Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Page 1

Skessuhorn - 07.07.2021, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 27. tbl. 24. árg. 7. júlí 2021 - kr. 950 í lausasölu Stefnir á listnám Catherine Soffía Guðnadótt- ir á Akranesi byrjar í haust nám í Myndlistarskólanum í Reykja- vík. Fyrr í sumar tók hún þátt í samkeppni um mynd framan á blað Hinsegin daga sem kem- ur út í byrjun ágúst, nokkru fyrir Gleðigönguna í Reykjavík. Í við- tali við blaðamann segir Cath- erine að samkomutakmarkanir á tímum Covid-19 hafi gefið henni kærkomið tækifæri til að finna sig sjálfa. Gagnstætt mörgum þakkar hún því fyrir þetta tímabil. Sjá bls. 18 Veðrið lék við landsmenn Óhætt er að segja að einmunablíða hafi einkennt Vesturland um liðna helgi. Tjaldstæði fylltust, bæjarhá- tíðir voru haldnar og fjölmarg- ir aðrir viðburðir stórir og smáir. Framundan er svo þétt viðburða- dagskrá. Meðal annars Fjórð- ungsmót Vesturlands og Hinsegin Vesturland, en báðar þessar hátíð- ir verða í Borgarnesi. Á meðfylgj- andi mynd er Tryggvi Konráðsson sem sýndi tvo af glæsifákum sínum á Ólafvíkurvöku á laugardaginn. Sjá bls. 26 Fékk Covid á Tene Guðbjörg Halldórsdóttir frá Borg- arnesi varð fyrir því í aprílbyrjun á þessu ári að smitast af Covid-19. Hún var þá stödd á vinsælu Te- nerife eyjunni í Atlantshafi með vinkonum sínum í fríi. Guðbjörg segir frá upplifun sinni þegar hún lá í einangrun í tíu daga á spítala á Tenerife, frá ættgengum sjúk- dómi sem hún lifir með ásamt því að segja frá baráttu sinni fyrir rétt- indum ungmenna þar sem hún sit- ur í stjórn Samfés á Íslandi. Sjá bls. 27 Rauðhærðust Hefð er fyrir því að á Írskum dögum á Akra- nesi að keppt er um að vera rauðhærðust- ur Íslendinga. Til mikils er að vinna; pen- ingagjöf frá Icelandair. Að þessu sinni var það hún Vigdís Birna sem vann titilinn þegar keppt var um hann í 22. skiptið, en keppendur voru tólf. Vigdís Birna er 13 ára og býr á Akranesi og á Hvítárvöllum í Borgarfirði. Sjá bls. 20-21 ALLA LEIÐ Vegabréf Um síðustu helgi fóru nokkrir frístundabændur út í Seley á Breiðafirði og rúðu eyjaféð sem þar er á sumarbeit. Þar sem féð er flutt snemma á vorin út í eyjuna þarf að fara sérstaka ferð til sumarrúnings þegar hlýrra er orðið í veðri. Ljósm. sá. Sumarleyfi fyrir íbúðalánið þitt arionbanki.is Viðskiptavinir með íbúðalán hjá Arion banka geta gert eins mánaðar greiðsluhlé í sumar. sími 437-1600 Okkar vinsæla veitingahús er opið alla daga frá kl. 11:30 til 21:00 Borðapantanir á landnam@landnam.is og í síma 437-1600 Hinsegin Vesturland Til hamingju!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.