Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 80
Þegar Sigfús afi kvaddi sína jarðvist var hann á sex-tugasta og fjórða ári, harla þrekaður af líkamlegu ati niðri á kaja í hvaða veðri sem var, verkamaður af þeirri kyn- slóð sem mátti þakka fyrir það að fá vinnu á hverjum degi, enda hitt hlutskiptið svo til hversdagslegt, að vera ekki valinn úr hópi karlanna sem biðu í biðröð á hafnarkamp- inum, en þar með neyddist hann til að halda aftur heim á leið, stuttur til skrefsins og skömmustulegur. Guðrún amma minntist hans oft og síðar fyrir göngulagið upp brattar og þröngar tröppurnar sem lágu upp í litlu risíbúðina þeirra á Gils- bakkavegi, ef hann tók þær með áhlaupi hafði hann auðheyrilega fengið vinnu, en ef hann reikaði í hverju þrepi hafði verkstjórinn hafnað honum þann daginn. Það var ekkert lágstæðara en að fá ekki daglaunin.  Hann var fæddur við árslokin 1901 – og undir það síðasta, þegar hann var kominn vel á sextugs- aldurinn um miðjan sjöunda ára- tug síðustu aldar, var haft á orði að hann hefði náð háum aldri, eftir alla erfiðisvinnu sinna daga, óþrifalega uppskipun með berum höndum og bognu baki, allt saman í einu saman akkorði. Altso, í þá daga dóu menn ekki fyrir aldur fram, tæplega hálfsjö- tugir hafnarvinnukarlarnir, heldur máttu þeir þakka fyrir að ná þeim háa aldri, já, komast yfir sextugt. Og amma var þá rétt rúmlega fimmtug, eða svo, ekkjan sjálf – og ekkert nema sjálfsagt mál að hún syrgði manninn sinn það sem eftir væri, orðin þetta roskin, gott ef ekki gömul, í margnotuðum Hagkaups- sloppnum sem þótti með þægi- legustu f líkum á þeim árunum, brúnköflóttur og nýmóðins, enda úr prjónanæloni. Og það skal hér fullyrt að aldrei hvarflaði það að þeirri gömlu að ná sér í annan karl eftir að ektamaður- inn var lagður af stað til himna, gott ef sú tilhugsun, hvað þá meira, hefði ekki verið óhæfilega umtöluð og minningunni ósamboðin. Svoleiðis gerðu ekki almennilega hugsandi ekkjur.  Á þeirri öldinni, sem núna er uppi, eru fimmtugar konur í blóma lífsins, margar hverjar á fullri ferð á framabrautinni sem sér ekki fyrir endann á, glæsilegar í anda og útliti. Og karlar, komnir á miðjan sjötugsaldurinn, eru með spengi- legustu nöglum, komnir upp á fjöll um hverja helgi, helst á sérútbúnum hjólum til að takast á við ógnvæn- legustu eggjarnar. Og það sem meira er, fólk af þessu tagi, sem sagt er vera á besta skeiði lífsins, miklu fremur en roskið mjög og öldurmannlegt, má allt eins eiga von á því að vera í fullu fjöri fram yfir áttrætt, sumt hvert yfir nírætt – og ekki er lengur nokkurt tiltökumál þótt eitthvað af því verði hundrað ára, minnugt vel með þokkalega fótaferð. Við árslok 2018 voru fimmtíu Íslendingar á lífi sem voru hundrað ára og eldri og hafði þá sá fjöldi aldr- ei verið meiri. Á miðju síðasta ári voru í fyrsta skipti 60 Íslendingar hundrað ára og eldri. Þjóðin er að eldast. Og hún eldist vel.  Fyrir aldarfjórðungi var svo komið í lífi þessa manns, sem þenn- an pistil skrifar, að hann gekk í raðir Lunch United, elsta fullorðinna manna fótboltafélags landsins, en þá var meðalaldur liðsins um það bil fjörutíu og fimm ár. Og menn lögðu skóna á hilluna upp úr fimmtugu, vel f lestir vel fyrir sextugt. Núna eru menn að leika þessa göfugu íþrótt fram að sjötugu í f lestum til- vikum – og margir láta ekki segjast fyrr en í fulla fæturna, komnir eitt- hvað á áttræðisaldurinn – og þótt þeir skumpi ekki jafn hressilega upp í skallann og hér áður fyrr, er líf í báðum leggjum. Þetta er breytingin. Hollari matur og húsaskjól skiptir hér sköpum, svo og almennilegri vinnuaðstæður og tækjavæðing, en líka upplýsingin, vísindin og fræðslan sem hefur kennt fólki að njóta lífsins lengur en nokkru sinni í mannkynssögunni.  Áskoranir samfélagsins vegna þessara umskipta í aldurssam- setningu þjóðarinnar eru miklar og merkilegar, jafnt tölfræðilegar og lýðfræðilegar. Og stemmir hér allt að sama ósi. Núna þegar fimmtungur nýrrar aldar er að baki er sjöundi hver landsmaður sextíu og fimm ára og eldri. Eftir þrjá áratugi, þegar öldin er hálfnuð, verður fjórði hver lands- maður á þeim aldri. Nú um stundir eru þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar sjötugir og eldri. Eftir hálfa öld verða níutíu þúsund landsmenn á þeim aldri, langflestir á milli sjötugs og níræðs, eðlilega, en vel að merkja, í hópi níræðra og eldri verður líka mikil fjölgun á þessu tímabili, úr tveimur þúsundum í sex þúsund, sem á að heita þreföldun samkvæmt minni félagsfræðibrautarstærðfræði. Á næstu áratugum mun það einn- ig gerast að jafn sjálfsagt verður fyrir aldraða Íslendinga að komast yfir 110 árin og það þótti fyrir þá að verða 100 ára fyrir aldarfjórðungi. Þá verður svo komið að gamalt fólk, í endann á hefðbundnum starfsaldri, getur lifað í meira en fjörutíu ár á lífeyrisgreiðslum, en það merkir að ævikvöld þess getur allt eins spannað jafn langan tíma og æviskeiðið úti á vinnumarkaði, jafn- vel lengur. Það eru ein stórvægileg- ustu stakkaskipti í lífi einnar þjóðar.  Íslendingar á hvaða aldri sem er þurfa að fara að venjast þeirri til- hugsun að aldrað fólk er á öllum aldri, ef svo má segja, en það er all- tént ekki einsleitur hópur, heldur eru lífsgæði þess í f lestum tilvikum með mesta móti og fyrir vikið er og verður virkni þess í samfélaginu bæði mikil og áberandi. Og það sem meira er – og ber þar nýrra við, þessi fjölbreytilegi hópur fólks á eftirlaunaárum verður ekki lengur utan og ofan við æðibunu- ganginn í hagkerfi landsins. Aldr- aðir eru nú þegar orðnir einn eftir- sóttasti markhópur í viðskiptalífi landsmanna. Gildir þar einu hvort litið er til fasteigna, ferðalaga, fæðu- bótar og matvæla, heldur og til allr- ar útiveru og hreyfingar, af því að enginn annar aldurshópur þjóðar- innar hefur meiri tíma til að lifa líf- inu til fulls og aldraðir Íslendingar, ef það má á annað borð kalla þá því nafni. Það er nefnilega svo að aldr- aðir landsmenn eru ekkert endilega lengur gamlir.  Mesta áskorunin verður þó sú að tryggja þeim hluta aldraðs fólks, sem sannarlega er orðið gamalt, við- unandi úrræði á hjúkrunarheimili. Ein ríkasta þjóð í heimi getur ekki hagað sér með þeim hætti að hún hafi ekki efni á því. Aldraðir eru ekki endilega gamlir Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Á næstu áratugum mun það einnig gerast að jafn sjálfsagt verður fyrir aldraða Íslendinga að komast yfir 110 árin og það þótti fyrir þá að verða 100 ára fyrir aldar- fjórðungi. Sigmundur Ernir Rúnarsson sigmundur @frettabladid.is ÚT FYRIR KASSANN 29. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.