Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 202118 Halldór benjamín Hallgrímsson, Dóri Hallgríms, hefur ýmislegt fyrir stafni. Hann var fyrst ráðinn inn sem smiður á Sjúkrahús Akra- ness en er nú deildarstjóri húsnæð- is og tækja hjá Heilbrigðisstofn- un Vesturlands, auk þess að starfa sem sjúkraflutningamaður. ekki má gleyma húsbandi HVe, Hand- ymen, en þar leikur Dóri á gítar og syngur. Þá syngur Dóri með Kór Akraneskirkju og stundum einsöng við athafnir í kirkjunni. Dóri hleyp- ur einnig mikið og stundar fótbolta og golf. blaðamaður settist niður með Dóra og bað hann að segja að- eins frá sjálfum sér, en víkjum fyrst að kórstarfinu. Halldór vakti talsverða athygli þegar hann flutti ásamt öðrum fé- lögum úr Kór Akraneskirkju, Daní- el friðjónssyni, Sveini Arnari Sæ- mundssyni og Ingþóri bergmann Þórhallssyni sem sá um mynd og hljóð, lagið „Minn bátur“ eftir norska söngvarann björn eidsvåg við eigin texta. Laginu var streymt á Allra heilagra messu í helgistund í Akraneskirkju 1. nóvember á síð- asta ári en þann dag er látinna minnst. Sveinn Arnar Sæmunds- son kórstjóri setti flutninginn inn á facebook þar sem það fékk mik- ið áhorf og verið deilt margsinnis. Höfundur lagsins, björn eidsvåg, er mörgum Íslendingum að góðu kunnur en sumir hafa kallað hann bubba Morthens þeirra Norð- manna. Hann er prestur, lagahöf- undur og vinsæll söngvari og hefur gefið út meira en 25 plötur á ferli sem hefst árið 1976. Myndband af flutningi lagsins Minn bátur má finna á facebook síðu Garða- og Saurbæjarprestakalls svo og á You- tube síðu Akranesskirkju. Á Akranesi alla tíð „Ég er borinn og barnfæddur Ak- urnesingur, fæddur árið 1959 og hef búið á Akranesi alla tíð ef und- an eru skilin örfá ár sem fjölskyld- an bjó í Reykjavík. eiginkona mín er Guðrún Hróðmarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á skurðdeild HVe og eigum við þrjú börn, Hróðmar sem býr á Akranesi, Sigurbjörgu sem býr á Akranesi en er að flytja með fjölskylduna til Reykjavíkur og Hilmar sem stundar nám í banda- ríkjunum. barnabörnin eru orðin þrjú og tvö fóstur barnabörn og eitt fóstur barna barna barn.“ Dóri byrjaði í menntaskóla á sín- um tíma, en tók námið ekki nógu alvarlega, hætti og fór í smíðanám í fVA og á verksamning hjá föð- ur sínum. „eftir það fluttum við til Reykjavíkur þegar Guðrún fór í hjúkrunarskólann. Þar lauk ég meistaraskólanum en við fluttum fljótlega aftur upp á Skaga enda hvergi betra að vera.“ Dóri hefur starfað á við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, HVe, áður Sjúkrahús Akraness, frá árinu 1987. Frábær vinnustaður „HVe er frábær vinnustaður, mað- ur sér það best á því hvað starfs- mannaveltan er lág. Það er mjög lítið um að fólk sem byrjar á HVe hætti þar. Mér finnst þetta hafa verið mjög vel rekið af þeim fram- kvæmdastjórum sem hér hafa verið í minni tíð. framkvæmdastjórarn- ir hafa vissulega verið mismunandi en allir frábærir hver á sinn hátt að mínu mati,“ segir Dóri. Þetta er náttúrulega mjög fjöl- breytt, að starfa bæði við sjúkra- flutningana og hitt starfið. Dóri hefur sem áður segir starfað sem sjúkraflutningamaður í áratugi. „Það er alltaf erfitt að koma að slysum en allra verst er að koma að sjálfsvígum. Slys geta alltaf gerst og eru hluti af lífinu, fólk ætlar sér ekki að lenda í slysum en sjálfsagt verður aldrei hægt að koma í veg fyrir þau. Sem betur fer hefur orðið vakning í þessum málum og mér finnst sjálf- vígstilraunum hafa fækkað á undan- förnum árum, vonandi er það rétt allavega er meiri umræða um þessi mál með tilkomu t.d. Píeta samtak- anna,“ segir Dóri. Samstilltur hópur Sami hópurinn hefur verið í sjúkra- flutningunum í mörg ár en smám saman hefur hópurinn stækkað enda flutningunum fjölgað mik- ið, orðin um 1.000 útköll á ári bara á Akranesi. „Þegar við byrjuðum í þessu 1995 var alveg hending ef við fórum til Reykjavíkur. Þá voru göngin ekki komin og ef sjúklingur var sendur suður var það eitthvað alveg sérstakt. Núna förum við margar ferðir á viku til Reykjavíkur. flest öll beinbrot eru meðhöndluð í Reykjavík þó þau séu mynduð hér og skoðuð. flestar stærri aðgerðir og sérhæfðari rannsóknir eru gerð- ar í Reykjavík sem þýðir að það eru oft margar ferðir fram og til baka með hvern sjúkling,“ segir Dóri. „Þetta er afskaplega góður og samstilltur hópur í sjúkraflutning- unum hjá HVe. Þetta er þannig starf að við þurfum að geta treyst algerlega hvert á annað, þegar við erum í verkefnum en ekki síður eft- ir verkefnin. Þau eru þess eðlis oft að við þurfum að vinna úr reynsl- unni og þá er ómetanlegt að eiga góða vinnufélaga. Við sjúkraflutn- ingamenn vinnum náið með lög- reglunni hér á Akranesi og höfum átt frábært samstarf við þá. Til að stilla saman strengi erum við að spila við þá fótbolta tvisvar í viku og kallast þetta „löggu og bófó“ fótboltinn. Við höfum þó lítið spil- að síðastliðið ár vegna Covid.“ Á árum áður sá lögreglan um sjúkraflutninga á Akranesi og í nágrenni þess. Árið 1995 varð sú breyting að flutningarnir færðust til sjúkrahússins. Gísli björnsson sem hafði verið yfir sjúkraflutn- ingunum var ráðinn sem yfirmað- ur sjúkraflutninga hjá sjúkrahús- inu. „Ég var ráðinn í flutningana með smíðastarfinu. Það er síð- an um 2010 sem HVe verður til með sameiningu allra heilbrigðis- stofnananna á Vesturlandi og hluta norðvesturlands. Þá er Gísli settur yfir alla sjúkraflutninga HVe og ég verð deildarstjóri húsnæðis og tækja. Okkar samstarf hefur gengið vel,“ segir Dóri. Ekið meira vegna sérhæfingar Að meðaltali eru um 300-400 sjúkraflutningar milli Akraness og Reykjavíkur á ári. „Þetta helgast að hluta af því að sérhæfingin verður alltaf meiri og meiri. Þetta þýðir að sjúklingar eru fluttir þangað sem sérhæfingin á hverju sviði er mest.“ Dóri segir Hvalfjarðargöngin hafa skipt sköpum því alvarlegum slys- um í umferðinni og dauðaslysum hefur fækkað mikið. „Vegurinn um Hvalfjörð var hlykkjóttur, umferð- in mikil og fólk ók hann í öllum veðrum. Við þurfum því mjög oft að fara á slysavettvang inn í Hval- fjörð.“ eftir að göngin voru tekin í gagnið árið 1998 hefur slysum á leiðinni á milli Akraness og Reykja- víkur fækkað mikið ef undan er skilið Kjalarnesið. „Við þurfum oft að fara í útköll á móti sjúkraflutn- ingamönnum af höfuðborgarsvæð- inu. Mér finnst stundum gleymast í umræðunni um kostnað við gerð og rekstur Hvalfjarðarganga hversu mikið hefur sparast með þessari fækkun slysa.“ Söngurinn en nú að öðru. Dóri hefur sungið og starfað með nokkrum kórum og sönghópum síðan í kringum 1990. Hann hóf söngferilinn með söng- hópnum Sólarmegin sem saman- stóð af áhugafólki um söng á Akra- nesi. „foreldrar mínir voru virkir í söngstarfi og var Hallgrímur fað- ir minn í öllum kórum sem hann mögulega komst í þannig að ég ólst upp við söngmenningu. Sól- armegin var svokallaður acapella sönghópur, mest sungið án undir- leiks og stjórnandi hópsins var til að byrja með Ragnheiður Ólafs- dóttir en síðan tók Guðmundur Jó- hannsson við. Hápunkti ferils síns náði Sólarmegin í tónleikaferð um Norðurlöndin sem farin var árið 1993 þar sem sungið var í vinabæj- um Akraness. Ég söng með Sólar- megin í um tíu ár en þá hætti ég að syngja og tók mér frí í ein sex eða sjö ár. Þessi hópur var einstaklega samheldin,“ segir hann. Dóri segist eiginlega hafa byrj- að að syngja aftur eftir hlé þegar Sveinn Arnar Sæmundsson, org- anisti og kórstjóri, kom á Akranes. „Sveinn Arnar kom svolítið eins og ferskur andblær inn í tónlistarlíf Akurnesinga,“ segir hann og held- ur áfram. „Sveinn Arnar hefur ver- ið mikil vítamínsprauta í tónlistar- starf, kórstarf og menningarstarf almennt hér á Akranesi. Hann er aðal sprautan í stofnun Kalmans- listafélagsins sem staðið hefur fyr- ir margsíslegum tónlistar viðburð- um.“ Mikilvægara að geta hlustað en sungið Það var mjög góður skóli og mik- ill lærdómur að taka þátt í Sólar- megin segir Dóri. „Það er eigin- lega meira atriði þegar maður er í svoleiðis hópi að geta hlustað held- ur en sungið. Meira atriði að vera með góða tónheyrn heldur en að vera með góða rödd.“ Dóri hefur í mörg ár sungið með Kór Akranes- kirkju. Kórinn syngur við ýmsar at- Söngurinn er besta geðlyfið -segir Halldór Hallgrímsson sem ræðir um sjúkraflutninga, tónlist, íþróttir og sitthvað fleira Dóri í golfi í Vestmannaeyjum. Hjónin Dóri og Guðrún með tvö af barnabörnunum; Benjamín Örn Birkisson og Guðrúnu Sölku Hróðmarsdóttur. Halldór hér í starfi sínu sem deildarstjóri húsnæðis og tækja hjá Heilbrigðis- stofnun Vesturlands, en aftan við hann má sjá hvar gert er við þakskegg á HVE á Akranesi. Dóri í fótbolta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.