Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 2

Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 2
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 20212 Tími bæjarhátíða heldur áfram og segja má að Borgarnes eigi svið- ið um næstu helgi. Þar verður hald- in Hinsegin hátíð Vesturlands. Stefnt er að því að hafa hátíðina sem veg- legasta og að Vesturland verði sem mest skreytt. Í því skyni bjóða að- standendur Vestlendingum að eign- ast regnbogafána og styrkja gott málefni í leiðinni. Síðar en þó ekki síst er stórhátíð hestamanna fram- undan; Fjórðungsmót Vesturlands sem hefst í dag og er einnig í Borg- arnesi. Á morgun er gert ráð fyrir suðvest- an átt, 5 til 13 metrum á sekúndu, hvassast með SA-ströndinni. Skýjað og dálítil rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 10 til 23 stig, hlýj- ast í innsveitum austanlands en 9 til 14 gráður vestantil. Á föstudag, laug- ardag, sunnudag og mánudag er reiknað með suðlægum áttum, skýj- að að mestu um landið vestanvert en bjartara fyrir norðan og austan. Einhver rigning verðum með köflum á Vesturlandi fram yfir helgi en síst þó á föstudag. Hlýtt loft ættað suður úr höfum er yfir landinu og má búast við að hiti fari yfir 20 gráður sums- staðar norðaustan- og austanlands. Gera má ráð fyrir að gosmóðu leggi yfir Vesturland næstu daga. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns hvort lesendur væru með lit- að hár. 70% svarenda svöruðu spurn- ingunni neitandi, 23% sögðu láta lita hárið, 5% vildu ekki svara svona við- kvæmri spurningu og 2% svarenda sögðust lita hárið, en bara stundum. Í næstu viku er spurt: Hvað myndir þú helst vilja? Systurnar Guðrún St. og Bjargey Anna Guðbrandsdætur stóðu að stofnun félagsins Hinsegin Vestur- land í byrjun ársins. Félagið stendur fyrir Hinsegin hátíð um næstu helgi í Borgarnesi. Þær eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Spá tveimur milljónum á næsta ári LANDIÐ: Ferðamálastofa spáir því að um 890 þúsund erlendir ferðamenn muni sækja landið heim í ár. Á næsta ári er því hins vegar spáð að gestafjöldinn verði svipaður og hann var árið 2019, eða rétt tæplega tvær milljónir erlendra ferða- manna. -mm Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi er 5,8% LANDIÐ: Atvinnuleysi hér á landi dróst saman um 2,8% á milli apríl og maí í vor. Það stendur nú í 5,8% samkvæmt nýju mati Hagstofu Íslands. Á meðal ungs fólks á aldr- inum 16-24 ára, dróst at- vinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Þeg- ar verst lét var atvinnuleysi í sögulegu hámarki í maí á síðasta ári þegar það slag- aði í tíu prósentustig. Áætl- að er að samtals séu 17.600 atvinnulausir á Íslandi, sem eru 8,4% af vinnuaflinu, sem telur um 210 þúsund manns. Með árstíðaleiðréttingu nú fer hlutfallið niður í 5,8%. -mm Nýtt samræmt námsmat í þróun LANDIÐ: Nemendur í 4., 7. og 9. bekk í grunnskól- um geta tekið ný hæfnimið- uð samræmd könnunarpróf næsta vor. Hefðbundin sam- ræmd könnunarpróf verða því ekki lögð fyrir í haust. Í tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu kemur fram að fyrirlögn þessara prófa verð- ur fyrsta skrefið í átt að nýju fyrirkomulagi samræmds námsmats fyrir nemendur í grunnskólum. Meginmark- mið þess er að veita nemend- um gagnlegar upplýsingar um námslega stöðu þeirra og vera kennurum, nemendum og foreldrum til leiðsagnar um áherslur í námi. -mm Ekið um nýjan vegarkafla HOLTAV.H: Búið er að leggja klæðningu á nýjan vegarkafla á Heiðarsporði á Holtavörðuheiði og hefur umferð verið hleypt á nýja veginn. Þar hefur umferðar- hraði nú verið lækkaður nið- ur í 50 km/klst. Vegfarend- ur eru beðnir að virða hraða- takmörkun og sýna tillits- semi, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. -mm Breytingar sem miða að því að mæta betur þörfum barna með annað móðurmál en íslensku og öðrum fjöltyngdum börnum í leikskólum hafa nú verið kynntar helstu hagsmunaaðilum. um er að ræða breytingar þar sem aukin áhersla er lögð á mikilvægi þess að mæta beri hverju og einu barni út frá menningarbakgrunni þess og að námsumhverfi skóla henti öll- um börnum sem þar stunda leik og nám. Þá er áréttuð nauðsyn þess að gagnkvæmur skilningur ríki milli foreldra og starfsfólks leikskóla á samspili náms og vellíðunar barna. Þá bætist við vísun til þess að í leik- skólum skuli leggja grunn að ís- lenskunámi barna og veita þeim ríkuleg tækifæri til að efla tungu- málafærni sína í daglegu starfi og leik, og að bera skuli virðingu fyr- ir fjölbreyttum tungumálum og leita leiða til að styðja við móður- mál barna og virkt fjöltyngdi í dag- legu starfi. Tillaga að fyrrgreindum breyt- ingum var unnin í víðu samráði við hagsmunaaðila og birt í samráðs- gátt stjórnvalda í febrúar síðast- liðnum. uppfærð gerð aðalnám- skrár leikskóla verður svo birt á vef mennta- og menningarmálaráðu- neytisins á næstu dögum. mm Miklar annir voru í bólusetn- ingu vegna Covid-19 á Vestur- landi í síðustu viku sem jafnframt var stærsta vikan frá upphafi bólu- setninga skömmu fyrir áramót- in. Fólk var boðað til bólusetning- ar með þeim bóluefnum sem í boði eru; svo sem frá Astra Zeneca, Pfi- zer og janssen. Hátt í þrjú þúsund manns fengu boð í vikunni til að fá efni frá Astra Zeneca og eitt þúsund með Pfizer. Auk þess var talsvert um að fólk fengi janssen bóluefnið. Á miðvikudaginn var stærsti dagur- inn, en þá voru 1716 einstaklingar bólusettir á Akranesi og hátt í 900 í Borgarnesi. Auk þess var bólusett í Stykkishólmi, Ólafsvík og Grund- arfirði. Á fimmtudag var svo bólu- sett á Hvammstanga, Búðardal og Hólmavík. Samkvæmt Heilbrigðisstofnun Vesturlands verður gert hlé á bólu- setningum frá 14. júlí til 4. ágúst. Á Akranesi og í Borgarnesi er til að mynda síðasti bólusetningardagur fyrir sumarhlé í dag, miðvikudag- inn 7. júlí. mm Framkvæmdum við endurheimt votlendis í landi jarðanna Hnausa og Hamraenda á sunnanverðu Snæ- fellsnesi lauk í desember á síðasta ári. Þó ekki sé lengra síðan hefur landið nú þegar tekið greinilegum breytingum og framförum, segir í tilkynningu frá landgræðslunni. Í vor kölluðu Sameinuðu þjóð- irnar eftir áhugaverðum og vel heppnuðum endurheimtarverk- efnum. Verkefnunum er ætlað að vísa leiðina að því hvernig verk- efni er æskilegt er að takast á við á nýhöfnum áratugi endurheimtar vistkerfa. landgræðslan sendi inn umsókn fyrir verkefnið á Hnaus- um og Hamraendum sem var sam- þykkt. Verkefnið er þar með komið í alþjóðlegan hóp 50 verkefna sem fylgst verður með til ársins 2030. um er að ræða tvær samliggjandi jarðir sem ná yfir 100 hektara svæði þar sem grafnir höfðu verið skurðir sem náðu samtals 16 km að lengd. „Á nýlegum loftmyndum af svæðinu sést greinilega að vatnsstaða lands- ins hefur hækkað og að náttúran hefur þegar hafist handa við að færa landið nær upprunalegu ástandi. landeigendur hafa séð aukningu í fuglalífi á svæðinu. Ber þar mest á ýmsum tegundum vaðfugla svo sem jaðraka, stelks og hrossagauks. Einnig hefur sést meira af öndum á svæðinu sem nýta sér tjarnir og opið vatn sem myndast hafa eftir að framkvæmdum lauk,“ segir í til- kynningu landgræðslunnar loks segir að ávinningurinn af endurheimtinni sé margfaldur. „utan þess að sporna gegn þeirri miklu kolefnislosun sem á sér stað úr framræstu landi skapast betri að- stæður fyrir dýralíf og gróður sem aftur skilar landi og vistkerfi í betra jafnvægi. Votlendissvæði Hnausa og Hamraenda er stærsta samfellda votlendissvæðið sem hefur verið endurheimt á vegum landgræðsl- unnar. Endurheimt votlendis er talsvert vandasamara og flóknara ferli en að „moka ofan í skurði“ eins og stundum er haldið fram. Eftir að landeigendur hafa sótt um þátttöku í verkefninu gerir starfsfólk land- græðslunnar úttekt á svæðinu til að sjá hvort það uppfylli sett skilyrði. Í framhaldinu er svæðið kortlagt og vatnsrennsli að og frá svæðinu at- hugað. Einnig eru allir skurðir og svæðin á milli þeirra kortlögð og svæðin mynduð úr lofti. Í fram- haldinu eru fengnir verktakar úr heimabyggð eða landeigendur framkvæma sjálfir verkið. Mikil- vægt er að við jarðvegsvinnu vegna endurheimtar votlendis sé unnið eftir ákveðnu verklagi og heppnað- ist vinna verktakans í landi Hnausa og Hamraenda framar vonum.“ mm Hnausar og Hamraendar eru fallegar jarðir við sjó á sunnanverðu Snæfellsnesi. Skurðirnir sem voru grafnir á sínum tíma eru samtals 16 km að lengd og sést vel marka fyrir þeim úr lofti. Það tekur langan tíma fyrir þau um merki að hverfa, náttúran þarf tíma til að ná jafnvægi. Vel heppnuð endurheimt votlendis á Snæfellsnesi Breytingar á aðalnámskrá leikskóla Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur sprautar hér Kára Jón Sigurðsson með bóluefni frá Janssen í Borgarnesi á miðvikudaginn. Stærsta bólusetningarvikan á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.