Bændablaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 202122
LÍF&STARF
Allar nánari upplýsingar
veita starfsmenn
Ríkiskaupa í síma 530 1400
eða í gegnum netfangið
fasteignir@rikiskaup.isBorgartúni 7c, 105 Reykjavík | Sími 530 1400 | www.rikiskaup.is
AUGLÝSA EFTIRFARANDI EIGN TIL SÖLU:
EFRI-HRAUNBÆR, 881 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR - JÖRÐ
Um er að ræða ríkisjörðina Efri-Hraunbæ. Jörðin er staðsett í
Álfta veri, austan við Mýrdalssand í Skaftárhreppi og er aðkoma að
jörðinni af Suðurlandsveg (1) um Álftaversveg (211). Jörðin er vel
staðsett stutt frá þjóðvegi 1 og þaðan er falleg fjallasýn og útsýni
yfir Álftaver.
Land jarðarinnar er 239 ha. og þar af er ræktað land talið vera um
20 ha.
Húsakostur jarðarinnar, mannvirki og girðingar eru almennt talin
vera í slöku eða lélegu ástandi og þarfnast mikils viðhalds og
endurbóta.
Leitað er eftir tilboðum. Seljandi áskilur sér rétt til að hafna öllum
tilboðum.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa: www.rikiskaup.is.
Verð: Tilboð óskast. Tilboð verða opnuð 20. maí 2021, kl. 13:00.
Ný fyrsta þreps hreinsistöð fráveitu komin í gagnið á Akureyri:
Stöðin síar hátt í 30 tonn af rusli
úr fráveitukerfinu árlega
„Við erum afskaplega stolt af
þessum áfanga. Það er mikill
áfangi fyrir samfélagið hér við
Eyjafjörð að ná því markmiði
að uppfylla allar þær kröfur sem
gerðar eru til okkar í þessum
efnum,“ segir Helgi Jóhannesson,
forstjóri Norðurorku. Kostnaður
við verkefnið nemur rúmum
milljarði króna, en ávinningurinn,
hreinni strandlengja, er mikill
fyrir samfélagið.
Ný hreinsistöð fyrir fráveitu
á Akureyri var tekin í notkun í
nóvember síðastliðnum. Forsagan er
nokkur en fyrir 30 árum, árið 1991,
var lagt af stað í heildarskipulagningu
á fráveitukerfinu á Akureyri hvað
varðaði hreinsun og aðskilnað, „og
nú loks höfum við náð lokapunkti
framkvæmdarinnar,“ segir Helgi.
Norðurorka tók við rekstri
fráveitu á Akureyri árið 2014 og þá
þegar var hafinn undirbúningur að
gerð hreinsistöðvarinnar og hönnun
hennar. Framkvæmdin þurfti að fara
í gegnum umhverfismat. „Það er
langur ferill að baki, en nú höfum
við náð þeim langþráða áfanga að
mengun við strandlengjuna verður
innan þeirra marka sem skilgreind
eru í reglugerð um fráveitur og
skólp,“ segir Helgi.
Útrásin er um 400 metra frá landi
og á rúmlega 40 metra dýpi
Hreinsistöðin er á grjótvarinni
landfyllingu við Sandgerðisbót. Hún
er með þeim stærri hér á landi en allt
skólp frá bænum fer um stöðina og er
grófhreinsað þar. Hreinsibúnaðurinn
kemur frá Svíþjóð og er um að ræða
þrepahreinsun, svokallaða fyrsta
þreps hreinsun, sem felur í sér að
allir fastir hlutir í fráveituvatninu
eru síaðir frá með þriggja millimetra
þrepahreinsun. Úrgangi sem berst
í stöðina um fráveitukerfið er
pakkað og hann fluttur til urðunar.
Fráveituvatninu er síðan veitt um
400 metra frá landi og á 40 metra dýpi
þar sem það fer út í sjávarstrauma
og dreifist.
Mikilvægt í þröngum firði með
mikla matvælaframleiðslu
Stöðin er með tvískipt innrennsli, sem
þýðir að hægt er að loka helmingi
hennar í einu fyrir skólprennsli
og vinna að hreinsun og viðhaldi
þróa án þess að stöðva reksturinn.
Fráveituvatni er dælt upp á
hreinsibúnaðinn og síðan tekur
sjálfsrennsli við um útrennslispípu.
Rásirnar eru tvær, auk áðurnefndrar
400 metra útrásar er önnur álagsútrás
sem er 90 metrar að lengd og tekur
toppa, m.a. þegar um ræðir asahlákur
og háa sjávarstöðu. Útrásir liggja í
forsteyptum sökklum á sjávarbotni.
Helgi segir það stóran áfanga að
ná að hreinsa allt fráveituvatn áður
en því er veitt út í fjörðinn.
„Það er gríðarlega mikilvægt
fyrir okkur sem búum við langan og
þröngan fjörð þar sem stundaður er
öflugur matvælaiðnaður að hafa þessa
hluti í góðu lagi. Það er á okkar valdi
að ganga vel um náttúruna,“ segir
hann. /MÞÞ
Hreinsistöðin er á grjótvarinni landfyllingu við Sandgerðisbót. Stærð lóðar-
innar gerir ráð fyrir möguleika á frekari hreinsun skólps í framtíðinni. Þak-
gluggar stöðvarinnar á móti suðri eru svipaðir þeim sem voru á gömlu
Sambandsverksmiðjunum á Gleráreyrum, en það er tilvísun í að stór hluti
af verksmiðjuhúsunum var urðaður á staðnum til að mynda uppfyllingu fyrir
hreinsistöðina. Myndir / Norðurorka
Helgi Jóhannesson, forstjóri
Norðurorku, segir ávinning af
hreinsistöðinni, sem kostaði um
einn milljarð króna, en gera má ráð
fyrir að allt að 30 tonn af rusli sé síuð
þar frá árlega, rusl sem ella hefði
lent úti í sjó.
Aðstaða til móttöku og flokkunar sorps á Raufarhöfn:
Alltaf opið en umgengnin og
flokkun ekki nægilega góð
Nýlega var ráðist í uppbyggingu
aðstöðu til móttöku og flokkunar
sorps innan þéttbýlis á
Raufarhöfn. Hún var til umræðu
á fundi byggðaráðs Norðurþings
á dögunum.
Sorpmóttakan, sem eingöngu er
ætluð greiðendum sorphirðugjalda,
var byggð upp í svokallaðri síldarþró
innan hafnarsvæðis og er staðsetningin
með þeim hætti að nokkuð auðvelt
er að viðhafa nauðsynlega stýringu
á aðgengi samhliða leiðbeinandi
eftirliti varðandi flokkun sorps
eins og almennt tíðkast á
sorpmóttökustöðvum um land allt.
Lagt var upp með að starfsmaður
áhaldahúss veitti leiðbeiningar og
ráðgjöf á meðan opið er og var í því
skyni lögð fram tillaga að vöktuðum
afgreiðslutíma sorpmóttökunnar.
Heimamenn lögðust gegn
takmarkaðri opnun
Heimamenn lögðust eindregið
gegn takmörkunum á aðgengi
að móttökunni og kölluðu eftir
ótakmörkuðum afgreiðslutíma
án eftirlits. Skipulags- og fram-
kvæmdaráð samþykkti á þeim tíma
að verða við þeim óskum.
Frá opnun móttökunnar hefur
þó oft og ítrekað komið fram í
máli bæjarverkstjóra á Raufarhöfn
að umrætt fyrirkomulag sé fjarri
því að skila árangri með tilliti til
gæða sorpflokkunar eða almennrar
umgengni um sorpmóttökusvæðið
og leiðir því til aukins kostnaðar
sveitarfélagsins vegna sorpförgunar.
Vilja lágmarka kostnað
Óskað hefur verið eftir afstöðu
skipulags- og framkvæmdaráðs
til fyrirkomulags í tengslum
við aðgengismál sorpmóttöku á
Raufarhöfn byggt á þeirri reynslu
sem fyrir liggur. Ýmsar bókanir
voru lagðar fram á fundinum,
m.a. um að sorpmóttaka yrði opin
ákveðna daga og á ákveðnum tímum
og starfsmaður yrði á staðnum á
meðan opið er. Þá kom fram bókun
um að fela starfsmönnum að finna
leiðir til að lágmarka kostnað sem
til fellur vegna notkunar lögaðila á
sorpmóttökustöðvum Norðurþings
austan Tjörness en þær eru
eingöngu fyrir íbúa. Fram kom
hugmynd um að efna til íbúafundar
um sorpmóttökuna.
Gripið til takmörkunar ef
umgengni er ekki viðunandi
„Það eru vissulega mikil þægindi
fólgin í því fyrir íbúa að geta losað
sig við sorp þegar hentar en ef
umgengni er ábótavant eða verið er
að losa sorp á þessum stöðum sem
ekki er verið að greiða fyrir þarf
að grípa til lokana á svæðunum,“
sagði í einni bókun.
Loks má nefna tillögu um
að senda íbúum og lögaðilum
á Raufar höfn erindi vegna
sorpmóttökunnar þar sem komið
yrði á framfæri ábendingum um
nauðsynlega flokkun úrgangs og
að lögaðilum beri að greiða fyrir
sitt sorp.
„Verði flokkun og umgengni
svæðisins ekki með viðunandi
hætti er ljóst að grípa þarf til
takmörkunar á opnunartíma og
frekara eftirlits með flokkun,“ segir
í tillögunni. /MÞÞ
Frá Raufarhöfn. Mynd / HKr.
Laugargaginn 8. maí mynduðu
átta útivistarfélög með sér sam
starfsvilja með því að undirrita
samstarfs og viljasamkomulag
þess efnis að starfa saman í þeirri
viðleitni að virða útivistarsvæði
og tilvist hvert annars með það í
forgrunni að fækka slysum á hesta
fólki. Landssamband hestamanna
boðaði til blaðamannafundar um
viðburðinn og var það Sigurður
Ingi Jóhannsson samgöngumála
ráðherra sem hóf fundinn með því
að segja nokkur orð.
Í máli hans kom m.a. fram að á
síðasta ári hefðu 160 einstaklingar
leitað á bráðamóttöku vegna ýmissa
slysa í hestasportinu, einnig sagði
hann frá að bætt hafi verið í fjármagn
til að leggja reiðstíga sem mun koma
til framkvæmda á næstunni.
Fulltrúar akandi, gangandi,
hjólandi, skíðandi og ábyrgra
hundaeiganda
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri
Sam göngu stofu, útskýrði hvernig
Samgöngustofa kemur að þessu
átaki í stuttu máli, síðan var sýnt
stutt forvarnarmyndband sem gert
var að tilstuðlan hestamanna í sam-
vinnu við Samgöngustofu og að
lokum var sáttmálinn undirritaður
af Landssambandi hestamanna,
Frjálsíþróttasambandinu, Skíða sam-
bandi Íslands, Félagi ábyrgra hunda-
eiganda, Ökukennarasambandinu,
fyrir bifhjólafólk var það Sniglarnir,
Ferða- og útivistarfélaginu Slóðavinir
og Landssamtökum hjólreiðamanna.
Of mikið af óþarfa slysum
Allir á staðnum voru sammála um að
slysin væru of mörg og aðgerðar væri
þörf. Því var þessu samstarfi hrundið
af stað þar sem Landssamband hesta-
manna og hestamannafélög unnu
að hugmyndavinnunni í samráði og
samvinnu við Samgöngustofu.
Í stuttu máli felst samstarfið og
samstarfsviljinn í því að virða útivist-
arþarfir hvert annars og að umgang-
ast hvert annað í nærgætni og með
það í huga að fara varlega í návist
hestafólks við reiðgötur og reiðstíga.
Að ekki sé hlaupið, hjólað eða ekið
á sérmerktum reiðgötum ætluðum
hestafólki til útivistar og hestafólk
haldi sig á sérmerktum reiðstígum.
Með gagnkvæmri virðingu er það
von allra sem að samkomulaginu
standa að slysum fækki og ekki síst
meiri jákvæðni og samstarfi innan
félaganna og útivistarhópanna. /HLJ
Sögulegur forvarnarsáttmáli
Fulltrúar félaganna sem skrifuðu undir samkomulagið ásamt samgönguráðherra.
Sigurður Ingi og Björn ökukennari
við undirskriftina, þeim var í mun að
klára þetta sem fyrst svo þeir gætu
farið út og fengið sér í nefið.