Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2021, Qupperneq 23

Skessuhorn - 30.06.2021, Qupperneq 23
MiðVikuDAGur 30. júní 2021 23 Sláttur er nú víða hafinn hjá bænd- um um vestanvert landið, svo sem í Dölum, Snæfellsnesi og Borgar- firði. Grasspretta tók verulega við sér í kjölfar úrkomu og hlýnandi veðurs í síðustu viku. Á friðuðum túnum hjá kúabændum er því kom- in þokkaleg slægja. Á það ekki síst við svæðið kringum Akrafjall þar sem sprettur oft snemma. Meðal bænda sem byrjuðu hey- skap í liðinni viku var Haraldur Benediktsson bóndi á Vestra-reyni við Akrafjall. Haraldur sló heima- túnið á miðvikudaginn og rúllaði uppskerunni síðdegis á fimmtudag. Honum til aðstoðar var Hjálmar ingibergsson systursonur hans sem léttir gjarnan undir í búverkunum. Haraldur segir ágæta sprettu og því ekkert að vanbúnaði að hefja slátt. „Það var ekki eftir neinu að bíða að slá heimatúnið,“ sagði Harald- ur léttur í bragði, greip upp væna heytuggu og bauð blaðamanni að lykta af ilmandi töðunni. Var að því búnu stiginn upp í Massey Fergu- son dráttarvélina sem dró sam- byggða Claas rúllu- og pökkunar- vél, og rúllaði fyrstu uppskeru sum- arsins glaður í bragði. mm um næstsíðustu helgi lagðist lít- ið flutningaskip að bryggju á Akra- nesi. um borð voru einingar sem fljótlega var hafist handa við að skipa á land. Á þriðjudag í liðinni viku var ekið með þessar einingar í lögreglufylgd að lóðinni Aspar- skógum 19 í Skógarhverfi og tólf íbúða húsi á tveimur hæðum raðað upp á sökklana. Lauk því verki sam- dægurs. næsta dag hófst tíu manna lettneskur vinnuflokkur handa við ýmsan frágang, meðal annars að setja klæðningu utan á húsið og reisa svalir en þær voru sömuleiðis úr forsmíðuðum einingum. Einn- ig koma íslenskir iðnaðarmenn að verkinu, svo sem pípulögnum og frágangi á lóð. Það er fyrirtækið Modulus sem byggir húsin og selur íbúðir í þeim. Fyrr á þessu ári voru afhentar íbúð- ir í systurhúsi við hliðina á Aspar- skógum 21, sem allar seldust og er nú flutt inn í þær. íbúðirnar eru tveggja og þriggja herbergja, frá 56-73 fermetrar og er ásett verð frá 29,9 milljónum króna til 35,9 millj- ónir. Samkvæmt fasteignasöluvef Domus nova er afhending íbúða í húsinu í ágúst - september á þessu ári. nýja fjölbýlishúsið við Aspar- skóga 19 er einungis lítill hluti af þeim húsum sem nú eru í byggingu í Skógarhverfi. Þar er nú unnið í fjölmörgum húsum á ýmsum bygg- ingarstigum sem ýmist eru stað- steypt eða reist úr forsmíðuðum einingum. mm Flutt var inn í íbúðir fjölbýlishússins við Asparskóga 21 í vor en húsið á lóðinni fjær verður eins útlítandi. Ljósm. mm. Tólf íbúða blokk reist á einum degi Einingar teknar af palli flutningabíls á þriðjudaginn og settar beint á sökkul væntanlegs fjölbýlishúss. Ljósm. arg. Meðan einingarnar eru enn á flutningabílnum eru umbúðir teknar utan af þeim og þær því næst hífðar á sökkul. Inni í hverri einingu er allt frágengið en það var gert í verksmiðju í Lettlandi. Ljósm. arg. Neðri hæðin komin á sinn stað. Ljósm. arg. Á fimmtudag var byrjað að slá lektum utan á húsið og undirbúið fyrir klæðningu. Ljósm. mm. Sláttur víða hafinn

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.