Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 304
302 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
gróðurflokkun Nytjalands er tilraunasvæðið að mestu leyti rýrt mólendi (Lbhí 2007) og
rofkortlagning svæðisins sýnir talsvert dílarof (rofflokkur 3) (Ólafur Amalds ofl. 1997).
Gróðurfarið einkenndist af fjalldrapa, holtasóley, hálfgrösum (móasef og þursaskegg)
og grösum, en einnig var nokkuð um fjölbreyttar blómjurtir á svæðinu. Jarðvegur á
svæðinu er brúnjörð og blautjörð (Brown & Hydric Andosols, Ólafur Amalds og Einar
Grétarsson 2001). A veðurstöðinni á Bergstöðum, sem er um 8,5 km norður af Þröm, var
meðalúrkoma 466 mm á ári og ársmeðalhiti 3°C fýrir tímabilið 1982-2002 (Veðurstofa
íslands 2007). A því árabili var meðalhitijúlímánaðar 9,9°C og meðalhitijanúarmánaðar
-1,8°C. Síðustu ár hafa verið nokkuð hlýrri en þetta tímabil. Ársmeðalhiti 2003, 2004
og 2005 á Bergstöðum var 4,7°, 4,3° og 3,5°C en meðalhiti júlímánaðar 10,9°, 11,7° og
10,9°C (Veðurstofa íslands, 2007). Veðurgögn fyrir árið 2006 liggja ekki fýrir, skv. vef
Veðurstofu íslands.
Um 60-70 hrossum var beitt á landið í nóvember og desember ár hvert. Sauðfjárbeit var
hverfandi eða innan við 10 kindur yfir sumarið.
Tilraunaskipulag
Tilraunareitir voru lagðir út í apríl 2003. Stærð hvers meðferðarreits var 12 m x 50 m og
var 3 m bil á milli aðliggjandi reita. Lagðar voru út fjórar endurtekningar með níu reitum
í hverri, eða alls 36 reitir, og var meðferðum dreift tilviljanakennt á reiti innan hverrar
endurtekningar (Anna María Ágústsdóttir o.fl. 2004).
Prófaðar voru níu mismunandi samsetningar af jarðvinnslu- og uppgræðslumeðferðum.
Jarðvinnsluaðferðimar vora 1) tæting með tindaherfi, 2) þjöppun með jarðýtu og 3)
óhreyfð viðmiðun. Til þjöppunar var notuð 15 tonna jarðýta með um 0,8 m beltabreidd.
Hæfileg þjöppun náðist með einni umferð yfir hvem reit. Við tætinguna var notað
tindaherfi með um 3 m vinnslubreidd. Farin var ein umferð yfir reitina og var vinnsludýpt
tætarans á bilinu 0,12-0,20 m. Uppgræðslumeðferðimar vom áburðargjöf með og án
dreifingu fræja af túnvingli og vallarsveifgrasi og viðmiðun án áburðar og grasfræs.
Tilraunareitimir voru tættir og þjappaðir 14. og 15. maí 2003, en sáð var og borið
á viku síðar, þann 22. maí. Tímasetning aðgerða var valin með hliðsjón af því að
jarðvinnslutæki kæmust um svæðið án vandræða og að jarðvinnslan heppnaðist sem
skyldi. Til að hæfileg þjöppun yrði mátti jörð hvorki vera of blaut né of þurr. Fylgst var
með því hvenær allt frost væri farið úr jörðu og grunnvatn væri farið að síga þannig að
belti jarðýtunnar bældu eingöngu þúfumar en ekki rásimar á milli þeirra.
Áburðargjöf árið 2003 var 300 kg ha'1 og árið 2004 150 kg ha Áburður innihélt 26%
N, 6,1% P, 1,5% Ca og 1% S. Sáð var fræblöndu af túnvingli (Festuca rubra, Reptans og
vallarsveifgrasi (Poa pratensis, Sobra og Primo), um 25 kg/ha.
Mælingar
Tilraunareitirnir voru mældir um mánaðarmótin ágúst-september 2003, 2004 og 2006.
Heildarþekja gróðurs og þekja einstakra tegundahópa vora metin í tíu 1 m2 mælirömmum
í hverjum tilraunareit, eða alls 360 römmum. Grófleiki jarðvegsyfirborðs var kannaður
annars vegar með því að mæla mesta hæðarmun innan hvers mæliramma og hins vegar