Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 202124
Húsnæði málmiðngreina í fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi er nú komið inn á Google
earth. „Nú geta áhugasamir
skoðað sig um í húsnæði málm-
iðngreina, rölt um smíða- og
vélasal, litið inn í kennslustof-
ur og ýmislegt fleira spennandi –
án þess að þurfa að standa upp frá
tölvunni,“ segir á heimasíðu fVA.
Þá segir að böðvar eggertsson,
deildarstjóri málmiðngreina, eigi
heiðurinn af þessum 360° mynd-
um sem hægt er að finna á Go-
ogle earth.
arg
Hægt að skoða
húsnæði málmiðn-
greina í tölvunni
Skjáskot úr húsnæði
málmiðngreina FVA
á Google Earth.
Listakonan Michelle bird í borgar-
nesi býður nú upp á listkennslu fyr-
ir fólk á öllum aldri. Sex til tíu ára
nemendur í borgarnesi fá nú nám-
skeið í frístund þriðjudaga og mið-
vikudaga. „Þetta er mjög vinsælt
námskeið. Það eru margir sem hafa
þörf fyrir að tjá sig á skapandi hátt
og þarna geta þeir gert það,“ segir
Michelle í samtali við Skessuhorn.
eftir frístund, frá kl. 16:00 til 17:30
býður hún upp á sambærilegt nám-
skeið fyrir unglinga. „Þar erum við
að vinna með með allskonar mis-
munandi hugmyndir að sköpun,“
segir Michelle. fyrst teikna krakk-
arnir í sínar teiknibækur en svo
er farið í nokkrar æfingar. „Ég vil
skapa aðstöðu þar sem krakkarnir
geta slakað á með sínu ímyndun-
arafli þar sem þeir bara gera eitt-
hvað, alveg frjálst. Þau geta kom-
ið sér fyrir í sínu plássi, bara þar
sem þeim líður vel svo þau nái sem
bestri tengingu við ímyndunar-
aflið,“ segir Michelle og bætir við
að hún leggi enn meiri áherslu á að
hafa gott rými núna á tímum Co-
vid.
Námskeið
fyrir fullorðna
Þegar unglingarnir eru búnir hefst
námskeið hjá Michelle fyrir full-
orðna. „fullorðna fólkið er að gera
svipað og unglingarnir. Sumir eru
feimnir og vilja frekar vinna einir
og geta þá fengið að gera það. Aðr-
ir vinna í hópum. fólk hefur mik-
ið frelsi um hvernig það vinnur á
þessum námskeiðum en ég legg
áherslu á að skapa bara gott um-
hverfi og svo er ég innan hand-
ar fyrir fólk með leiðbeiningar og
ráð,“ segir Michelle. Hún segist
leggja mikla áherslu á sveigjanleika
svona á tímum Covid og er því er
ekki fastur hópur á námskeiðun-
um. „fólk getur skráð sig bara
með svona klukkutíma fyrirvara ef
það vill,“ segir hún. „Við erum lít-
ið að mála á þessu námskeiði held-
ur meira að vinna með til dæmis
kol, fáa liti eða einn pensil. Sumir
koma þó með sína vatnsliti og það
er í góðu lagi. Ég er í raun bara að
skipuleggja skapandi aðstæður fyr-
ir fólk að koma og skapa sína list,“
segir Michelle.
Mála andlit
Næsta sunnudag verður Michelle
með námskeið í að undirbúa línu-
striga en fullt er á það námskeið.
„Ég er með biðlista af fólki en það
eru margir sem vilja taka þátt. Ég vil
þó ekki vera með of stóra hópa núna
því mestu máli skiptir að fólki líði
vel og eins og staðan er í dag held ég
að fólki líði betur ef það hefur meira
pláss,“ segir Michelle. „Á svona
námskeiði þarf ég að sýna fólki og þá
þurfa allir að vera saman í einu rými
og þess vegna vil ég hafa fámennari
hópa,“ bætir hún við. Sunnudaginn
28. febrúar verður hún með nám-
skeið í að mála andlitsmyndir og
enn er hægt að skrá sig á það nám-
skeið. „Það eru margir sem segjast
vilja geta teiknað fólk og þess vegna
ákvað ég að halda svona námskeið.
Þetta eru þrír klukkutímar og við
byrjum á að æfa bara að teikna and-
lit, bæði sjálfsmyndir og andlit ann-
arra nemenda á námskeiðinu,“ seg-
ir Michelle. Síðasta haust fékk Mic-
helle starf hjá List fyrir alla þar sem
hún gerir kennslumyndbönd fyr-
ir síðuna listfyriralla.is. Hægt er að
hafa samband við Michelle í gegn-
um netfangið birdmichelle@mac.
com. arg/ Ljósm. aðsendar
Listkennsla fyrir fólk á öllum aldri
Býr til skapandi aðstæður fyrir fólk
Teiknað með kolum.
Listakonan Michelle Bird kennir Borgnesingum listsköpun. Meðal þess sem Michelle kennir er að teikna andlit.
Michelle er með námskeið fyrir alla aldurshópa.
Fallegt auga.