Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 41
39 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
(,Stockwell et al., 2003) getur breytileikinn einnig verið mikilvægur þegar til skamms
tíma er litið (Conner; 2001) þar sem þróunin getur einnig átt sér stað yíir styttri tímabil
(yfirlit í Reznick og Ghalambor, 2001; Stockwell et al., 2003). Sem dæmi má nefna getur
stofn sem hefur yfir að ráða miklum breytileika viðhaldið meiri stofnstærð í breytilegu
umhverfi (sjá mynd 1B), þar sem hver undirhópur stofnsins er aðlagaður að mismunandi
umhverfi án þess þó að hópamir séu fullkomlega aðskyldir í rúmi (Ellstrand og
Antonovics, 1985), komist af þrátt fyrir breytingar á umhverfisþáttum (Den Boer et al.,
1993; Schemske et al., 1994) eða haft meiri getu til að nema land (Martins ogJain, 1979;
Bergerson og Wool, 1986). Einnig þykir ljóst að erfðabreytileiki í genum sem gegna
mikilvægu hlutverki í ónæmisviðbragði geti varið stofna gegn breyttu sjúkdómsálagi
(sjá mynd 1C) (O’Brien og Evermann, 1988; Fiedler og Kareiva, 1998; Hughes og
Boomsma, 2004).
CCR5 genið, HIV veiran og N’Dama nautgripir
En em þá til einhver dæmi um erfðabreytileika? Fyrirliggjandi er þónokkur fjöldi dæma
um mikilvæga erfðabreytileika með þekkt hlutverk eða áhrif á þá einstaklinga sem bera
rétta breytileikann.
Eitt slíkt dæmi er 32 basapara úrfelling í geni sem skráir fyrir chemokín viðtakanum
CCR5, kallast samsætan CCR5-A32. CCR5 viðtakinn er aukaviðtaki fyrir HIV-1
veimna, aðalviðtakinn er CD4, og án þessara tveggja viðtaka kemst veiran ekki inní
frumuna. Fyrrgreind úrfelling hefur því í för með sér aukna vöm gegn HIV smiti, auk
þess sem hún hægir á framgangi sjúkdómsins í HIV smituðum einstaklingum (Hedrick
og Verrelli, 2006). Það sem er áhugavert í þessu er að meðan tíðni þessa breytileika hjá
mönnum er frá 4% (Grikkland) og uppí 16% (í nokkmm löndum Norður Evrópu) þá
hefur 24 basapara úrfelling í CCR5 geninu í öpum af tegundinni Cercocebus torquatus
(á ensku „red-capped mangabeys“) náð 87% tíðni og í Cercocebus atys (á ensku
„sooty mangabeys“) náttúmlegum hýsli SIV (simian immundoeficiency vims) er slökt
á tjáningu CCR5 gensins (e. downregulated) í CD4+ T-fmmum (sem era markframur
veirannar) (Veazey et ai, 2003). Þama virðist því sem að erfðabreytileikar sem veita
vöm gegn SIV veiranni í öpum hafi náð allhárri tíðni í stofnum þessara apa vegna
jákvæðra áhrifa á lífslíkur þeirra einstaklinga sem þær bára.
Annað mjög áhugavert dæmi um eftirsóknarverðan erfðafjölbreytileika má finna í
N’Dama nautgripakyninu en það er ættað frá vestur Afríku, nánar tiltekið frá Fouta-
Dj allon hálendinu í Gíneu. Þar sem nautgriparækt er mikilvægur þáttur í landbúnaði Afríku
hefúr tsetse flugan valdið miklu usla en hún flytur með sér sjúkdómsvaldandi sníkjudýr,
Trypanosoma congolense og Trypanosoma vivax, sem valda „trypanomiasis"
(svefnsýki) í nautgripum. Sá sjúkdómur veldur miklum búsifjum hjá þeim Qölmörgum
smábændum sem treysta fyrst og fremst á nautgriparækt sér til viðurværis. N'Dama
nautgripakynið er, ólíkt innfluttum kynjum, þolið gegn þessum sýkingum og má segja
sem svo að það sé í raun aðlagað að þessum aðstæðum. Þetta dæmi er jafnan notað til að
undirstrika mikilvægi þess að viðhalda staðbundnum búijárkynjum og erfðabreytileika
sem þau kunna að búa yfir.