. Fiskistofa íhugar nú bann eftir að veiðifélögin á svæðinu leituðu til hennar en þau telja veiðar sjávarbænda hafa áhrif á ána. Guðni Magnús Eiríksson, sviðs- stjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, segir enga ákvörðun hafa verið tekna. Verið sé að safna athugasemdum eins og lög segi til um, meðal annars frá þeim bænd- um sem eigi hagsmuna að gæta. „Veiðifélögin báru fram ósk í vor og við erum með málið til skoðunar,“ segir Guðni. Slíkt bann hefur áður verið sett á, í Faxaflóa árið 2015. Umrædd veiðifélög eru í Laxá í Aðaldal, Mýrarkvísl, Reykjadalsá og Eyvindarlæk. Í bréf félaganna segir að það sé á allra vitorði að lax, sérstaklega smálax, endi í netunum og orðrómur sé um að einstakir bændur hafi fengið vel á annan tug laxa sum sumur. Þótt honum yrði sleppt myndi hann drepast við meðferðina. Bent er á að veiðin í Laxá, Mýr- arkvísl og Reykjadalsá hafi aldrei verið verri en í fyrra. Aðeins 385 laxar hafi veiðst, sem sé 26 prósent af meðalveiði. Í umsögn sinni telur Hafrann- sóknastofnun rétt í ljósi varúðar- Hótað að grípa til málsókna banni Fiskistofa netaveiðar í Skjálfanda Lítið veiddist í Laxá í Aðaldal, Mýrarkvísl og Reykjadalsá í fyrra. MYND/LÁRA STEFÁNSDÓTTIR Fiskistofa íhugar nú að banna netaveiði í Skjálfanda að beiðni veiðifélaga á svæðinu. Hafrannsóknastofnun mælir með banni en viðurkennir að rannsóknir skorti. Fulltrúi Norðurþings segir eignarrétt sjávarbænda skýran. Þetta er eignarréttur sem er ekki hægt að taka af fólki. Benóný Valur Jakobsson, formaður skipulags og fram- kvæmdaráðs Norðurþings. thorgrimur@frettabladid.is ATVINNUMÁL „Við teljum að til- lögurnar sem við lögðum fram gætu hjálpað til við að bregðast við áskorunum sem skapast hafa á vinnumarkaðinum.“ Þetta sagði Róber t Farest veit , sv iðsstjór i stefnumótunar og greiningar hjá Alþýðusambandi Íslands, um nýja skýrslu ASÍ um íslenskan vinnu- markað. Í skýrslunni er f jallað um áhrif kórónaveirufaraldursins á atvinnulíf og af komu íslensks launafólks. „Við erum að draga fram skamm- tímaáhrifin, sem birtast í miklu tekjufalli,“ sagði Róbert. „Og svo drögum við fram langtímaáskoran- ir með breyttri aldurssamsetningu, samsetningu starfa og alþjóðlegri vinnumarkaði.“ Róbert segir tillögurnar sem lagð- ar voru fram geta hjálpað til við að bregðast við áskorunum sem taka við í lok faraldursins. „Það sem við höfum haft áhyggjur af er að það kunni að verða hærra atvinnu- leysisstig eftir krísuna en áður fyrr. Í fjármálaáætlun stjórnvalda er til dæmis gert ráð fyrir fimm prósenta atvinnuleysi árið 2026. En við drög- um líka fram ýmsar samsetningar- breytingar, til dæmis í atvinnuleysi með tilliti til menntunar.“ Í skýrslunni kemur fram að efna- hagslegur samdráttur hafi ekki verið eins mikill í faraldrinum og búist var við. Engu að síður hafi hann skilið eftir sig djúp sár og hafi aðallega kostað fólk í láglauna- störfum atvinnuna. Að því leyti hafi kreppan í kjölfar faraldursins verið ólík fjármálahruninu 2008, sem olli mestum launasamdrætti í tekjuhærri atvinnugreinum. Róbert sagði umbótatillögur ASÍ í skýrslunni vera að erlendri fyrirmynd. Þær snúi að umbótum á atvinnuleysistryggingum og bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnu- markaðsmálum. „Tillögur okkar myndu í sjálfu sér gera kerfið tilbúið fyrir tæknibreyt- ingar, lengri lífaldur og starfsaldur, og f leira.“ n Atvinnumál í faraldrinum brotin til mergjar Róbert Farestveit. thorgrimur@frettabladid.is REYK JAVÍK Byggingarfulltrúinn í Reykjavík samþykkti í vikunni umsókn um leyfi til framkvæmda á fjölbýlishúsinu að Dunhaga 18–20. Framkvæmdirnar hafa lengi verið umdeildar meðal íbúa í Vesturbæn- um, sem hafa margsinnis kært deili- skipulag og byggingarleyfi Dunhaga til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði fyrr í mánuð- inum kröfu nágranna um ógildingu deiliskipulagsins, ekki væru nógu alvarlegir efnislegir annmarkar á henni til þess að varða ógildingu. Hins vegar var fallist á að ógilda byggingarleyfi vegna fjölbýlishúss- ins þar sem aðeins hafði verið gert ráð fyrir tveimur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða. Stæðin hefðu átt að vera þrjú samkvæmt lögum. Nú hefur byggingarfulltrúi veitt nýtt leyfi fyrir framkvæmdum sem gera ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða. Er þar meðal annars gert ráð fyrir byggingu nýrrar hæðar, viðbyggingar við fyrstu hæð og kjallara og fjölgun íbúða í húsinu. Með veitingu leyfis- ins fylgdu meðal annars fyrirmæli um að frágangi á lóðamörkum yrði lokið innan tveggja ára. n Fjölga bílastæðum fyrir fatlaða og fá framkvæmdaleyfi Leyfi hefur verið veitt fyrir áfram- haldandi framkvæmdum að Dun- haga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK reglu að leggja á netaveiðibann í Skjálfanda þar til ástand stofnana batni frá því sem nú er. Margt sé þó á huldu varðandi göngur og dreifingu fiskanna í Skjálfanda og ýmsum spurningum ekki hægt að svara, til dæmis hvort breyttur veiðitími væri nægur til að leysa vandann eða afmörkun veiði- svæðis. Guðni segir að Fiskistofa reiði sig mikið á ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar þegar kemur að ákvarð- anatökunni. „Þetta eru okkar fær- ustu sérfræðingar og við treystum þeim,“ segir hann. Fulltrúar Norðurþings hafa þegar mótmælt tillögunni harðlega og sagt úthlutanir veiðileyfanna vera bæði varfærnar og sjálf bærar, en alls eru lagnirnar um tíu talsins. Í bókun skipulags- og framkvæmda- ráðs er sagt að gögn Fiskistofu og veiðifélaganna séu bæði haldlítil og illa ígrunduð. Verði málinu haldið til streitu muni Norðurþing verjast því með fullum þunga. Benóný Valur Jakobsson, for- maður ráðsins, segir að þetta geti þýtt að sveitarfélagið höfði mál til að verja rétt sinn. Þrátt fyrir að orðalagið sé harkalegt sé ekki mik- ill hiti í málinu. Hann segir veiði- félögin áður hafa farið fram á þetta. „Fiskistofa sendi okkur núna bréf og við svöruðum því,“ segir Benóný. Bendir hann á að þetta hafi ekki einungis áhrif á jarðir í Norður- þingi, heldur Tjörneshreppi einn- ig. Rannsóknir séu langt frá því að vera nægar til þess að svipta fólk þessum hlunnindarétti. „Þetta er eignarréttur sem er ekki hægt að taka af fólki,“ segir Benóný. n 10 Fréttir 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.