Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 352
350 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
vatnalífríki í grein eftir Harald R. Ingvason o.fl. (2007).
Gróið votlendi er ríkjandi landgerð á Mýrum með blautum flóa, mýrlendi og fjölda vatna
og tjama. Langflest vötnin em grann (meðaldýpi < 1 m) og botn efjukenndur þannig að
set rótast auðveldlega upp þegar vind hreyfir. Jarðvegur er fremur þunnur á Mýrum og
grannt á fast berg sem er að mestu leyti þétt og lítt lekt blágrýti frá síð-tertíer (Haukur
Jóhannesson & Kristján Sæmundsson 1998). Þar eð land er mjög flatt á Mýrum, sem og
að flest vötn þar eru án afrennslis á yfirborði, má fastlega ætla að viðstöðutími vatns sé
almennt langur, líklega margir mánuðir, vegna lítils vatnsflæðis (Freysteinn Sigurðsson
o.fl. 2006). Þetta ræðst þó mikið af tíðarfari, einkum úrkomu.
1. tafla. Vatnafræðileg einkenni vatna sem rannsökuð eru m.t.t. eðlis- og efnaþátta vegna
Mýraelda 2006. Vötnum á hvoru svæði er raðað frá vinstri til hægri eftir minnkandi
fjarlægð frá sjó. Rennslismælingar voru gerðar 20.07.2006 í útfalli Brókar- og
Skíðsvatns.
Óbrunmð svæði Brunnið svæði
Brókarvatn Fúsavatn Hólsvatn Sauravatn Skíðsvatn Steinatjörn
Hæð y. sjó (m) 35 10 14 35 25 10
Flatarmál (km2) 0.46 0.35 1.40 0.84 0.22 0.55
Meðaldýpi (m) 1.2* 0.8 0,8 0.5 0.8 1.0
Mesta dýpi (m) 4.0* 1.0 1.5 0.6 1,5 1.5
Rúmmáí (Gl) 0,6 0.3 1.1 0.4 0,2 0,6
Afrennsli (1/s) 13,1 Nei Nei Nei 7,5 Já
* Hákon Aðalsteinsson 1989.
Fyrsta sýnatakan sumarið 2006 fór fram 20. júní, tæpum þremur mánuðum eftir branann.
Sýnatökur í júlí og ágúst fóra fram samdægurs í öllum vötnum, en í júní leið um hálfur
sólarhringur á milli sýnatöku á óbrannu og brannu svæði. Vatnssýni vora tekin með því
að stútfylla 1,0 1 plastflösku á 20-40 cm dýpi úti fyrir miðju vatni í hverri vettvangsferð.
Fyrir sýnatöku vora ílátin skoluð á staðnum með vatni. Sýni vora höfð í 2-4 klst. í
kælikassa þar til þau vora fryst (-20°C). Efnagreining á ósíuðum sýnum fór fram hjá
Norsk Instutt for Vattenforskning (NIVA) í Osló. Alls voru 20 efnabreytur mældar en
hér verður aðeins getið hluta niðurstaðna. Upplýsingar um mæliaðferðir og nákvæmni
má finna í fjölriti NIVA (NIVA 2004). Samhliða vatnssýnatöku fóru fram mælingar á
vatnshita (± 0,1°C), sýrastigi (pH ± 0,01) og rafleiðni (± 0,1 pS/cm) og til þess notaður
ijölþáttamælir af gerðinni YSI Model 63. Mæliniðurstöður á rafleiðni era leiðréttar
fyrir 25°C. Sýnataka og mælingar fóra jafnan fram milli kl. 10 og 16. Sýnataka árið
1997 fór fram með sama hætti og 2006 og þá sá NIVA jafnframt um efnagreiningu.
Mæliniðurstöður era birtar sem meðaltöl (± staðalskekkja) nema annað sé tekið fram.
Niðurstöður
Hvað eðlisþætti áhrærir (2. tafla) var basavirkni marktækt hærri í vötnunum á brunnu
svæði en óbrannu (t = -3,54, ft. = 16, P = 0,003) og var svo í júní (/ = -4,75, ft. = 4,
P = 0,009) og ágúst (í = -5,74, ft. = 4, P = 0,005), en ekki í júlí (í = -2,23, ft. = 4, P =
0,090). Sömu tilhneigingar gætti í rafleiðni sem var hærri á brannu svæði en óbrunnu,
en munurinn var tæplega marktækur (t = -1,91, ft. = 16, P = 0,074). Bæði rafleiðni og
basavirkni jukust í nær öllum vötnunum eftir því sem leið á sumarið (1. og 2. mynd).