Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Page 6

Skessuhorn - 07.07.2021, Page 6
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 20216 Mikið álag vegna bæjarhá- tíða VESTURLAND: Miklar annir voru vegna bæjarhá- tíða um liðna helgi og fjöldi gesta á tjaldstæðum víða. Fimm líkamsárásir hafa ver- ið kærðar eftir helgina og eru til rannsóknar. Þá fyllt- ust fangaklefar aðfararnótt sunnudags. Fimm ökumenn voru handteknir grunaðir um ölvun við akstur um síð- ustu helgi og einn ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Nokkur afskipti voru höfð af áfengisneyslu ung- linga. Þá er haft samband við foreldra og barnaverndar- yfirvöld eins og vera ber þeg- ar höfð eru afskipti af börn- um undir 18 ára aldri. -frg 650 ökumenn myndaðir við of hraðan akstur LANDIÐ ALLT: lögregl- an á Vesturlandi hefur úr- vinnslu ljósmynda úr hraða- myndavélum um allt land á höndum. Á fyrstu sex dögum júlímánaðar hafa 650 öku- menn verið myndaðir við hraðakstur af hraðamynda- vélum sem eru staðsettar víðs vegar um landið og á höfuðborgarsvæðinu. Öku- mennirnir eiga von á sekt- um vegna hraðakstursins. Þá hefur lögregla kært 65 öku- menn fyrir of hraðan akst- ur, hraði þeirra mældist allt að 150 kílómetrar á klukku- stund. Margir ökumenn sem myndaðir eru við of hraðan akstur eru að nota farsíma við aksturinn en þá bætast 40 þúsund krónur við hraða- sektina. -frg Með stóra eftir- vagna en litla baksýnisspegla VESTURLAND: Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi hefur borið á því að öku- menn með stóra eftirvagna, hjólhýsi, fellihýsi og fleira, séu ekki með rétta hliðar- spegla til þess að fylgjast með því sem gerist aftan við bílana og eftirvagnana. Þetta skapar hættu fyrir aðra um- ferð eins og gefur að skilja og dæmi er um að ekið hafi ver- ið í veg fyrir neyðaraksturs- bíla í forgangsakstri þar sem ökumenn sjá ekki þá sem ætla að aka fram úr þeim. -frg Sofnaði og ók á ljósastaur BORGARNES: Ökumað- ur sem leið átti um Borgar- nes sofnaði við aksturinn. Í svefni ók hann niður ljósa- staur og hafnaði á rafmagns- kassa. Ekki urðu slys á fólki en dúrinn kostaði miklar skemmdir á bílnum, ljósa- staurnum og rafmagnskass- anum. -frg Bílvelta á Laxárdalsheiði DALIR: Á þriðjudag í síðustu viku barst Neyðarlínu tilkynn- ing um bílveltu á laxárdals- heiði í dölum. Þar voru erlend- ir ferðamenn á ferð. Ökumaður hafði sofnað með þeim afleið- ingum að bíllinn fór út af veg- inum. Þrír farþegar auk öku- manns sluppu ómeiddir en bíll- inn var mikið skemmdur og þurfti að kalla til dráttarbíl frá Búðardal til að fjarlægja hann. -frg Með röng skráningarnúmer BORGARNES: lögregla stöðvaði ökumann á Brúartorgi í Borgarnesi á miðvikudaginn í síðustu viku. Hann reyndist vera með röng skráningarnúm- er á bifreið sinni. Númerin voru tekin af bíl hans og verið er að skoða hvort þau séu mögulega stolin. -frg Mikið að gera hjá lögreglunni VESTURLAND: Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi hefur verið mikið að gera hjá lögreglunni það sem af er júlí- mánuði. Mikið var um hávaða- útköll, mörg þeirra vegna ölv- unarástands fólks. Þá fund- ust fíkniefni á víðavangi. Þeim var komið á lögreglustöðina á Akranesi. -frg Hraðakstur á nagladekkjum VESTuRlANd: Enn eru dæmi um ökumenn sem aka um á nagladekkjum. Ökumaður var tekinn á dögunum fyrir of hraðan akstur. Þegar nánar var að gáð reyndist bíll hans vera á nagladekkjum. Við það bæt- ast 40 þúsund krónur við hraða- sektina. -frg „Nú þegar sumarið er komið, fjöldatakmarkanir heyra sögunni til og sólin er farin að skína þá er held- ur betur tilefni til þess skemmta sér, skoða landið og njóta menningar- innar. Sóknaráætlun og Markaðs- stofa Vesturlands vilja því leggja hönd á plóg og stuðla að fjöl- breyttri viðburðadag- skrá á Vesturlandi,“ segir í tilkynningu. S ó k n a r á æ t l u n Vesturlands býð- ur listafólki og við- burðahöldurum upp á stuðning og sam- starf við viðburðahald á Vesturlandi 2021. Verkefninu er ætlað að lífga upp á samfélagið og krydda tilveruna eftir langt Covid- ár, styðja við skapandi greinar, efla samstarf og tengja saman ferða- þjónustuaðila og listafólk. Markaðsstofa Vesturlands held- ur úti viðburðadagatali Vestur- lands og setur þar inn upplýsingar um alla viðburði sem við fáum upp- lýsingar um, svo hægt sé að fylgj- ast með hvað er í boði vítt og breitt um landshlutann. Slóðin er west.is Þeim sem hafa hug á að halda við- burð á Vesturlandi er bent á að skrá viðburðinn í þetta samstarfsverk- efni hjá Markaðsstofu Vesturlands og Sóknaráætlun Vesturlands. Skráningar fara fram í gegnum þessa vefslóð: https://ssv.is/menn- ing/vidburdir-a-vesturlandi-2021/ Þeir viðburðir sem eru skráðir í verkefnið Viðburðir á Vesturlandi 2021 birtist í viðburðadagatali á vefsíðunum www.vesturland.is og www.west.is. Einnig er reynt að koma öllum viðburð- um á framfæri í gegn- um samfélagsmiðla Markaðsstofu Vestur- lands. Auk þess birt- ast allir viðburðir sem skráðir eru hjá MSV á viðburðardagatali á vefsíðu Ferðamála- stofu www.ferdalag.is „Fram undan er glæsilegt viðburðar- sumar með fjölbreyttri dagskrá um allt Vesturland langt fram eftir sumri – því er ástæða til að koma, dvelja og njóta á Vesturlandi,“ seg- ir í tilkynningu frá Markaðsstofu Vesturlands. mm Fyrsta helgin í júlí hefur oft verið stærsta ferðahelgi sumarsins á Vest- urlandi. Að þessu sinni var veð- urspáin góð fyrir landið allt og því dreifðist fólk víða. Þétt umferð var að og frá höfuðborgarsvæðinu á föstudag og sunnudag. Mikil um- ferð var um landshlutann og margir sem vildu nýta góða veðrið á tjald- stæðunum. Meðfylgjandi mynd var tekin á Húsafelli á laugardaginn, en þar fylltust tjaldstæðin á föstudaginn og urðu margir frá að hverfa. Þrátt fyr- ir að tjaldstæðið væri fullt var ekki endilega fleira fólk á svæðinu en á sambærilegri helgi fyrir nokkrum árum. Ferðavagnar eru nefnilega orðnir svo miklu stærri en áður og hluti af útilegubúnaðinum auk þess dúkur undir garðhúsgögnin, for- tjald og skjólgirðing og þá er jafn- an ekki langt í bílinn sem einnig er lagt á grasið. Helgunarsvæði hvers og eins er því á við meðal íbúð. Vel fór um gesti og um kvöldið safn- aðist fólk saman við fyrsta varðeld sumarsins. mm Fjölmenni á tjaldstæðum í landshlutanum Dvelja og njóta á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.