Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 20214
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Eldgamla ísafold
fyrr í þessum mánuði sá ég áhugavert viðtal í fréttum Ríkissjónvarpsins
við fjóra nemendur í tíunda bekk Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. fréttin var
um að þau höfðu stofnað félagið Menntakerfið okkar sem hefur það mark-
mið að krefjast breytinga á námskrá grunnskólanna. Í spjallinu kom fram
að þegar ungmennin litu til baka, nú við lok grunnskólagöngunnar, segja
þau að margt hefðu þau átt að hafa lært sem þau gerðu ekki og söknuðu
þess mjög. Þetta unga fólk kom fagmannlega út í þessu spjalli, kurteis og
málefnaleg og voru því trúverðug. Meðal annars sögðust krakkarnir sakna
kennslu í fjármálalæsi, heilbrigðisfræðslu og tölvufræði, vinnurétti og lestri
launaseðla. Hvernig eru til dæmis lífeyrissjóðirnir uppbyggðir og til hvers
að greiða gjald til stéttarfélaga? bentu þau réttilega á að ekki væri hægt að
ætlast til þess að allir geti lært þetta heima hjá sér. Þá hefðu krakkarnir nú
við lok grunnskólans viljað vita meira um geðheilsu, samskipti kynjanna,
málefni líðandi stundar og hefðu kosið að hafa fengið meiri starfsfræðslu
til að vita hvert hugurinn ætti að stefna varðandi frekara nám. Það síðast-
nefnda er einmitt sérlega mikilvægt atriði því hér gilda evrópulög þess efn-
is að krökkum er hreinlega bannað að vinna og hvernig eiga þau þá að vita
hvert eigi að stefna?
Ég vil strax taka það fram að ég er alls enginn sérfræðingur í fræðslu-
eða kennslumálum. Hef sjálfur forðast hverskyns endurmenntun og nám
frá því ég lauk háskólaprófi fyrir aldarfjórðungi síðan. Hins vegar hef ég
oft horft yfir öxlina á bæði börnum og eldri sem hafa verið að læra hitt og
þetta. en þrátt fyrir kosti menntakerfisins er ekkert kerfi svo fullkomið eða
gott að það megi ekki bæta. Held reyndar að það eigi við um öll skólastig.
Þá er staðreyndin sú að flestir reyna að halda sig innan tiltekins þæginda-
ramma í lífinu og kannski af þeim sökum verða breytingar í námskrám
skóla hægari en breytingarnar í samfélaginu, utan veggja skólanna. Hvort
sem það eru þeir sem ákveða hvaða kennsluefni skuli lagt fyrir, semja það
eða miðla því, þá gæti mögulega vantað meiri snerpu í mannskapinn. Í ein-
hverjum tilfellum ná þó snarpir kennarar að nútímavæða námið en þurfa að
halda sig innan ramma námskráa, sem er Nota bene einskonar ríkisvæðing
þess námsefnis sem á að vera í boði.
Ríkisvæðing námsefnis má hins vegar ekki verða svo geld og óháð að-
stæðum að það taki áratugi að gera á henni breytingar. börnin í Víðistaða-
skóla voru einmitt að benda á að í stað þess að vera að læra hvernig á að lesa
launaseðla, þá voru þau látin læra utanbókar að það var bjarni Thoraren-
sen sem samdi eldgamla ísafold. Í framhaldsskólum tekur svo lítið betra
við þegar ungmennum á almennum bóknámsbrautum er kennd svo and-
styggilega þung tölfræði að útilokað er í fyrsta lagi að þau geti lært hana og
sömuleiðis er útilokað að hún komi þeim nokkru sinni að gagni úti í hinu
daglega lífi, nema í tilfellum á að giska fimmtíu Íslendinga sem hafa töl-
fræði að aðalstarfi. Til hvers þá að kenna þessa ópraktísku fræðigrein?
Nú þegar við erum skilgreind á stað sem kallast fjórða iðnbyltingin ger-
ast breytingar á ógnarhraða. ekki einvörðungu að gamlir kverúlantar eins
og ég eigum bágt með að fylgja með, heldur eru kerfi eins og skólakerfi
jafnvel í enn meiri vanda. Kannski af því spyrnt er við fótum, kannski af
kerfislægum hægagangi. Af þeim sökum eigum við að galopna eyrun þegar
ungt og vel gefið fólk á lokaári í grunnskóla kemur fram og tjáir sig með
þeim hætti sem vísað var til. Þeirra er framtíðin og því hafa þau fullt leyfi
til að setja fram gagnrýni á það sem þau snertir. Auðvitað eiga ungmenni
við lok grunnskóla að búa yfir einhverri þekkingu í fjármálalæsi og hvernig
eigi almennt að takast á við lífið utan veggja skólans. ef sú þekking verður
til þess að þau viti ekki að bjarni Thorarensen samdi eldgamla ísafold árið
1818, þá verður bara svo að vera.
Magnús Magnússon
Hópbílar hf. sem sjá um utanbæjar-
akstur fyrir Strætó bS eru um þess-
ar mundir að taka í notkun fjóra
nýja vagna á leið 57, sem ekur milli
Reykjavíkur og Akureyrar með við-
komu m.a. á Akranesi og borgar-
nesi. Um er að ræða VDL vagna,
15 metra langa með 63 sætum. Að
auki verður einn bílanna útbúinn
með hjólastólalyftu.
arg
Í liðinni viku var komið með á Æð-
arodda á Akranesi fyrstu límtrés-
einingarnar í væntanlega reiðhöll
hestamannafélagsins Dreyra. Reis-
ing hófst svo í gær. Það er fast-
eignafélag Akraneskaupstaðar sem
verður formlegur eigandi hússins
en gerður var langtímasamningur
um reksturinn við Dreyra. Það er
sambærilegt rekstrarform og milli
Akraneskaupstaðar og Golfklúbbs-
ins Leynis um frístundamiðstöð-
ina við Garðavöll. Reiðhöllin verð-
ur 1.125 fermetra límtréshús frá
Límtré-Vírneti; 25 metra breitt og
45 metra langt.
mm
Að gefnu tilefni vill Matvælastofnun
benda á mikilvægi þess að við lönd-
un úr veiðiskipum og við flutning á
afla sé komið í veg fyrir að fiskurinn
verði fyrir utanaðkomandi mengun
svo sem fugladriti. Þetta krefst þess
að kör séu lokuð og að flutningur
sé í lokuðum ökutækjum. einnig er
ástæða til að benda sérstaklega á að
fiskur sem af slysni fellur úr kari á
bryggjuna er ekki hæfur til mann-
eldis.
Í veiðiflotann hafa á síðustu árum
bæst við strandveiðibátar. „Strand-
veiðar eru stundaðar um allt land
yfir sumarið og fer löndun fram á
höfnum hringinn í kringum landið.
Löndun á fiski yfir sumarið er því
umfangsmikil og brýnt að tryggja
viðeigandi hreinlæti og kælingu frá
veiði og þar til fiskurinn fer á borð
neytenda,“ segir í tilkynningu.
eftirlitsmenn Matvælastofnunar
hafa víða orðið varir við óhreinindi
í fiskikörum. einnig berast stofn-
uninni reglulega kvartanir frá sjó-
mönnum og fiskkaupendum um
óhrein og skemmd löndunarkör.
Kör sem notuð eru fyrir matvæli
þurfa að vera hrein og er það ein-
göngu tryggt með hreinsun eftir
hverja notkun. Jafnframt er óæski-
legt að nota fiskikör fyrir annað en
matvæli. Kör til annarra nota skal
merkja sem slík og ekki nota aftur
fyrir matvæli.
Hér eru birtar nokkrar mynd-
ir sem eftirlitsmenn hafa tekið af
körum á höfnum landsins. Um er
að ræða kör sem eru í notkun sem
fiskikör, ekki afskrifuð kör sem tek-
in hafa verið afsíðis. Matvælastofn-
un mun fylgjast áfram með ástandi
kara og hvetur þá sem leggja kör
fram til löndunar að minnast þess
að körin eru ílát undir matvæli.
mm/ Ljósm. MAST
VDL vagn sem Hópbílar hf.
hafa tekið í notkun fyrir leið
57 hjá Strætó.
Ljósm. Guðjón Ólafsson.
Nýir vagnar á leið 57
Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin 1. maí 2019. Hana framkvæmdu fulltrúar yngri og eldri hestamanna og sveitar-
stjórna Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Ljósm. mm.
Reising reiðhallar hafin á Akranesi
Komið var með fyrstu einingar burðarvirkis reiðhallar síðastliðinn fimmtudag og
hófst reising þeirra í gær. Ljósm. arg.
Verja þarf landaðan afla fyrir fugli