Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 202116 Haraldur benediktsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi og fyrsti þingmaður kjör- dæmisins býður fram krafta sína áfram og stefnir ótrauður á að leiða lista flokks síns fyrir alþingiskosn- ingarnar í haust. Í viðtali við blaða- mann Skessuhorns segir hann hafa fullan vilja til að skipa efsta sæt- ið líkt og hann hefur gert fyrir síð- ustu kosningar. Á næstunni mun Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ákveða með hvaða hætti framboðslisti verð- ur ákveðinn, hvort sem það verður með uppröðun eða prófkjöri. eins og fram kom í blaðaviðtali í haust lýsti Þórdís Kolbrún R Gylfadótt- ir ráðherra og varaformaður flokks- ins því yfir að hún hafi vilja til að vera í forystu áfram hjá Sjálfstæð- isflokknum í NV kjördæmi en hún skipar nú annað sætið. Þá hefur Teitur björn einarsson á Sauðár- króki lýst því yfir að hann gefi kost á sér í þingsæti og vafalítið munu fleiri nöfn bætast í þá baráttu. „Ég hef alltaf haft þá reglu að segja það hreint út hvert hugur minn stefn- ir. Þótt ég hafi lítið gefið uppi fram að þessu hef ég tekið þá ákvörðun að óska eftir endurkjöri til að leiða listann, en auðvitað eru það flokks- menn sem ráða því þegar upp verð- ur staðið. framboðsmál flokksins fyrir komandi þingkosningar eru ennþá á frumstigi í flestum kjör- dæmum og einna helst að umræð- an sé lengst komin á Suðurlandi þar sem sitjandi þingmenn hafa all- ir lýst yfir vilja til að halda áfram. Hér í Norðvesturkjördæmi verður ákveðið á aðalfundi kjördæmisráðs í mars hvert fyrirkomulagið verð- ur og í framhaldi af því verður leit- að eftir frambjóðendum.“ Sest var niður með Haraldi á heimili hans á Vestri-Reyni síðastliðinn fimmtu- dag. Þingstörf hafa nú að hluta færst á netið sem Haraldur telur mikinn kost. Kann hann að meta gagnorða fundi og að þurfa minni tíma að verja í bíl við akstur á milli vinnustaða. Rætt er um störfin á þingi, hvað hafi áunnist og helstu áherslumál, stöðu landsbyggðar- innar og fleira. Áhrifavaldar Í upphafi berst talið að þing- mennskunni. „Það var eiginlega al- veg óvart sem ég fór í framboð. Það var að áeggjan frænda míns, Guð- jóns Guðmundssonar fyrrum þing- manns, og fleiri sem það varð úr. Ég var staddur í útlöndum haustið 2012 þegar Guðjón hringir í mig. Var að fara í flug og mátti ekki vera að ræða við hann. Hafði þá gert upp við mig að hætta formennsku hjá bændasamtökunum. Sagði því í hálfkæringi að ég léti vaða. Þegar ég svo kveiki á símanum næst bíða mín mörg smáskilaboð. Þá hafði Guðjón einfaldlega komið því á framfæri að ég sæktist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV kjör- dæmi. Það varð niðurstaðan. eigin- lega var Guðjón álíka áhrifamaður í mínu lífi og Ari Teitsson fyrrum bændaforingi. Hann hafði ákveð- ið að draga sig í hlé og hvatti mig til þess að bjóða mig fram. Heim- sækir Ari mig og segist hafa dreymt mig og að ég væri að taka við skón- um hans! Þegar hann kemur svo hingað í gættina sér hann alveg ná- kvæmlega eins skó og hann sjálfur átti, nema hvað mínir voru minni og alveg nýir! „Þarna sérðu,“ sagði Ari, „hér er draumurinn klárlega að raungerast.“ Ég fór í framboð til formanns bændasamtaka Íslands og var kosinn með ágætum yfir- burðum. Svona er lífið og stundum tilviljanir sem ráða för, en á bak- við þessa áhrifavalda mína, er sú trú fólks að mér sé treystandi fyr- ir vandasömum verkefnum. Ég er þakklátur fyrir það.“ Stoltastur af ljósleiðaranum en hvernig stjórnmálamann skil- greinir Haraldur sig? „Ég hef aldrei litið á mig sem pólitískt ljón og eftirspurn mín eftir að klífa hratt upp pólitíska metorðastigann er hófstillt. Ég hef hins vegar mik- inn metnað fyrir vexti og viðgangi ólíkra byggða í Norðvesturkjör- dæmi og hef reynt að einbeita mér að þingmálum sem snerta hag íbúa. Þetta er ekkert ósvipuð hugsjón og ég hafði þann tíma sem ég gegndi formennsku í bændasamtökum Ís- lands. Það eru lífsaðstæður og bú- setuskilyrði fólks á landsbyggðinni sem eru og verða mín baráttumál. Ég nefni sérstaklega ljósleiðara- væðingu landsbyggðarinnar, enda er ég stoltastur af því verki. einn- ig átak í þriggja fasa rafvæðingu, sem hófst í borgarbyggð, og jöfn- un dreifikostnaðar raforku. Þórdís Kolbrún hefur sem ráðherra beitt sér í þessum hluta raforkumála og er að ná árangri þar. Þetta er dæmi um pólitík sem þingmenn þurfa að reka áfram af festu til að lands- byggðin sitji ekki eftir í aðstöðu gagnvart þéttbýlinu.“ Bjargaði ekki einvörð- ungu landsbyggðinni Segja má að ótvíræðir kostir ljós- leiðaravæðingarinnar hafa raun- gerst í kóvidfaraldrinum síðastliðið ár. Þar er Ísland nú í fararbroddi. „Ljósleiðaravæðingin er eitt stærsta byggðamálið í áratugi. Hér á mínu heimili sjáum við á eigin skinni hversu mikið góð fjarskiptateng- ing hefur að segja. Tvö eldri börn- in geta sinnt vinnu og námi í fjar- vinnu, dóttir mín í Kaupmanna- höfn og sonurinn í Háskólanum í Reykjavík. Lilja Guðrún kona mín getur sinnt öllu skýrsluhaldi og bú- reikningum í gegnum netið og sjálf- ur sit ég orðið flesta nefndafundi á Alþingi í fjarfundum eftir að kóvid helltist yfir. Það er einungis yngsta dóttirin sem fer daglega í skólann sinn. Þetta sýnir ágætlega hversu mikið öflug fjarskiptatenging hef- ur að segja fyrir landsbyggðina. Nánast á einni nóttu var hægt að flytja stóran hluta atvinnulífs heim til starfsmanna. en ljósleiðarinn hefur ekki einvörðungu bjargað dreifbýlinu því almennt gat þorri landsmanna sinnt vinnu áfram þótt heimsfaraldur stæði yfir og vinnu- stöðum hefði mörgum verið lokað. Hér á landi hefði því efnahagsleg- ur skellur orðið enn dýpri ef þjóð- in hefði ekki verið komin í fremstu röð í fjarskiptum. Ég er því stoltur að mínu framlagi hvað þetta snert- ir. Það sem þótti ógerlegt árið 2015 er verið að ljúka núna árið 2021.“ Allir heilir í sínu starfi Haraldur lætur vel af samstarfi við aðra þingmenn kjördæmisins á líðandi kjörtímabili, en hlutverk fyrsta þingmanns er ætíð að vera í forystu fyrir þeim hópi, óháð því fyrir hvaða flokka fólk starfar. „Ég er ánægður með minn feril og það sem ég hef áorkað sem þingmaður. Það er alltaf skemmtileg áskorun að hreyfa við málum sem þingmað- ur og ég hef átt gott samstarf við flestalla í pólitíkinni. Það var vissu- lega góður skóli á næstsíðasta kjör- tímabili að vera formaður fjárlaga- nefndar þegar ekki var meirihluti starfandi í þinginu, þegar þurfti að setja fjárlög fyrir árið 2017. Það gekk og þingið hafði leyst það verkefni án ríkisstjórnar. Þó ég mæli ekki með því, þá stóðst þing- ið þá áskorun og ég fékk það hlut- verk að leiða starf fjárlaganefnd- ar. Mér fannst hafa gengið vel að leiða saman ólík sjónarmið þann- ig að niðurstaða fengist sem flest- ir gátu sætt sig við. Á þessu kjör- tímabili sem er nú langt komið hef ég lagt áherslu á að vinna vel með öllum þingmönnum kjördæmisins og hefur það gengið vel, undanskil engan enda allir verið heilir í sinni vinnu.“ Haraldur stefnir ótrauður á að leiða áfram lista Sjálfstæðisflokks Haraldur Benediktsson alþingismaður og bóndi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.