Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 2021 11
2ja herbergja íbúð á Akranesi
Laus 2ja herbergja leiguíbúð Bjargs í Asparskógum
Íbúðin er 53,5 fm. og er á jarðhæð.
Áætlað leiguverð kr. 106.000 á mánuði. Hlutfall íbúðar í sameiginlegum
kostnaði er kr. 7.092 á mánuði.
Leigutakar eiga almennt rétt á húsnæðisbótum og í einhverjum tilfellum
sérstökum húsnæðisstuðningi til að koma til móts við leigugjaldið. Íbúðin
getur verið laus fljótlega
Umsóknir og nánari upplýsingar á heimasíðu Bjargs, www.
bjargibudafelag.is
Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem uppfyllir öll skilyrði um úthlutun; hefur
greitt til stéttarfélags innan ASÍ eða BSRB í a.mk. 16 mánuð, litið til sl. 24
mánuði við úthlutun og er innan tekjumarka, þá að skattskyldar tekjur séu
ekki hærri en 5.345.000/7.484.000 (einstaklingur/hjón) skv. skattaframtali
og hefur lægsta númer á biðlista hjá Bjargi.
Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun
stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án
hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja
tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á
vinnumarkaði aðgengi að öruggu
íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
Hjónin Hafdís brynja Guðmunds-
dóttir og Ólafur Pálsson keyptu síð-
astliðið haust fyrirtækið Tinsmíði
og fluttu starfsemina í borgarnes.
Um er að ræða einu tinsmiðju lands-
ins. „Við erum að framleiða minja-
gripi, lyklakippur, skartgripi, skraut
og getum í raun framleitt hvað sem
er, innan stærðarmarka,“ segir Haf-
dís þegar blaðamaður Skessuhorns
kíkti á verkstæðið til þeirra hjóna.
Hafdís hefur nærri alla tíð unnið
skrifstofustörf, mest hjá trygginga-
félögum og á tannlæknastofu. Hún
missti vinnuna fyrir rúmu ári og
fór á svipuðum tíma í veikindaleyfi
vegna brjóstakrabbameins. Hún er
nú á bataleið og þótti þetta heppi-
legur tími til að prófa eitthvað nýtt.
„Við keyptum þetta eiginlega bara
fyrir mig að hafa eitthvað að gera,“
segir Hafdís og hlær.
Höfðu áður skoðað
Tinsmíði
Þau hjónin höfðu áður gælt við
þá hugmynd að eignast þessa tin-
smiðju en árið 2008 sáu þau hana
auglýsta til sölu. „Óli varð þá rosa-
lega skotinn í þessari hugmynd, að
kaupa þetta fyrirtæki. Við fórum að
skoða og hann varð eiginlega enn
spenntari við það,“ segir Hafdís og
hlær. ekkert varð þó úr kaupunum á
þeim tíma og var hugmyndin alveg
lögð til hliðar. „Við vorum bæði í
vinnu á þessum tíma og svo bættist
bankahrunið við og þá bara hent-
aði þetta ekki,“ segir Hafdís. Þeg-
ar þau sáu fyrirtækið svo auglýst til
sölu á ný síðasta sumar ákváðu þau
að slá til. „Við héldum á þeim tíma
á kórónuveiran væri á förum og
ferðamennirnir væntanlegir aftur.
Svo bara kom veiran aftur og hér
erum við nú. en við erum mest að
framleiða vörur fyrir erlenda ferða-
menn, minjagripi og slíkt sem er í
sölu á söfnum og þessum túrista-
stöðum,“ segir Ólafur.
Skemmtilegt verkefni
fyrir jólin
Spurð hvort þau séu mjög listræn
hlæja þau og svara því neitandi.
„Við erum náttúrulega feikilega
handlagin,“ segir Ólafur og hlær.
„eins og staðan er núna erum við
ekki í neinni hönnunarvinnu heldur
fáum við til okkar tilbúin mót sem
við svo tökum okkar mót af og svo
er þetta allt frekar auðvelt ferli eft-
ir það,“ segir Ólafur og Hafdís bæt-
ir við að þau langi seinna meir að
sjá einnig um hönnun. Spurð hvort
það sé mikið að gera horfa þau
brosandi hvort á annað og svara því
einfaldlega: „Nei.“ Þau bæta þó við
að fyrir jólin hafi eigandi verslunar-
innar Vorhús haft samband við þau
um að framleiða jólaóróa sem kall-
ast einiberjakrans. „Það var mjög
skemmtilegt verkefni, svona fyrsta
alvöru verkefnið okkar,“ segir Haf-
dís ánægð. „Vonandi munum við
fá fleiri slík verkefni í framtíðinni,
eitthvað svona í sambandi við versl-
anir og hönnuði hér á landi. Næst
á dagskrá hjá okkur er að hafa sam-
band við þessa ferðamannastaði,
söfn og verslanir, og sjá hverjir vilja
koma í samstarf við okkur. Það hef-
ur ekkert verið mikil markaðssetn-
ing á þessu fyrirtæki undanfarin ár
svo það er eitthvað sem við viljum
bæta úr,“ bætir Hafdís við.
Frekar umhverfisvæn
framleiðsla
„ferlið er almennt þannig að við
fáum til okkar tilbúið mót af vöru,
svo gerum við okkar mót í sérstakri
vél. Okkar mót fer svo í tinvél þar
sem við hellum fljótandi tini í mót-
in og svo eftir ákveðin tíma tök-
um við mótin út og losum grip-
ina úr þeim. Þá þurfum við aðeins
að pússa gripina til og þvo þá með
smá sápu til að fá fram glans. Við
látum þau svo í smá sýrubað sem
gefur smá dýpt í hlutina,“ útskýr-
ir Hafdís spurð um ferlið. Þá seg-
ir hún framleiðsluna almennt frek-
ar umhverfisvæna, lítið fellur til af
rusli við framleiðsluna og allir þeir
gripir sem ekki seljast er hægt að
bræða aftur og búa til eitthvað nýtt.
„Það fer því svo gott sem ekkert í
ruslið hér. Það eina sem er kannski
ekki umhverfisvænt við þessa fram-
leiðslu er að við notum smá sápu.
Svo notum við reyndar líka sýru en
hún er notuð alveg í nokkur ár og
fer ekkert,“ segir Hafdís.
Hægt er að finna Tinsmíði sf. á
facebook og fylgjast þar með því
sem þau hjónin eru að gera.
arg
Keyptu Tinsmíði og fluttu starfsemina í Borgarnes
Jólaórói sem Hafdís og Ólafur gerðu
fyrir verslunina Vorhús.
Hjónin Ólafur Pálsson og Hafdís Brynja Guðmundsdóttir keyptu Tinsmíði og fluttu
í Borgarnes.
Hjá Tinsmíði er mest verið að framleiða minjagripi.
Hægt er að smíða nánast hvað sem er úr tini.