Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Síða 18

Skessuhorn - 30.06.2021, Síða 18
MiðVikuDAGur 30. júní 202118 Frá og með síðasta laugardegi, 26. júní, gilda engar takmarkanir á samkomum á landinu vegna Co- vid-19. Ástandið hér á landi hef- ur spurst út og hefur ferðamönn- um fjölgað verulega síðustu tvær vikurnar. Má því segja að íslenska ferðasumarið sé farið að taka við sér. ísland komst einmitt í heims- fréttirnar á föstudaginn þegar öll- um takmörkunum var aflétt inn- anlands, fyrst allra Evrópuríkja. umferð farþega gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað úr um eitt til tvö þúsund á dag í um fjögur til fimm þúsund og bara í síðustu viku taldi blaðamaður yfir 100 vélar sem lentu á keflavíkur- flugvelli og þá var helgin ekki tal- in með. Blaðamaður Skessuhorns lagði af stað í leiðangur í sannkall- aðri sumarblíðu. Ekið var um Borg- arfjörð og erindið að taka púlsinn á ferðaþjónustunni í sveitinni. Bíltúr- inn um Borgarfjörð bar þess merki að ferðaþjónustan sé farin aftur í gang. Mátti sjá nokkra Dacia Dus- ter bíla á ferðinni ásamt sívinsæl- um kúkú campers bílum sem eru eins og lítil hús á hjólum. Þá mátti af og til heyra framandi tungumál á ýmsum vinsælum stoppistöðvum, að ógleymdum íslendingum í sum- arleyfisferðum sínum. Fyrsta stopp, Ullarselið á Hvanneyri Fyrst var ekið áleiðis í nafla al- heimsins, eins og þessi staður er oft þekktur fyrir á samfélagsmiðlum, eða Hvanneyri í Borgarfirði. Þar er m.a. að finna ullarselið og Land- búnaðarsafn íslands. „Það er eitt- hvað af ferðafólki sem er að koma til okkar. Mun meira en í fyrra,“ svarar Lára Lárusdóttir, starfsmað- ur í ullarselinu, þegar blaðamaður spyr hvort það sé eitthvað af fólki að kíkja til þeirra. „Við finnum að þetta er að fara af stað aftur og erum bjartsýn á að gestum fari bara fjölgandi,“ bætir hún kát við. ullarselið og Landbúnaðarsafn íslands er opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00-17:00. Gestir eru hvað mest spenntastir fyrir að skoða handspunna bandið sem er að sögn Láru mjög sérstakt. „Fólk er bæði að kaupa bandið og líka bara þreifa á því. Svo er verslað svolítið af þess- um klassísku lopapeysum. En eins og með peysurnar úr handspunna efninu, þá eru þær peysur mýkri. ullin er þvegin minna og hún fær að njóta sín mun betur. Verður ís- lenskari fyrir vikið,“ bætir Lára við að endingu. Covid leiddi til jákvæðra breytinga í Fossatúni Steinar Berg í Fossatúni á bökkum Grímsár segir greinilegt að ferða- maðurinn sé að fara hægt af stað. „Við erum að horfa á að vinna okk- ur frá 95% tekjufalli upp í eitt- hvað sem var eðlilegt hér áður fyrr og erum á leiðinni, kannski komin hálfa leið eins og staðan er í dag,“ segir Steinar jákvæður í samtali við blaðamann. „Það er að koma inn talsvert af pöntunum en þær eru dreifðar á þetta ár og það næsta,“ bætir hann við. Steinar segir Covid hafa leitt til jákvæðra breytinga á rekstrinum í Fossatúni. „Þetta er mjög fjöl- þætt sem við erum að bjóða upp á og höfum við verið að þróa okkar þjónustu síðustu árin. Covid leiddi að mörgu leyti til þessara breyt- inga,“ útskýrir Steinar. „Við vorum í upphafi með tjaldsvæði en lokuð- um því svo, ætluðum okkur ekki að vera í þeim rekstri. En svo þegar Covid kom upp, þá stóð tjaldsvæð- ið uppi sem skemmtileg eining sem hentaði á breyttum tímum vegna þess að svæðið er hólfað niður og gaf meira færi á að hrúga ekki öll- um saman. Við höfum útfært þær hugmyndir síðan í fyrra þannig að tjaldsvæðið er núna komið inn í bókunarkerfið okkar bara eins og herbergi, þú pantar þér stæði,“ bætir hann við. „Þessar breytingar sem fylgja Covid, hvað þetta varð- ar, eru komnar til að vera. Það var til staðar ómenning í tjaldsvæðis- málum. Allir hrúga sig og þar sem var laust pláss þá var það bara tekið. Það er ekki svoleiðis í dag, þú færð þitt pláss, þitt hólf, hvernig sem það er og það kemur enginn og tekur það. Fólk getur verið rólegra. Við höfum fengið alveg ofboðslega góð viðbrögð við þessu.“ Fossatún er fjölskylduvænt svæði í fallegri náttúru. Þar er tröllagarð- ur sem búið er að þróa undanfar- in ár og er að sögn Steinars mjög vel sóttur. „Þetta er æðislegt svæði og heilmikið í gangi. Við erum að fá gesti alla daga vikunnar og erum mjög bjartsýn á framhaldið,“ segir Steinar að endingu. Túristinn eltir góða veðrið Haldið var áleiðis áfram og stoppað í Hvernum á kleppjárnsreykjum. Íslenska ferðasumarið að taka við sér Púlsinn tekinn á ferðaþjónustunni á nokkrum stöðum í Borgarfirði Ungir drengir að baða sig í sólinni fyrir utan Ullarselið og Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Steinar Berg Ísleifsson, ferðaþjónustubóndi í Fossatúni. Fossatún í Borgarfirði. Hverinn á Kleppjárnsreykjum. Krauma, náttúrulaugar við Deildartunguhver. Að sögn Jónasar framkvæmda- stjóra Kraumu fer sumarið afar vel af stað hjá þeim.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.