Fréttablaðið - 29.05.2021, Síða 46
Hornafjörður er blómstrandi 2400 manna samfélag sem byggir á sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Öflugt menningar- og félagslíf er í sveitarfélaginu.
Fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni. Nýheimar þekkingarsetur er mennta- og fræðastofnun þar sem koma saman Rannsóknasetur Háskóla
Íslands, Náttúrustofa Suðausturlands, Framhaldsskóli, Hornafjarðarsöfn, Matís og Fræðslunet Suðurlands. Stuðningur við frumkvöðla, t.d. FAB LAB
smiðja er í Vöruhúsi.Öll almenn þjónusta er til staðar í sveitarfélaginu og þar má nefna tónskóla, líkamsrækt, knatthús, sundlaug og heilbrigðisstofnun.
Samgöngur til Hafnar eru greiðar, beint flug og strætó.
Skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra Grunnskóla Hornafjarðar.
Í Grunnskóla Hornafjarðar eru um 250 nemendur í tveimur aðskildum húsum auk frístundar fyrir 1. – 4. bekk. Grunnskóli Horna-
fjarðar er framsækinn skóli sem setur nemendur og velferð þeirra í forgang og hefur menntun fyrir alla að leiðarljósi. Unnið er
eftir hugmyndarfræði uppeldis til ábyrgðar og skólinn er bæði grænfánaskóli og heilsueflandi skóli.
Skólastjóri ber ábyrgð á starfsemi skólans, rekstri og mannauðsmálum. Hann gegnir lykilhlutverki í mótun skólastarfsins og sam-
starfsvettvangs skóla og íbúa. Skólastjóri ber ábyrgð á að starfað sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá grunnskóla og
stefnumörkun sveitarfélagsins.
Leitað er eftir metnaðarfullum leiðtoga með víðtæka reynslu af skólastarfi sem býr yfir áræðni og metnaði til að þróa skólastarfið
til enn frekari árangurs.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2021
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt
rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu. Umsóknir skulu sendar Ragnhildi Jónsdóttur, fræðslustjóra á netfangið
ragnhildur@hornafjordur.is, en hún veitir jafnframt nánari upplýsingar um starfið í síma 470-8000. Um framtíðarstarf er að ræða og
eru laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.
Helstu verkefni
• Veita skólanum faglega forystu og leitar leiða til að efla nám
og kennslu
• Ber ábyrgð á skipulagi náms og kennslu, skólaþróun og gerð
skólanámskrár
• Hefur umsjón með þróun innra mats
• Ber ábyrgð á rekstri skólans, gerð fjárhagsáætlana og stjórn
mannauðs
• Stuðlar að góðu samstarfi við önnur skólastig innan sveitar-
félagsins, foreldra og fræðsluyfirvöld
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leyfisbréf kennara og kennslureynsla skilyrði
• Viðbótarmenntun í stjórnun og/eða á sviði uppeldis- og
menntunarfræða er skilyrði
• Reynsla af stjórnun skólamála og faglegri forystu á sviði
kennslu, nýbreytni og þróunarstarfs skilyrði
• Þekking á stefnumótun og rekstri innan opinberrar stjórn-
sýslu
• Þekking á sviði upplýsingatækni
• Frumkvæði, sjálfstæði og góðir skipulagshæfileikar
• Framúrskarandi lipurð og færni í samskiptum
• Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is
Laust er til umsóknar fullt starf ritstjóra kennsluskrár Háskóla Íslands. Útgáfa kennsluskrár heyrir undir
kennslusvið Háskóla Íslands. Ritstjóri er starfsmaður kennslusviðs og vinnur með ritnefnd og fulltrúum
fræðasviða og deilda að gerð kennsluskrár, sem gefin er út árlega á vefnum. Vefritstjórn og umsjón
með ýmsum upplýsingasíðum kennslusviðs tilheyrir einnig starfinu, svo og ýmis önnur tengd verkefni.
Ráðið verður í starfið frá og með 1. september 2021.
Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2021
Sækja skal um starfið á starfatorg.is
Nánari upplýsingar veitir Róbert H. Haraldsson,
robhar@hi.is – 525 4277
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála-
og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt
um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af
jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Hlutverk ritstjóra er að stýra vinnu við kennsluskrá
Háskóla Íslands í samvinnu við ritnefnd. Í því felst m.a. að
skipuleggja innihald kennsluskrár og framsetningu efnis,
að leiðbeina starfsfólki sem kemur að gerð kennsluskrár
og virkja fólk til samvinnu, að stuðla að samræmi í efnis-
tökum, að setja einstökum verkþáttum tímamörk og að
stýra breytingum.
• Ritstjóri tryggir að vandað sé til verka við gerð og útgáfu
kennsluskrár.
• Ritstjóri tekur þátt í mati á tillögum að nýjum náms-
leiðum og veitir leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi
undirbúning og stofnun námsleiða.
• Ritstjóri hefur umsjón með upplýsingasíðum kennslusviðs
sem varða umsóknir, kennslu, nám og próf, á innri og
ytri vef.
• Í samvinnu við skrifstofu rektors annast ritstjóri yfirferð og
uppsetningu á regluskjölum sem send eru til birtingar í
Stjórnartíðindum, svo og birtingu reglna á vef háskólans.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
• Ferilskrá.
• Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað
umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess.
• Staðfest afrit af prófskírteinum.
• Upplýsingar um umsagnaraðila.
Hæfnikröfur:
• Meistarapróf sem nýtist í starfi, viðbótarmenntun
er kostur.
• Haldbær þekking á skipulagi menntunar á háskóla-
stigi er kostur.
• Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka
sér nýjungar á því sviði.
• Góð íslenskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
• Góð enskukunnátta, reynsla af þýðingum úr og
á ensku er kostur.
• Reynsla af framsetningu efnis á vefmiðlum.
• Reynsla af verkefnastjórnun.
• Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og nákvæmni
í starfi.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
RITSTJÓRI KENNSLUSKRÁR
Nánar á
www.menntaskolinn.is
Kennarastöður í
Menntaskólanum á Ásbrú
eru lausar til umsóknar
Umsóknarfrestur er til 15. júní
ÖRYGGISVÖRÐUR
SECURITY GUARD
Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu
öryggisvarðar lausa til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2021.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins:
https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/
Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment
Application (ERA)
The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual
for the position of Security Guard. The closing date for
this postion is June 2, 2021. Application instructions and
further information can be found on the Embassy’s home
page:https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/
Applications must be submitted through
Electronic Recruitment Application (ERA)