Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 202110 Vegna alvarlegra athugasemda eldvarnaeftirlits og byggingafull- trúa ákvað borgarbyggð í síðustu viku að loka um ótiltekinn tíma nær öllu húsnæði í eigu sveit- arfélagsins í brákarey. einung- is starfsemi í Grímshúsi er und- anskilin og tímabundið verður áhaldahús sveitarfélagsins áfram opið. Nú hefur því verið hætt um tíma starfsemi samtals fjórtán rekstraraðila í húsunum og á það við félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir í brákarbraut 25 (fyrr- um sláturhúsi og frystihúsi) og að hluta á brákarbraut 27 (fyrr- um fjárrétt). Rekstraðilum í hús- inu var tilkynnt ákvörðun þar að lútandi á fundi sem haldinn var í Hjálmakletti á fimmtudag í lið- inni viku og var þeim gert að hætta starfsemi í húsunum frá og með laugardeginum 13. febrúar. Í kjölfar úttektar eldvarnaeft- irlits og byggingafulltrúa á hús- næði Öldunnar, í fyrrum matsal sláturhússins, um mánaðamótin var ákveðið að framkvæma heild- arúttekt á húsnæðinu brákar- braut 25 og 27. Leigutökum var á fundinum síðastliðinn fimmtu- dag greint frá niðurstöðu þeirrar úttektar og að ljóst væri að sveit- arfélagið ætti ekki annarra kosta völ en að stöðva starfsemi í hús- næðinu um óákveðinn tíma. Ekki aðrir kostir í stöðunni Í samtali við Skessuhorn síð- astliðinn fimmtudag sagði Þór- dís Sif Sigurðardóttir sveitar- stjóri að ekki hafi verið um ann- að að ræða, í ljósi alvarlegra at- hugasemda vegna brunavarna í húsinu, en að grípa til lokun- ar á starfsemi í húsunum. Það hefði verið gert til að tryggja ör- yggi og heilsu þeirra sem hingað til hafa haft starfsemi þar. „Þessi ákvörðun er okkur ekki léttvæg en við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi þeirra aðila sem hafa notað aðstöðuna í húsnæð- inu. Niðurstöður úr úttektunum hafa leitt í ljós að nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu, m.t.t. til eldvarna- og öryggismála. Helstu athuga- semdir varða flóttaleiðir, vatns- leka, brunahólfun, rafmagns- mál og leiðir til reyklosunar.“ Aðspurð segir Þórdís að engin ákvörðun liggi fyrir um næstu skref í málinu eða um framtíð húsanna. byggðarráð borgar- byggðar mun fjalla um málið á fundi sínum á morgun, fimmtu- dag, og verður þá ákvörðun tekin um næstu skref. Öll umferð bönnuð eins og fram kom í Skessuhorni í síðustu viku var þá búið að taka ákvörðun um að flytja hluta af starfsemi Öldunnar annað. Vinna og hæfing á hennar veg- um fer í sal á 6. hæð í borgar- braut 65. Meðal annarra rekstr- araðila sem nú verða án hús- næðis má nefna gríðarstórt safn fornbílafjelags borgarfjarðar og bifhjólafjelagsins Raftanna, skot- æfingasvæði Skotfélags Vestur- lands, innanhúss aðstöðu Golf- klúbbs borgarness, trésmiðju og bátasmiðju. Þessir aðilar þurfa nú að bíða lausna eða hefja leit að nýju húsnæði fyrir starfsemi sína. „Umferð um húsið er nú stranglega bönnuð, en leigu- tökum verður heimilt að geyma muni sína í húsnæðinu tíma- bundið og geta nálgast þá með heimild verkstjóra áhaldahússins í hvert skipti,“ sagði í tilkynn- ingu frá borgarbyggð. Sveitarstjórn kom saman Húsnæðismál í brákarey áttu næstu daga eftir að vinda upp á sig. Sveitarstjórn borgarbyggð- ar var boðuð til aukafundar síð- degis á mánudaginn þar sem til umræðu voru störf sveitarstjóra, eins og sagði í fundarboði. Sam- þykkt var í upphafi þess fundar að hann yrði lokaður, en í kjölfar hans birtar tvær ályktanir. fyrst lagði Guðveig eygló- ardóttir fram bókun fyrir hönd framsóknarflokksins, sem sit- ur í minnihluta. bókunin var birt í fundargerð sem gerð var opinber. Af henni má dæma að viðbrögð sveitarstjóra við lok- un húsa í brákarey hafi ver- ið tilefni fundarins. bókun Guðveigar er svohljóðandi: „fulltrúar framsóknarflokksins gera alvarlegar athugasemdir við þær yfirlýsingar sem fram hafa komið af hálfu sveitarstjóra í kjölfar úttektar eldvarnareftirlits og fundar með leigjendum, að búið sé að taka ákvörðun um það að segja upp öllum samningum við leigjendur í húsnæði sveitar- félagsins við brákarbraut 25 og 27. Með slíkum yfirlýsingum er sveitarstjóri að fara gegn sam- þykktum um stjórn sveitarfélags- ins. Sveitarstjórn hefur hvorki fengið málið til umfjöllunar og/ eða afgreiðslu og því hefur ekki verið tekin afstaða til þess með hvaða hætti sveitarstjórn muni bregðast við úttektarskýrslu eld- varnareftirlits og kröfu bygg- ingafulltrúa.“ Kynnt á opnum íbúafundi Þá er sameiginlega yfirlýsingu sveitarstjórnar einnig að finna í fundargerðinni. Af orðanna hljóð- an má leiða að því líkur að fund- urinn hafi verið gagnlegur og að nú ætli menn að snúa bökum sam- an og leita lausna. Orðrétt segir: „Sveitarstjórnarfulltrúar eru sammála um að jákvæðar og uppbyggilegar umræður hafi far- ið fram um upplýsingaflæði og ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Hvorki hafa verið teknar ákvarð- anir um uppsögn leigusamn- inga né framtíð húsnæðis sveit- arfélagsins að brákarbraut 25 og 27. fyrirhugað er að halda kynn- ingu á málinu fyrir sveitarstjórn- arfulltrúa fyrir íbúafund sem haldinn verður 18. febrúar nk. og ákveðið er að bæta kynningu á stöðu húsnæðismála í brákarey á dagskrá íbúafundarins.“ mm Meðfylgjandi myndir voru teknar í Brákarey síðastliðinn sunnudag. Þar var nánast enginn á ferð, enda búið að banna umferð um flestöll húsin sem áður tilheyrðu starfsemi Sláturhúss KB í eyjunni. Nær öllu húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey hefur verið lokað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.