Fréttablaðið - 29.05.2021, Síða 24

Fréttablaðið - 29.05.2021, Síða 24
maður til að talað sé við mig á arab- ísku og ekki nægilegur Íslendingur til að talað sé við mig á íslensku,“ segir Fida og telur líklegt að dökkt litarhaft hennar og vestrænn klæða- burður rugli fólk í ríminu. Hvað þarf ég að gera? Fida viðurkennir að fyrirfram ákveðnar hugmyndir og fordómar sem hún mætir eigi það til að ergja hana. „Þá hugsa ég, hvað þarf ég að gera til að öðlast jafnan rétt og verða jafningi? Það er nefnilega stað- reynd að því hærra sem ég kemst því meiri eru fordómarnir. Ég er í stjórn samtaka sprotafyrirtækja og UN Women og bauð mig á dögunum fram sem formann Félags kvenna í atvinnulífinu. Þá fékk ég að heyra hversu flott það væri að fá einhvern af erlendum uppruna. Ég var ekki að bjóða mig fram af því ég er af erlend- um uppruna. Ég er athafnakona. Ég er búin að fara í gegnum þetta sjálf. Frá hugmynd að 700 milljónum. Hvenær þarf ég ekki að byrja sam- tal á að svara hvaðan ég er og hvort ég tali íslensku?“ segir hún ákveðin. „Ég sé stundum að heili fólks er að springa þegar ég tala íslensku því það passar ekki inn í formið. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint en ég verð stundum pirruð. Ég er háskólamenntuð kona, frum- kvöðull sem er búinn að byggja upp sitt eigið fyrirtæki og hvað þarf ég að gera meira til að verða jafningi, til þess að við byrjum samtalið á að spyrja hver mín skoðun á einhverju málefni er?“ Fida starfar í fremur karllægum orkugeiranum þar sem hún er oft eina konan og alltaf eini innflytj- andinn að eigin sögn. „Við hjá GeoSilica vorum eitt sinn með kvennakvöld til að kynna vörurnar okkar og ég var að segja gestum frá eiginleikum þeirra. Þá gefa sig þrjár konur á tal við mig, hrósa vörunum og ein spyr hver eigi fyrirtækið. Ég segi að ég eigi það – þetta sé spin off frá lokaverkefni mínu í háskóla. Hún segist vita það að þaðan hafi hugmyndin komið en ítrekar spurningu sína um hver eigi fyrirtækið. Ég segi aftur að það sé ég, ég sé eigandi fyrirtækisins. Þá segir hún: „Who‘s the owner of the company?““ segir Fida og það er augljóst að henni var ekki skemmt. „Þvílíka niðurlægingin fyrir mig, geturðu ímyndað þér hvernig þér myndi líða?“ Spurð hvort hún sé að vinna í Krónunni Hún segist reyna að hafa jákvæðn- ina að leiðarljósi en það sé vissulega lýjandi að þurfa að sanna sig hvert sem hún fari. „Þegar ég er að versla í Krónunni með börnin mín á fólk það til að spyrja hvort ég sé að vinna þar. Af hverju heldur fólk það? Hvers vegna? Fólk leyfir sér að lækka mannréttindastandardinn gagn- vart okkur og finnst það mega segja hvað sem er. Þetta er dagleg barátta og stund- um verð ég þreytt og reið. Ég er búin að gera þetta allt sem ég var beðin um. Ég er búin að læra málið, ég er búin að skapa vinnu fyrir Íslendinga, mennta mig í íslenskum háskóla og borga margfalt til baka það sem ég fékk. Hvað þarf ég að gera meira til að ég sé ekki spurð hvort ég sé að koma að þrífa?“ segir Fida og rifjar í framhaldi upp nýlega sögu. „Ég gekk þá inn á kaffistofu þar sem við erum með framleiðslu okkar. Þar sátu nokkrir karlar saman og þegar ég gekk inn stóðu þeir upp og spurðu: „Ertu að koma að þrífa?“ Ég sagði af hverju í fokkinu haldið þið það?“ Fida segir þetta alls ekkert eins- dæmi en hún sé loks farin að geta svarað fyrir sig, í fyrstu skiptin átti hún erfitt með að svara og varð lítil í sér. „Ég hugsaði þá með mér að kannski væri ég ekki búin að vinna mér inn rétt til að vera hér. En það er auðvitað algjört rugl og ég er örugg- lega með meiri menntun en þessir karlar sem þarna sátu og með mikið meiri reynslu. En ég er kona í karl- lægu umhverfi og það hefur ekki meikað sens að ég væri þarna nema til að þrífa.“ Fida segir það mikilvægt í sínum huga að hafa hátt og láta til sín taka því þannig sé hún bæði fyrirmynd dætra sinna og annarra kvenna af erlendum uppruna. „Ég ætla að breyta norminu. Þó það sé óþægilegt að fara á hverjum degi út fyrir þægindarammann. Við getum allt sem við viljum. Ég og þú höfum jafna möguleika til að bjóða okkur fram til forseta, það er kannski aðeins erfiðara fyrir mig en ég get það. Ég er til dæmis orðin heimsfræg á Suðurnesjum,“ segir Fida og hlær en hún bæði býr og starfar í Reykjanesbæ. Fjölskyldan í Jerúsalem „Ég er þakklát fyrir að hafa endað hér og að dætur mínar alist hér upp þar sem þær geta orðið allt sem þær vilja. Ég vil bara vekja athygli á því sem við mættum laga og treysti á að þjóðin okkar geti lagað það. Ég elska Ísland og alls staðar sem ég fer segist ég koma frá Íslandi og tala um Ísland. Menntun mín er héðan, börnin mín eru hér, starfið mitt er hér og lífið mitt er hér þótt hjartað mitt sé líka í Palestínu.“ Talandi um Palestínu þar sem ófremdarástand hefur ríkt undan- farið segist Fida eiga erfitt með að horfa upp á stöðuna þar og geta lítið gert. „Ég reyni að vekja athygli á mál- efnum Palestínumanna og er dugleg að pósta fréttum á samfélagsmiðl- um, en það er lítið sem við getum gert hér. Fjölskyldan mín er í Jerú- salem svo þau eru ekki á hættusvæði en líður illa andlega. Það er verið að drepa börn fyrir framan augu okkar. Það verður að stoppa.“ n Fida þurfti að hafa meira fyrir menntun sinni en margir enda talaði hún ekki orð í íslensku þegar hún flutti hingað til lands sextán ára gömul og var stuttu síðar greind lesblind. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Fjölskyldan hér öll saman komin, Fida og eiginmaður hennar, Jón Kristinn Ingason, ásamt dætrunum þremur, Watan, Tahrir og Asalah. MYND/AÐSEND Í LOFTINU Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! LAUGARDAGA 16:00-18:30 VEISTU HVER ÉG VAR? 24 Helgin 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.