Bændablaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 202132
LÍF&STARF
Kjötmjölsverksmiðjan Orku
gerðin ehf. í Flóahreppi (gamla
Hraungerðishreppi), er afsprengi
verksmiðjunnar Kjötmjöls ehf.
sem tók til starfa undir lok sept
ember 2000. Verksmiðjan er nú
á góðum skrið undir stjórn Ólafs
Wernerssonar framkvæmdastjóra
sem sér m.a. mikil tækifæri í
vinnslu próteins í lífrænan áburð
úr hráefni eins og fiðri af slátur
fuglum.
Starfsmenn Orkugerðarinnar eru
að jafnaði þrír til fjórir. Ólafur stað-
festi í samtali við Bændablaðið að
starfsemin væri farin að ganga vel.
Húsnæði fyrirtækisins, sem er
stálgrindarhús, er um 800 fermetrar
að stærð en auk þess tilheyrir um 40
fermetra ketilhús fyrirtækinu.
Afkastageta verksmiðjunnar er
um 2 tonn á klukkustund, eða allt að
7.500 tonn á ári. Hún tekur við dýra-
og sláturúrgangi og getur einnig
tekið við öðrum lífrænum efnum.
Þar er þó ekki tekið við hræjum
af dýrum sem drepist hafi vegna
sjúkdóma, eins og vegna riðuveiki.
Fiðrinu umbreytt
í prótein í áburði
Fyrir utan vinnslu Orkugerðarinnar
á sláturdýrum og afskurði frá
kjötvinnslum, þá hefur fiðri frá
Reykjagarði verið breytt í mjöl með
góðum árangri. Einnig varphænum
sem ekki fara til manneldis. Þá er
nýverið búið að gera samning við
Nesbúið um að varphænur frá þeim
séu teknar í vinnsluna þegar verið er
að skipta um hænur í búinu.
„Þannig voru t.d. um 20 tonn
af hænum frá Nesbúinu teknar til
vinnslu í vikunni fyrir páska og gekk
það glimrandi vel,“ segir Ólafur.
Ólafur leggur þó áherslu á að
sóttdauð dýr eða hænur sem drep-
ist hafi vegna sýkinga séu alls ekki
teknar í mjölvinnsluna.
Hann segir að um 120 tonn af
hænum falli til hjá Nesbúinu á ári
sem þurfi að farga. Eitthvert álíka
magn fellur til hjá Reykjagarði.
Þessar hænur hefðu að öllu jöfnu
verið urðaðar en eru nú nýttar í
framleiðslu á mjöli til áburðar.
Draumurinn að reisa aðra
fullkomnari verksmiðju
„Framtíðardraumurinn er að setja
hér upp aðra verksmiðju. Núverandi
verksmiðja er af því sem kallað
er „katagoria tvö“ (annars stigs
verksmiðja). Það þýðir að við
megum ekki framleiða fóðurefni.
Til að heimilt sé að framleiða fóð-
urmjöl þarf að vinna það í sérstöku
ferli varðandi úrgang í áhættuflokk-
um 2 og 3. Skýrsla sem Matís gerði
sýnir að þannig sé hægt að vinna
það sem þeir kalla fjaðramjöl. Það
verður samt enn betra ef blandað er
í það blóði við vinnsluna og fæst þá
mjög gott prótein sem hægt er að
nýta sem dýrafóður.
Hvort af þessu verður fer eftir því
hvernig málin þróast hér á suðvest-
urhorni landsins varðandi förgun á
fugli og öðrum dýrum.“
Stöðugt er verið að þrengja reglur
varðandi urðun á sláturúrgangi.
Ólafur segir að ný fullkomnari
verksmiðja við hlið þeirrar sem
fyrir er myndi styrkja mjög
starfsemi Orkugerðarinnar. Það
myndi líka auka möguleika á
vinnslu á sláturúrgangi hér á landi
þannig að ekki þyrfti að frysta
hann og flytja úr landi til vinnslu.
Það minnkar einnig kolefnisspor
matvælaframleiðslunnar.
Dýrafita nýtt til að
knýja verksmiðjuna
Afurðirnar sem verða til í
verksmiðjunni eru fita sem nýtt er
sem orkugjafi til gufuframleiðslu
í verksmiðjunni í stað svartolíu.
Einnig er umframfitan seld til
Hollands í lífdísilframleiðslu. Aðrar
afurðir eru mjöl eða kögglar í 700 kg
stórsekkjum eða í 25 kg plastpokum.
Vinna úr 400 til 600
tonnum á mánuði
„Við erum að taka við í kringum 400
tonnum af sláturúrgangi á mánuði
yfir vetrarmánuðina. Það eykst um
200 tonn í sláturtíðinni,“ segir Ólafur
Wernersson.
„Nýlega gerðum við tilraun að
beiðni Guðmundar Svavarssonar í
Reykjagarði með að taka fiðrið sem
til fellur við slátrun. Það höfðu verið
vandræði við að losna við það og
það því urðað. Með því að blanda
því saman við kjúklingainnyflin
þá gengur ágætlega að vinna það í
verksmiðjunni hjá okkur. Þarna er
um að ræða um 400 tonn af hráefni
sem annars færi til urðunar.“
Hráefnið soðið til
að drepa bakteríur
„Fiðrið ásamt innyflunum er soðið
í þrjár klukkustundir og þar af í hart
nær klukkutíma undir þrýstingi til
að drepa allar bakteríur. Síðan er
eimað úr þessu allt vatn og keyrt í
gegnum pressu sem aðskilur fitu frá
fastefninu. Fitan fer síðan í tank og
þaðan í gegnum liggjandi skilvindu
sem hreinsar dýrafituna ansi vel sem
er þá í fljótandi formi meðan hún er
í yfir 30 gráðu hita.“
Fluttu út um 1.000 tonn af
dýrafitu á einu og hálfu ári
Þessi fita er síðan notuð til að reka
verksmiðjuna og kynda upp okkar
eigin ketil. Fita sem verður umfram
það sem við þurfum að nota í okkar
rekstur er seld til Hollands þar sem
hún er notuð í lífefnaeldsneyti. Á
einu og hálfu ári erum við t.d. búnir
að flytja út tæp 1.000 tonn af dýrafitu
til lífeldsneytisgerðar,“ segir Ólafur.
Hann segir alveg ljóst að marg-
þættur hagur sé af þessari nýtingu á
dýrafitu til að kynda verksmiðjuna
og til að framleiða lífeldsneyti.
Starfsemi Orkugerðarinnar
nýtist Reykjagarði vel
Guðmundur Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Reykjagarðs, sem
er jafnframt stjórnarmaður í
Orkugerðinni ehf., segist stoltur
af því hvernig hafi tekist til með
fullnýtingu á nær öllu hráefni sem
til felur í kjúklingavinnslunni, eða
rúmlega 99%.
„Það sem ekki nýtist til manneldis
af okkar hráefni fer annars vegar til
Fóðurstöðvar Suðurlands þar sem
unnið er úr því refafóður. Restin
fer í Orkugerðina sem býr til úr
því kjötmjöl sem er síðan nýtt til
landgræðslu og skógræktar. Fitan
úr hráefninu er síðan notuð að hluta
til að knýja verksmiðjuna og til
lífdísilframleiðslu.
Fram til þessa hefur allt fiðrið
af sláturfugli verið urðað, en nú er
farið að nýta það líka sem prótein
í áburðarmjöl. Þannig erum við
að ná rúmlega 99% nýtingu á
öllu því hráefni sem til fellur í
kjúklingavinnslunni hjá okkur.“
Guðmundur segir að þarna sé
Reykjagarður um leið að minnka
kolefnisspor Íslendinga með fram-
leiðslu á mjöli sem nýtt er til jarð-
vegsbindingar og ræktunar skóga
með tilheyrandi kolefnisbindingu.
„Við erum mjög stolt af þessu,“
segir Guðmundur.
Hættu brennslu á svartolíu
Upphaflega var kjötmjöls-
verksmiðjan kynt með svartolíu,
en eftir að kúariðufárið kom upp
í Bretlandi og sala á afurðum frá
verksmiðjunni stöðvaðist var skipt
yfir í brennslu á dýrafitu. Fyrir
tveimur árum var svo tekinn í
notkun mun fullkomnari brennari
til að brenna dýrafitu, þannig að
nú er enginn sjáanlegur reykur
frá verksmiðjunni lengur. Þá var
skipt um sjóðarana í verksmiðjunni
sumarið 2020 auk þess sem legur og
annað í snigli voru endurnýjaðar. Nú
er verksmiðjan nánast eins og ný.
Stöðugt unnið að aukinni
sjálfbærni verksmiðjunnar
„Áður fyrr kostaði það okkur um
20 krónur að eyða hverju kílói af
dýrafitu sem við gátum ekki brennt.
Nú erum við hins vegar að fá
greiddar á milli 30 til 50 krónur fyrir
hvert kg af fitu. Þannig hefur þetta
orðið til þess að draga úr kostnaði
við förgun sláturúrgangs og um leið
að auka sjálfbærni verksmiðjunnar.
Það eina sem við eigum eftir að
gera til að verksmiðjan sé 100%
sjálfbær, er að setja upp gufutúrbínur
til að nýta varmaorkuna frá verk-
smiðjunni. Gufan sem verður til við
suðuna er í dag kæld með andrúms-
lofti, en það mætti t.d. nýta hana til
að skerpa á hitaveituvatni.
Nú með vorinu er ætlunin að
koma upp kæliturni með hitaspíral
þannig að við getum allavega flutt
útblástursvarmann yfir í neysluvatn
verksmiðjunnar.“
Ólafur segir að til að hægt sé að
nýta þessa varmaorku inn á hita-
veitukerfið sem liggur inn í verk-
smiðjuna og fær orku frá jarðhita-
veitu, þyrfti hringrásarkerfi á hita-
veituna og mögulega varmaskipti.
Kjötmjölið nýtt í áburð
til landgræðslu
„Kjötmjölið má ekki nota í annað en
áburð þar sem þarmainnihald slátur-
dýra er nýtt með í vinnsluferlinu. Það
er því Landgræðslan, Skógræktin,
Landsvirkjun og Hekluskógar sem
taka mest af okkar afurðum.
Mér skilst þó að bændur í lífrænni
ræktun sem og aðrir bændur megi
orðið nota mjölið frá okkur. Þó
eru þær hömlur á því að ef nota á
áburðinn á tún eða beitarland, þá
verði að vera búið að bera á það
fyrir 1. nóvember árið á undan, síðan
má byrja að beita á viðkomandi
beitarland 1. apríl.“
Ólafur segir að þessar
tímasetningar hafi verið gagnrýndar,
m.a. vegna þess að sláturtíð á Íslandi
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar í Flóahreppi, við
sjóðarann í verksmiðjunni. Mynd / Orkugerðin
Orkugerðin er staðsett skammt ofan við þjóðveginn austan við Selfoss.
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
Orkugerðin ehf. í Flóahreppi umbreytir sláturúrgangi í dýrmætan áburð til uppgræðslu:
Draumurinn að byggja nýja verksmiðju
sem breytir fiðri í próteinríkt dýrafóður
– segir Ólafur Wernersson framkvæmdastjóri sem telur mikil tækifæri leynast í rekstrinum
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á verksmiðjunni á undanförnum árum
og ekki vantar mikið á að hún geti verði 100% sjálfbær í orkunotkun.
Mynd / Orkugerðin