Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.2021, Síða 23

Víkurfréttir - 20.01.2021, Síða 23
Íþróttadrengurinn Snorri Rafn hefur samtals unnið meira en 100 verðlaunapeninga í fimleikum, golfi, skíðum og knattspyrnu en honum finnst einnig gaman að syngja og spila á gítar. Snorri Rafn William Davíðsson á heima í Keflavík en hann er nýorðinn þrettán ára. Hann hefur verið sér- staklega iðinn að taka þátt í ýmis- konar keppnum og er það eitt það skemmtilegasta sem hann gerir. Hann hefur nú þegar orðið Íslands- meistari fjórum sinnum, annars vegar í fimleikum á bogahesti og stökki og hins vegar tvöfaldur Ís- landsmeistari í golfi með sveit Golf- klúbbs Suðurnesja tólf ára og yngri. Snorri Rafn hefur lagt mesta stund á fimleika en hann æfir fim- leika fjórum sinnum í viku yfir vetrartímann með fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi en áður æfði hann með fimleikadeild Keflavíkur. Hver æfing er að minnsta kosti þrír tímar og því fara margir tímar í hverri viku í fimleika. Vegna Covid-19 hefur mikið verið um heimaæfingar á Zoom eða æfingaáætlun dagsins sett á netið og því hefur bílskúrnum verið breytt í smá fimleikasal þar sem hægt er að gera flest allar æf- ingarnar. „Mér finnst alltaf mjög gaman á fimleikaæfingum og þá sérstaklega að læra nýja hluti. Við förum oft í litlar keppnir á æfingunum og það finnst mér skemmtilegustu æfing- arnar,“ segir Snorri Rafn í viðtali. Síðasta sumar fór Snorri Rafn oftar í golf en nokkru sinni áður og tók hann þátt í fjölmörgum golf- mótum vítt og breytt um landið með góðum árangri. Systir hans, Lovísa Björk, og pabbi þeirra, Davíð Jónsson, kepptu þá oft saman og úr varð skemmtileg keppni. Þau urðu svo öll klúbbmeistarar í sínum flokki á meistaramótinu síðasta sumar. Snorri Rafn í unglingaflokki hjá Golfklúbbi Suðurnesja en Davíð og Lovísa Björk urðu klúbbmeistarar hjá Golfklúbbi Sandgerðis í karla- og kvennaflokki. „Við ferðuðumst mjög mikið síð- asta sumar á hjólhýsinu okkar og tókum við þátt í mörgum golfmótum. Skemmtilegast fannst mér að keppa á Selfossi en þar spila ég alltaf mjög vel. Það var líka gaman að keppa með systur minni á Akranesi og í Vogunum en þá spiluðum við betri bolta og passaði spilamennska okkar mjög vel saman. Ég var svo að fá nýjar golfkylfur í afmælisgjöf þannig að ég hlakka mikið til þegar sumarið kemur og prófa að slá úti með nýju golfkylfunum. Siggi Palli, golfkenn- arinn minn, sagði að ég væri búinn að lengja mig mikið og það verður gaman að sjá það,“ segir Snorri Rafn. Snorri Rafn er einnig skíðamaður en hefur lítið getað stundað þá íþrótt í vetur. „Því miður þá gat ég mjög lítið stundað skíði síðasta vetur þar sem skíðasvæðunum var lokað mjög snemma vegna Covid. Við fórum samt á eitt skíðamót á Dalvík en þar er keppt á skíðum og í sundi. Það gekk bara mjög vel en eftir það var öllu lokað. Leiðinlegast fannst mér að Andrésar Andar leikunum skyldi vera aflýst en það er langskemmti- legasta skíðamótið og hef ég tekið þátt í þeim frá því ég var sex ára gamall.“ Það er von fjölskyldunnar að skíðasvæðin verði opin mikið lengur þennan veturinn en venjulega byrjar skíðatímabilið hjá Snorra Rafni ekki fyrr en eftir áramót og þá gefst meiri tími til að fara á skíðaæfingar. Fyrir utan það að keppa í íþróttum þá finnst Snorra Rafni gaman að syngja og spila á gítar. „Á þessum tíma er ég venjulega mikið að spila og syngja á tónleikum í kirkjum eða eitthvað svoleiðis en það verður eitthvað öðruvísi í ár þar sem allir tónleikarnir fara fram á netinu,“ segir Snorri Rafn sem finnst það greinilega ekki eins skemmtilegt og spila fyrir framan áhorfendur. Síðasta vetur tók hann þátt í söng- leiknum Fiðlarinn á þakinu í Hljóma- höll og gæti hann alveg hugsað sér að verða leikari eða söngvari í fram- tíðinni. Það má annars vel segja að Snorra Rafni finnist gaman að öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og ef það tengist keppni þá er það jafnvel enn skemmtilegra. „Finnst skemmti- legast að keppa“ – segir Snorri Rafn sem hefur unnið til fleiri en 100 verðlaunapeninga andY PEW Er ÍÞrÓttaMaður vOga 2020 – Knattspyrnuliðið allt heiðrað sérstaklega Fyrirliði knattspyrnuliðs Þróttar, Andrew James Dew, var valinn íþróttamaður Voga á laugardag. Andy er spilandi aðstoðarþjálfari Þróttara og hefur verið með liðinu síðan 2018. Andy er mikill leiðtogi innan vallar sem utan, frábær fyrirmynd og var valinn í úrvalslið 2. deildar á vefmiðlinum Fótbolti.net eftir síðasta tímabil, það voru fyrirliðar og þjálfarar deildarinnar sem sáu um valið. Valið stóð á milli fimm íþrótta- manna, aðrir voru þeir Adam Árni Róbertsson, Alexander Helgason, Rafal Stefán Daníelsson og Róbert Andri Drzymkowski. Þróttarar heiðraðir Meistaraflokkur Þróttar í knatt- spyrnu var heiðraður sérstaklega fyrir frábæran árangur á árinu en liðið fékk 41 stig í 2. deildinni síð- asta sumar, endaði í þriðja sæti og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í næstefstu deild – sem er besti árangur í sögu félagsins. Hermann Hreiðarsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þróttar, tók við viðurkenningunni við mikið lófaklapp. Knattspyrnu- liðið vakti mikla athygli í sumar og var stemmningin í kringum það bæjarbúum til mikillar gleði og sóma. Efnilegt íþróttafólk fékk viðurkenningu Samhliða vali á íþróttamanni ársins fengu átta ungmenni viðurkenningu fyrir afrek sín á síðasta ári. Þau eru: Logi Friðriksson, fyrir knattspyrnu, Alexander Ívarsson, Óðinn Ást- þórsson, Pálmar Óli Högnason og Andri Snær Guðlaugsson fyrir knatt- spyrnu, Keeghan Freyr Kristinsson og Bragi Hilmarsson fyrir júdó og þá fékk Tinna Róbertsdóttir viðurkenn- ingu fyrir dans. Þessi ungmenni hafa skarað fram úr í þeim greinum sem þau leggja stund á og hafa sýnt að þau eru góðar fyrirmyndir fyrir önnur ung- menni. Íþróttastarfið í Vogunum stendur augljóslega í miklum blóma, í bænum er hægt að iðka fjölmargar greinar og hafa hinar ýmsu deildir verið að unga út afreksfólki. Andy Pew, íþróttamaður Voga 2020, og Hermann Hreiðarsson sem tók á móti viðurkenningu sem knattspyrnuliði Þróttar var veitt. Myndir: Guðmundur Stefán Gunnarsson Verðlaunahafarnir eftir að hafa veitt viðurkenningum móttöku. Systkinin Lovísa Björk og Snorri Rafn. Snorri Rafn að keppa á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Kylfuberi Snorra er Davíð Jónsson, faðir hans. Snorri Rafn tók þátt í uppsetningu Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á Fiðlaranum á þakinu. Skíðaíþróttin er ein þeirra íþrótta sem Snorri Rafn leggur stund á. vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 23

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.