Fræðaþing landbúnaðarins - 16.02.2007, Blaðsíða 550
548 • Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007
mælingunum.
Gróðurúttekt sem gerð er sama sumar og uppgræðsluaðgerðir hefjast gefur einkum
hugmynd um hvaða tegundir taka við sér eftir sáningar og áburðargjöf. Hér fengust einnig
vísbendingar um hvað af staðargróðrinum hafði lifað af í svarðlaginu sem varðveitt var
og í jarðvegsblöndunni. Það er enn of snemmt að draga ályktanir af þessari tilraun um
árangur þess að skilja svarðlagið frá og nýta það við frágang og uppgræðslu malamáma.
Fyrstu niðurstöður benda til þess að einhver ávinningur geti verið af því að halda
svarðlaginu sér, miðað við að blanda því við moldina. Sá ávinningur kom þó einungis
fram í mismunandi gróðurþekju (1. mynd) en ekki tegundasamsetningu (2. tafla). Þetta
kemur ekki á óvart því gróðurframvinda er almennt hæg á norðlægum slóðum (Forbes
og Jefferies 1999) og reikna má með að gróður í tilraunarreitunum eigi eftir að ganga
í gegnum nokkur breytingarstig (Tilman 1987) áður en náttúrulegur grenndargróður
þróast þar, ef það gerist á annað borð. Þessar fyrstu niðurstöður gefa því ekki endilega
rétta mynd af langtímaáhrifum uppgræðsluaðgerðanna. Það verður fróðlegt að fylgjast
með gróðurframvindunni á næstu ámm.
Þakkir
Bergþór Kristleifsson gaf góðfuslega leyfi fyrir afnotum af landi sínu. Haukur Júlíusson
og Arnar Bergþórsson tóku þátt í jarðvegsvinnu við uppsetningu tilraunarinnar.
Brita Berglund, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Þómnn Pétursdóttir unnu að
gróðurmælingum haustið 2006 og Margrét Jónsdóttir sá um innslátt gagna. Að auki
aðstoðuðu aðrir starfsmenn Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskóla Islands við
verkefnið á einn eða annan hátt. Rannsóknin heftir verið styrkt af Rannsóknasjóði
Vegagerðarinnar 2005 og 2006. Við þökkum öllum þessum aðilum fyrir þeirra framlag.
Heimildir
Farmer, R. E., Cunningham, M. & Bamhill, M. A., 1982. lst Year Development of Plant-Com-
munities Originating from Forest Topsoils Placed on Southem Appalachian Minesoils. Joumal of
Applied Ecology 19: 283-294.
Forbes, B. C. & Jefferies R. L., 1999. Revegetation of disturbed arctic sites: constraints and ap-
plications. Biological Conservation 88: 15-24.
Guðmundur Arason, Gunnar Bjamason, Bjöm Stefánsson o.fl. 2002. Námur. Efhistaka og frágan-
gur. Embætti veiðimálastjóra, Hafrannsóknarstofnun, Iðnaðarráðuneytið, Landgræðsla ríkisin,
Landsvirkjun, Náttúmvemd ríkisins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Siglingastofnun Islands,
Umhverfisráðuneytið, Vegagerðin og Veiðimálastofnun, 75 bls.
Moynahan, O.S., Zabinski, C.A. & Gannon, J.E., 2002. Microbial community stmcture and car-
bon-utilization diversity in a mine tailings revegetation study. Restoration Ecology 10: 77-87.
Perrow, M. R. & Davy, A. J., ritstjórar, 2002. Handbook of Ecological Restoration. Volume 2.
Restoration in Practice. Cambridge Univeristy Press, Cambridge.
Tilman, D., 1987. Secondary succession and the pattem of plant dominance along experimental
nitrogen gradients. Ecological Monographs 57: 189-214.
Wali, M. K., 1999. Ecological succession and the rehabilitation of disturbed terrestrial ecosys-
tems. Plant and Soil 213: 195-220.