Fréttablaðið - 29.05.2021, Page 40
Við leitum að öflugum fjármálastjóra með mikla reynslu af alþjóðlegum rekstri.
FJÁRMÁLASTJÓRI
Helstu verkefni
• Yfirumsjón og ábyrgð á bókhaldi félagsins
• Mánaðarleg uppgjör og áætlanagerð
• Greining fjármála og framsetning
rekstrarupplýsinga
• Samskipti við endurskoðendur, banka
og aðrar fjármálastofnanir
• Kostnaðareftirlit og stýring á fjármagni
bundnu í birgðum
• Innheimta og yfirumsjón með öllu fjárstreymi
• Yfirstjórn skrifstofu og fjármáladeildar
• Þátttaka í stefnumótun
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Haldgóð menntun í fjármálum, reikningshaldi
eða endurskoðun. Meistaragráða æskileg
• Mikil reynsla af uppgjörum undir erlendu
eignarhaldi
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði
í vinnubrögðum
• Reynsla af stjórnun teyma og að byggja upp
sterka liðsheild
• Leiðtogahæfni og framúrskarandi færni
í mannlegum samskiptum
• Mjög góð færni til tjáningar í ræðu og riti
á íslensku og ensku
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní nk.
Vaki fiskeldiskerfi ehf. var stofnað árið
1986 og hefur frá fyrstu tíð verið leiðandi
fyrirtæki í hönnun og þróun á hátæknibúnaði
fyrir fiskeldi um allan heim. Rúmlega 30
starfsmenn sinna vöruþróun, framleiðslu,
sölu og þjónustu í höfuðstöðvum Vaka
á Íslandi og sölu- og þjónustuaðilar eru
á öllum stærstu mörkuðum erlendis. Árið
2019 keypti MSD Animal Health allt hlutafé
í Vaka og nú sem hluti af MSD eru uppi
spennandi áform um stækkun og eflingu
fyrirtækisins. Aukin áhersla verður lögð
á vöruþróun og þjónustu í nánu samstarfi
við viðskiptavini og munu nýjar lausnir Vaka
stuðla að framþróun fiskeldis um allan heim.
Frekari upplýsingar á vaki.is
Við leitum að reynslu miklum
vefforritara sem hefur
brennandi áhuga á því að
nota ofurkrafta sína til góðs
Varstu biti/n/nn/ð
af geislavirkri
kónguló í æsku?
starf
Viðkomandi mun þróa og hafa yfirumsjón með
þróun vefkerfa og hvernig uppbyggingu skuli
háttað hjá Landsvirkjun, taka þátt í þróun staf
rænnar þjónustu og innviða fyrirtækisins og
verða leiðandi í að nýta tækni til að auka og
bæta þjónustu við viðskiptavini og starfsfólk.
Starfið er á deild upplýsingatækni
og stafrænnar þróunar.
Sótt er um hjá Hagvangi, hagvangur.is,
og umsóknarfrestur er til og með 10. júní.
Hæfniskröfur
— Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði
eða hugbúnaðarverkfræði
— Yfirgripsmikil þekking og reynsla í forritun
og hugbúnaðarþróun
— Reynsla af þróun í React, HTML og CSS
— Reynsla af notkun Git
— Samskiptafærni og metnaður til að vera
hluti af öflugri liðsheild
— Frumkvæði, áreiðanleiki og drifkraftur
2 ATVINNUBLAÐIÐ 29. maí 2021 LAUGARDAGUR