Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 231
229 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
Kostnaður við flýtingu sauðburðar og/eða haustbötun. Til þess að líkanið geti birt
einhverjar niðurstöður sem vit er í þarf það að taka tillit til kostnaðar við frávik frá
„hefðbundnu” framleiðslukerfi. Varðandi þann enda þess sem snýr að vorinu eru tvær
dagsetningar aðalbreytumar; annars vegar meðalburðartími fjárins, og hins vegar
hvenær græn grös geta tekið við af innifóðrun. I öllum tilvikum er gert ráð fyrir að fé
þurfi að vera inni eina viku eftir burð, en allt fram yfir það reiknast sem aukakostnaður
vegna framleiðslukerfisins. Ef t.d. meðalburðartími er 5. maí en fé kemst ekki á græn
grös fyrr en 20. maí er um að ræða aukakostnað vegna 8 fóðrunardaga á hverja kind.
í þeim dæmum sem verða rakin hér á eftir er gert ráð fyrir að hver ær fái þama eftir
burðinn 200 g/dag af kjamfóðri sem kostar 45 kr/kg og 1,7 Fem/dag af heyi sem reiknast
á 10,60 kr/Fem sem er breytilegur kostnaður við heyframleiðslu samkvæmt niðurstöðum
fyrir sauðljárbú í búreikningum 2005 (Hagþjónusta landbúnaðarins 2006), framreiknað
skv. verðlagsbreytingum. Að öðra leyti en þessu er gert ráð fyrir að heildarfóðurþörfin
bæði hvað varðar magn og gæði sé sú sama óháð burðartíma, þar sem gert er ráð fyrir
að ef á að láta æmar bera fyrr séu þær teknar sem því nemur fyrr inn að haustinu til að
tryggja góðan undirbúning fyrir fengitíðina. Ekki er gert ráð fyrir aukinni fjárfestingu í
húsnæði vegna flýtingar á sauðburði, en farið var í gegnum dæmi sem tók á slíku í fyrri
grein (Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjömsson, 2005).
Varðandi haustbötun er gert ráð fyrir kostnaði við ræktun vetrarrepju sem nemur alls um
35.000 kr á hektara. Gert er ráð fyrir að uppskeran sé 6000 Fem/ha, hvert lamb þurfi 1,5
Fem/dag og að nýting repjunnar til beitar sé 70%. Þetta þýðir að beitardagar á hektara
em 2800 talsins, sem samsvarar því að hver hektari dygði fyrir 80 lömb í 35 daga eða
fyrir 70 lömb í 40 daga o.s.frv. Þörfin fyrir ræktun repju (í hekturum talið) og þar með
kostnaðurinn við þá ræktun, reiknast út frá fjölda lamba sem teljast þurfa á haustbötun
að halda og uppgefinni tímalengd þeirrar bötunar.
Einnig reiknar líkanið kostnað við innifóðmn sláturlamba sem miðast í eftirfarandi
dæmum við að eingöngu sé notað hey, og eins og áður miðað við breytilegan kostnað
skv. búreikningum 2005, og að hvert lamb éti sem nemur 1 Fem/dag, en ekki er varlegt
að reikna með meira heyáti en svo á þessum tíma skv. niðurstöðum innieldistilrauna
(Jóhannes Sveinbjömsson o.fl., 2003 & 2004).
Bústofn. Settar em inn forsendur um bústofn, þ.e. fjöldi áa og lambgimbra, frjósemi,
vanhöld og ásetningsþörf. Út frá þessu reiknar líkanið fjölda mögulegra sláturlamba af
hvom kyni fyrir sig.
Vinnuaðferð. Líkanið í þeirri mynd sem notuð er hér gerir ráð fyrir að lömbum búsins sé
slátrað í allt upp í þrennu lagi. Slátmn 1 getur verið frá viku 31 (í lok júlí) og fram að viku
38 (15. - 20. sept.), þ.e. fyrir hefðbundna sláturtíð. Slátmn 2 er í hefðbundinni sláturtíð,
einhvern tíma ffá og með viku 39 til og með 43. Slátrun 3 er eftir hefðbundna sláturtíð,
vikur 44-50 (fram í miðjan des.). Hægt er að velja sláturviku innan þessara tímabila fyrir
hverja slátmn. Vaxtarhraði er gefinn upp eftir tímabilum, þ.e. frá fæðingu fram að slátrun
1, ifá slátrun 1 til slátmnar 2 og frá slátmn 2 til slátmnar 3. Fyrir hvern sláturtíma þarf
að gefa upp lágmarksfallþunga á lömbum sem miðað er við að fari í slátmn í það skiptið,
fyrir hvort kyn um sig. Reiknar líkanið þá út hve mörg lömb af hvoru kyni em tilbúin til
slátmnar, hver meðalfallþungi þeirra er, sem og dreifingu í fallþunga- og gæðaflokka.