Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 10

Skessuhorn - 07.07.2021, Qupperneq 10
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 202110 Þorsteinn jóhannsson sérfræðing- ur í loftgæðum hjá umhverfsis- stofnun brýnir fyrir fólki, í samtali við fréttavefinn Vísi, að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndun- arfærasjúkdóma eigi að forðast úti- veru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestan- og vestanverðu landinu vegna gosmóðu. Þorsteinn segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venju- legi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Þessar brennisteinsagnir sem Þorsteinn nefnir hafa gert fólki lífið leitt. Þannig eru dæmi um að málning á nýmáluðum sólpalli í uppsveitum Borgarfjarðar hafi skemmst og ástæðan talin vera brennisteinsagnir sem bíta sig inn í málninguna. Hægt er að fylgjast með meng- un á vefnum lofgæði.is. Þar gefa litamerki til kynna styrk mengun- ar sem fólk þarf að varast, einkum þeir sem eru veikir fyrir í lungum. „Astmasjúklingar og fólk með und- irliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sín- um sjúkdómum. Ef þetta gos verð- ur viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mik- illi mengun, oftast hægt að fara á milli húsa en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gos- móða,“ segir Þorsteinn í viðtali við Vísi. mm Það var mikill erill á höfninni í Grundarfirði fimmtudaginn 1. júlí síðastliðinn en þá komu skip- in Björg EA og Björgúlfur EA til löndunar um morguninn og svo rétt fyrir hádegið lagðist skemmti- ferðaskipið le dumont d ur- ville að nýju bryggjunni og var það fyrsta skipið sem leggst þar að. Þar með hefst nýr kafli í hafnarsögu Grundarfjarðarbæjar en skipið var að koma í þriðja sinn í sumar. tfk Ragnar Már Ragnarsson hefur ver- ið ráðinn í starf byggingafulltrúa Snæfellsbæjar. Ragnar hefur þegar hafið störf og nýtt fyrstu dagana til að kynnast aðstæðum áður en hann fer í sumarfrí. Hann kemur svo að fullu til starfa hjá Snæfellsbæ í lok júlí. Í stuttu spjalli við Skessuhorn segir Ragnar að honum litist alveg ljómandi vel á nýja starfið og það væri hugur og kraftur í fólki í Snæ- fellsbæ. Hann sagði ennfremur að helstu verkefni fram undan væru verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins eins og viðhald á götum og fasteignum. Þá væri ný- lokið endurbótum á tjaldsvæðinu á Hellissandi sem hefði tekist með afbrigðum vel. Ragnar Már ólst upp á Akranesi þar sem hann sleit barnsskónum áður en hann flutti suður og síðar erlendis, til Horsens í danmörku. undanfarin ár hefur hann verið bú- settur í Stykkishólmi ásamt eigin- konu sinni, Þórnýju Öldu Baldurs- dóttur, og börnum. Ragnar lauk BSc í byggingafræði frá Vitrus Bering í Horsens árið 2004 og Mastersprófi í MPM í verkefnastjórnun frá Há- skóla Íslands árið 2007. Auk þess sótti hann löggildingu til að leggja fram aðaluppdrætti árið 2009 og þá nam hann skipulagsfræði tíma- bundið árið 2012. Ragnar Már kemur til starfa hjá Snæfellsbæ frá Þjóðskrá Íslands þar sem hann starfaði við fasteignamat. Einnig starfaði hann sjálfstætt við ýmis verk á sviði fasteigna, svo sem hönnun, skilgreiningu hlutverks byggingafulltrúa fyrir sveitarfélög, við eftirlit og sem byggingarverk- taki. vaks/ Ljósm. Snæfellsbær Mikið um að vera í Grundarfjarðarhöfn Björg EA, Björgúlfur EA og Le Dumont D Urville við bryggju á fimmtudaginn. Verið að setja kör í Björgúlf EA á meðan Björg EA tekur olíu. Tekið á móti spottanum. Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri var hinn kátasti þegar fyrsta skemmti- ferðaskipið lagðist að nýja hafnarkantinum. Grundarfjarðarhöfn var hin glæsilegasta með heimaskipin Farsæl, Sigurborgu og Runólf á minni bryggjunni og Björg, Björgúlf og Le Dumont D Urville á stærri bryggjunni. Meðfylgjandi loftmynd var tekin um helgina ofan við Stykkishólm. Þarna sést glöggt hvernig gosmóðan er vestan við Hólminn. Ljósm. sá Gosmistur getur verið skaðlegt fólki með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma Nýja þjónustuhúsið á tjaldstæðinu á Hellissandi. Ragnar Már er nýr bygginga- fulltrúi hjá Snæfellsbæ Ragnar Már Ragnarsson er nýr byggingafulltrúi Snæfellsbæjar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.