Bændablaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 20212 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - sími 553 1545 369.750 kr. Tilboðsverð 697.500 kr. Tilboðsverð 449.400 kr. Tilboðsverð 34 mm 34 mm44 mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar Afar einfalt er að reisa húsin okka r Uppsetning teku r aðeins einn da g BREKKA 34 - 9 fm STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44 fm 25% afsláttur 25% afsláttur 30% afsláttur TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! TIL Á LAGER VANTAR ÞIG PLÁSS? Aðalfundur framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu afurða: Skorað á stjórnvöld að hefja strax vinnu við aðgerðaráætlun vegna lífrænnar ræktunar – Samþykkt aðild að Bændasamtökum Íslands í breyttri mynd Aðalfundur VOR (félags bænda í lífrænum búskap og fullvinnslu afurða) hélt aðalfund sinn 15. apríl. Var samþykkt að VOR myndi eiga aðild að Bændasamtökum Íslands í þeirri breyttu mynd af félagskerfi sem samþykkt var á Búnaðarþingi í mars. Á fundinum var samþykkt áskorun til stjórnvalda að hefja þegar í stað vinnu við aðgerð­ aráætlun vegna lífrænnar rækt­ unar. Í ályktuninni kemur fram að Ísland sé verulega á eftir þeim lönd- um sem það ber sig saman við, hvað varðar þróun lífrænnar ræktunar og skort hefur verið á að til væri aðgerð- aráætlun sem fylgt væri stig af stigi. „Slíkar áætlanir hafa reynst vel í nágrannalöndum okkar og lífræn ræktun blómstrar þar. Í þeirri þróun sem hafin er í Evrópu er hætt við að hefðbundin íslensk framleiðsla sitji eftir og verði undir í samkeppni við innflutt matvæli. Í nýsamþykktri matvælastefnu er lögð áhersla á öryggi og heilnæmi matvæla og sjálfbærni framleiðsl- unnar. Ekkert er betur til þess fallið að standast þessi viðmið en lífræn ræktun og framleiðsla.“ Eygló áfram formaður Að sögn Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur, formanns VOR, þarf ekki að gera breytingar á samþykktum félagsins vegna breytinga á félagskerfi bænda, því það verði áfram sjálfstætt félag með aðild að Bændasamtökum Íslands. Hún segir að kosið hafi verið um nokkur stjórnarsæti á fundin- um samkvæmt samþykktum. Stjórn skipa áfram þau Eygló, Guðmundur Ólafsson, Kristján Oddsson og Guðfinnur Jakobsson. Nýr aðal- maður í stjórn er Eiður Eyþórsson, sem starfar á Sólheimum, en Karen Jónsdóttir hverfur úr stjórn. Eygló verður áfram formaður, Guðmundur ritari og Kristján gjaldkeri. Skorað á stjórnvöld að banna alla útiræktun erfðabreyttra lífvera Önnur ályktun var samþykkt á fund- inum um útiræktun á erfðabreyttum plöntum. Þar er skorað á stjórnvöld að leggja bann við allri útiræktun erfðabreyttra lífvera til næstu fimm ára. „Ræktun erfðabreyttra plantna utandyra felur í sér áhættu fyrir um- hverfið, aðra ræktun og veikir grund- völl og ímynd matvælaframleiðslu sem byggir á gæðum og heilbrigði umhverfis,“ segir í áskoruninni. Telur VOR að miðað við núver- andi lagaramma og ferli við leyfis- veitingar, séu mörk milli tilrauna og markaðssetningar það óljós og þekking á áhrifum sleppingar svo takmörkuð hér á landi, að tilefni sé til að leggja bann við allri útirækt- un erfðabreyttra lífvera á Íslandi. Slepping sé ekki réttlætanleg þar sem hægt er að rækta umræddar lyfja- plöntur með öruggum hætti undir þaki án þess að ímynd og umgjörð landbúnaðar og matvælaframleiðslu sé lögð að veði. Áburðarmálin í brennidepli IFOAM Í kjölfar aðalfundarins var efnt til málþings sem haldið var með fjar- fundarfyrirkomulagi, sem hægt er að nálgast í gegnum Facebook-síðu VOR. Þar talaði Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, um Bændasamtök Íslands í breyttri mynd, Hildur Harðardóttir frá Umhverfisstofnun um lífræn mat- væli – Svaninn og opinber inn- kaup, Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, um lífræna sauð- fjárrækt – áskoranir og tækifæri, dr. Ólafur R. Dýrmundsson sagði fréttir frá Evrópuhópi IFOAM – þar sem áburðarmál eru í brennidepli – og loks flutti Guðmundur Tómas Axelsson erindi um lífrænt Ísland árið 2021 – hugmyndir til stafrænnar miðlunar, en hann kemur frá WebMo Design. /smh Eygló Björg Ólafsdóttir verður áfram formaður VOR, félags bænda í líf- rænum búskap og fullvinnslu afurða. Mynd / Aðsend Svínabændur sameinast Bændasamtökum Íslands – Vilja stóraukna akuryrkju til að treysta fæðuöryggið Félag svínabænda hélt aðalfund sinn með fjarfundarbúnaði 30. apríl. Var samþykkt samhljóða að sameinast Bændasamtökum Íslands í nýju félagskerfi bænda. Þá var samþykkt ályktun um að hvetja stjórnvöld til að stórauka fjármagn til innlendrar akuryrkju á næstu árum, í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Bændasamtök Íslands. Ingvi Stefánsson, á Teigi í Eyjafirði, verður áfram formaður félagsins og með honum í stjórn þeir Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís og Sveinn Jónsson frá Síld og fisk. Treysta fæðuöryggi landsins Í ályktuninni kemur fram að með því að stórauka fjármagn til akuryrkju megi treysta fæðuöryggi landsins. „Svínabændur bæði geta og vilja gegna lykilhlutverki í þeirri sókn sem nauðsynlegt er að eigi sér stað til að stuðla að auknu fæðuöryggi á Íslandi,“ segir í ályktuninni. Í greinargerð með ályktuninni er vitnað til orða Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra vegna útgáfu skýrslu LbhÍ um fæðuöryggi, frá því í febrúar síð- astliðnum, en skýrslan var unnin að beiðni atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins. „Um leið sýnir skýrslan fram á mikilvægi þess að móta stefnu um hvernig tryggja megi fæðuöryggi þjóðarinnar. Með slíkri stefnu þarf að setja markmið um getu innlendrar matvælafram- leiðslu til að takast á við skyndilegar breytingar á aðgengi að innfluttri matvöru og aðföngum til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar,“ sagði Kristján Þór. „Félag svínabænda tekur heils hugar undir þessi orð ráðherra. Einnig hafa stjórnvöld gefið það út að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi árið 2040 og frumvarp sem lögfestir þau markmið liggja fyrir Alþingi. Innlend akuryrkja getur átt þar hlutverk sé rétt haldið á málum. Það er þó ljóst að íslensk akur- yrkja þarf aukinn stuðning til að geta vaxið og dafnað á næstu árum. Helsta ástæðan fyrir því að innflutt korn er ódýrara en íslenskt er að stuðningur við framleiðslu korns er meiri á flatareiningu lands í löndum Evrópusambandsins og að uppskera þar er víðast hvar meiri en á Íslandi. Í því samhengi má nefna að allur landbúnaður innan ESB sem er stundaður norðan 62° breiddargráðu er skilgreindur sem landbúnaður stundaður á svæðum með náttúrulegar takmarkanir. Þessi svæði njóta aukins stuðnings. Því er þörf á viðvarandi kynbótastarfi hér á sviði nytjaplantna til þess að brúa uppskerubilið svo að íslensk akuryrkja verði samkeppnishæfari. Þegar akuryrkja hefur náð ákveðinni stærð dregur úr þörf á stuðningi þar sem að stærðarhagkvæmni í þessum geira er mikil. Því þarf framsækna aðgerðaráætlun sem kemur inn- lendri akuryrkju á þann stað,“ segir í greinargerð Félags svínabænda. Félagi svínabænda ekki slitið Að sögn Ingva verður Félagi svínabænda ekki slitið en starfsemi samtakanna færist undir Bændasamtök Íslands. Sjóðir og eignir Félags svínabænda verða áfram á kennitölu þess og stjórnin, sem jafnframt er stjórn búgreinadeildarinnar, hefur umsjón með þeim. /smh Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda. Mynd / HKr. Reglugerð sem heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar – Krafa verður um heilbrigðisskoðun dýralæknis á staðnum í boði stjórnvalda Kristján Þór Júlíusson, sjávar­ útvegs­ og land búnaðar ráðherra, hefur undirritað reglugerð sem heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar. Í reglugerðinni er skilyrt að dýra­ læknar sinni heilbrigðisskoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður þess greiðast úr ríkis­ sjóði. Reglugerðin kemur í kjölfar til- raunaverkefnis um heimaslátrun sem atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytið stóð fyrir síðastliðið haust í samstarfi við Landssamtök sauðfjárbænda. Bændur stóðu þar sjálfir að sýnatökum. Reyndust gildi gerlamagns í góðu lagi og sýrustig var einnig að mestu leyti undir við- miðunarmörkum. Heilbrigðisskoðun dýralækna á staðnum Gerðar voru tilraunir með fjareftirlit dýralækna í tilraunaverkefninu en tiltekin tæknileg vandamál komu upp og því er í nýju reglugerðinni kveðið á um að opinberir dýra- læknar sinni heilbrigðisskoðunum á staðnum, bæði fyrir og eftir slátrun. Helstu atriði reglugerðarinnar: • Sérstakar undanþágur vegna slátrunar og stykkj- unar í samræmi við kröfur Evrópuregluverksins, s.s. lág- markskröfur til húsnæðis og aðstöðu. • Kveðið er á um kröfur við af- lífun, hollustuhætti við slátrun, innra eftirlit og förgun auka- afurða dýra. • Til að auðvelda bændum að nýta sér þessa heimild þá hefur Matvælastofnun útbúið leið- beiningabækling á grundvelli reglugerðarinnar þar sem skýrð eru út helstu skilyrði sem gerð eru til slátrunar og stykkjunar í litlum sauðfjár- og geitaslát- urhúsum. Liður í aðgerðaráætlun fyrir landbúnaðinn Reglugerðin er einnig liður í að- gerðaráætlun til eflingar íslensks landbúnaðar í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Með því að gera bændum kleift að framleiða og selja afurðir beint frá býli má styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu sláturtíð. Með þessu er einnig stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþró- un, varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matæla. /smh Slátrarateymið á Vaðbrekku sem tók þátt í tilraunaverkefninu um heimaslátrun: Brynjólfur Júlíusson, Sigurður Aðalsteinsson, Aðalsteinn Hákonarson og Aðalsteinn Sigurðsson, bóndi á Vaðbrekku. Mynd / Hjörtur Magnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.