Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 17.02.2021, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. febRúAR 2021 15 Lagnaþjònusta Vesturlands ehf. Alhliða þjónustufyrirtæki á sviði pípulagna Sendu okkur verkbeiðni à lagnavest@gmail.com eða hafðu samband við okkur í síma 787-2999 Smellpassar þú í hópinn? Nánari upplýsingar um starfið veitir Steingrímur Jónsson, rekstrarstjóri, steingrimurjo@bmvalla.is eða í síma 412-5440. Mannauðsstefna fyrirtækisins lýsir vilja fyrirtækisins til að vera eftirsóttur vinnustaður sem byggir á sterkri sögu, liðsheild með viðamikla reynslu og þekkingu. Stefnunni er ætlað að tryggja starfs- mönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna. Mikil áhersla er á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. bmvalla.is Starfssvið • Mótauppstilling • Vinna við mót og veltiborð • Járna, smíða og steypuvinna • Vinna með ýmsan búnað og efni sem tengjast einingaframleiðslu Hæfniskröfur • Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Lyftarapróf er kostur BM Vallá á Akranesi – Smellinn leitar að duglegum og drífandi starfskrafti sem vill vera hluti af jákvæðri liðsheild! Starfið felur í sér að framleiða vörur til endursölu í sölueiningum fyrirtækisins. Framleiðsla sér einnig um að fylgjast með stöðu hráefna, tækja og verkfæra ásamt því að settum gæða- og framleiðslumarkmiðum sé náð. Um er að ræða 100% framtíðarstarf og skilgreindur vinnutími er frá kl. 7.30-16.50. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli Villikettir Vesturlands starfa und- ir merkjum Dýraverndunarfélags- ins Villikatta. Markmið félgs- ins, sem stofnað var 2014, er að hlúa að villi- og vergangsköttum í landshlutanum, útvega þeim skjól og færa þeim matargjafir. félagið starfar eftir TNR hugmyndafræð- inni. „Við sem erum starfandi sem sjálboðaliðar fyrir Villiketti á Vest- urlandi finnum fyrir miklum stuðn- ingi meðal íbúa varðandi matar- gjafir,“ segir Una Guðný Pálsdóttir á Akranesi en hún er ein þeirra sem stendur að Villiköttum á Vestur- landi. „Við erum með matarsöfn- unarkörfur á nokkrum stöðum á Akranesi. Körfurnar okkar eru staðsettar í Krónunni og Dýrabæ. en einnig er hægt að koma mat- arpokum á starfsmenn bónuss, sem þeir geyma síðan fyrir okkur. einnig er hægt að hafa samband við okkur í skilaboðum og koma á okkur mat og ýmsu öðru katta- tengdu,” segir Una Guðný. „Aðalmarkmið okkar er að stemma stigu við fjölgun villi- katta á mannúðlegan hátt með því að fanga þá, láta gelda og sleppa þeim síðan aftur. er þetta unnið samkvæmt alþjóðlegri aðferð. Við fylgjum þeim síðan eftir. Setjum matarstaura þar sem þeir halda sig þannig að þeir geti náð sér í mat, þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina þegar fæðuöflunin er erfiðari. Með þessu erum við að hlúa að villikött- um úti með matargjöfum og skjóli og huga almennt um velferð katta á svæðinu.“ Una Guðný sagði að starfsemi Villikatta á Vesturlandi sé und- ir hatti dýravendurfélagsins Villi- kettir Íslands sem var stofnað árið 2014 í Reykjavík. Hún segir að það félag sé með samning og samvinnu við dýralæknastofur þar sem kett- irnir fara í geldingu. Þá hafa félagið Villikettir á Vesturlandi aðstöðu á Akranesi þar sem kettirnir eru vist- aðir fram að geldingu og síðan jafna þeir sig og hlúð er að þeim. en það getur tekið allt að einni viku áður en þeim er sleppt aftur. Stór hluti fær varanlegt heimili „Við erum 8-9 sjálfboðaliðar sem sinnum starfinu hérna á Akra- nesi, sem felst í því að fanga kett- ina í búrin, sem getur verið þoli- mæðisvinna og einnig þarf að gefa þeim að éta,” segir Una Guðný. „Við erum síðan með stuðnigsfjöl- skyldur sem taka kettina sem eru það ungir að hægt er að gera þá mannvana og koma þeim í fóstur. en sumir kattanna eru orðnir það gamlir að ekki er hægt að ná eðl- inu úr þeim og þeir verða áfram villikettir. Það eru þeir sem höld- um áfram að hugsa um með matar- gjöfum. Í fyrra náðum við 52 villi- köttum í búrin og 33 af þeim fengu síðan varanlegt heimili.“ Víðar um Vesturland Þegar Una Guðný var spurð að því hvort það væru einhver ákveðin svæði þar sem villikettirnir héldu sig, sagði hún að svo væri. Það væri á nokkrum stöðun í nágrenni Akra- ness og einnig á svæðum annars- staðar á Vesturlandi sem þau vissu um og færu með búrin á þau svæði. Því er hlúð að villiköttum m.a. á bifröst, við Akrafjall og á Grund- artanga. „en umfangið í kringum þetta kostar auðvitað sitt og erum við að leita til Akraneskaupstaðar með stuðning og vonumst eftir góðum viðtökum eins og hjá bæjarbúum þegar við auglýsum á facebook- síðu okkar um að þurrmaturinn hjá okkur sé á þrotum. Þá fyllast matarsöfnunarkörfurnar. færum við bæjarbúum bestu þakkir fyrir skjót viðbrögð og hlýhug. einnig geta þeir sem hafa áhuga að kynna sér starfsemi okkar betur og jafn- vel að gerast sjálfboðaliðar, að leita upplýsinga á facebooksíðunni; Villikettir Vesturland. en öll starf- semi okkar stuðlar auðvitað að því að halda jafnvægi í náttúrunni og koma í veg fyrir offjölgun katta,“ sagði katta- og dýravinurinn Una Guðný Pálsdóttir að endingu. se Villikettir á Vesturlandi „Finnum fyrir miklum stuðningi meðal íbúa með matargjafir“ Hér er búið að ná Tásu í búr. Ef tekst að spekja og gera mannvanan villikött eignast þeir ætíð heimili. Glaðlegir kettlingar. Einn af köttunum sem hafa verið fangaðir á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.