Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Síða 12

Skessuhorn - 07.07.2021, Síða 12
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 202112 Fjórðungsmót hestamanna á Vest- urlandi hefst í dag og lýkur sunnu- daginn 11. júlí. Í dag, miðvikudag, verður keppt í barnaflokki, ung- lingaflokki, ungmennaflokki og B-flokki ásamt því að dómar kyn- bótahrossa fara fram. Á morgun, fimmtudag, verður keppt í A-flokki og í tölti og seinni hluti dóma kyn- bótahrossa. Fjör verður á föstudeginum því þá er yfirlitssýning hryssa og stóð- hesta, úrslit í B-tölti og kvöldvaka og sýning ræktunarbúa. Hreim- ur Örn Heimisson lokar kvöldinu með trúbadorsstemningu í Reið- höllinni Faxaborg. laugardagurinn hefst með landssýningu hesta og þá verða úrslit í A- og B-flokki, úrslit í tölti, kvöldvaka, 100 m fljúgandi skeið og sigurvegarar ræktunarbúa og Ræktunarbú ársins verða krýnd. Siggi Hlö endar síðan kvöldið í Reiðhöllinni. Á sunnudeginum verða úrslit í barnaflokki, unglinga- flokki, ungmennaflokki og í A- og B-flokki og síðan mótslok. Mótsstjóri fjórðungsmótsins, Eyþór jón Gíslason, segir að það sé mjög góð mæting í alla flokka á mótinu, fínar skráningar og mjög vel tekið í mótið. Þeir hlakki til að taka á móti gestum og gangandi og hann á von á um 2000 manns yfir helgina. Sölubásar verða á svæðinu, mathöll í Faxaborg og tjaldsvæði í Borgarnesi og auk þess verða tjald- svæði fyrir ofan mótssvæðið fyrir þá sem vilja vera nær en þar er ekkert rafmagn. Þá er aðstaða fyrir blaða- menn og mótsstjórn í Félagsheimili Borgfirðings á svæðinu. Það er ljóst að það verður fjör í Borgarnesi um næstu helgi því Hinseginhátíð Vesturlands fer einnig fram í bænum og því líklegt að allskonar söngvar verða kyrjaðir af miklum móð alla helgina. vaks Síðastliðinn miðvikudag hætti Bif- reiðaþjónusta Harðar starfsemi í Borgarnesi. Þar með lauk 57 ára samfelldum rekstri fyrirtækis- ins. Fyrirtækið hefur alla tíð sinnt smurþjónustu og hjólbarðavið- gerðum, nú síðast við Borgarbraut 55. Þegar leið að lokum síðasta starfsdags á verkstæðinu var boðið upp á köku, eins konar erfidrykkju starfseminnar, að sögn davíðs Sig- urðssonar annars af eigendum fyr- irtækisins. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í síðustu viku var hætt við áform um að flytja starfsemina í annað húsnæði og hefur því ver- ið skellt í lás. Blaðamaður Skessu- horns var á ferðinni og fangaði lág- stemmda stemninguna síðastliðinn miðvikudag. Einnig lék honum for- vitni á að vita hvort önnur bifreiða- verkstæði í Borgarnesi gætu tek- ið við þeirri þjónustu sem nú hefur verið hætt á Borgarbraut 55. Hálfdán Þórisson rekur lítið bif- reiðaverkstæði, Bílabæ, við Brákar- braut 5 í Borgarnesi. Hann hefur einn starfsmann með sér en kveðst vilja hafa þá fleiri. „Ætli það séu ekki komin ein þrjú ár síðan ég reyndi að auglýsa eftir starfsmönn- um, en með afskaplega takmörk- uðum árangri. Það er einfaldlega skortur á bifvélavirkjum í landinu, allt of fáir sem læra þessa iðngrein og fáir sem leitast eftir að starfa úti á landi. Þá bætist það við að ef mað- ur finnur starfsmann sem vill flytja hingað er afar lítið um laust íbúð- arhúsnæði hér í Borgarnesi. Starfs- mannaskortur gerir það því að verkum að ég hef ekki getað auk- ið við starfsemina hjá mér eins og æskilegt væri,“ segir Hálfdán. Auk þess að sinna almennum viðgerð- um á bílum og hjólbarðaþjónustu rekur Hálfdán flutningabíl og sækir bilaða eða tjónaða bíla af vettvangi og kemur þeim til viðgerðar. Fyrr í vor opnaði Guðjón Krist- jánsson, ásamt Sigurði Heiðari syni sínum, nýtt verkstæði undir nafn- inu Gúndi GK. Það er í nýlegu iðn- aðarhúsi við Sólbakka 19, iðnaðar- hverfinu skammt ofan við Borg- arnes. Þeir feðgar hafa nú keypt tækjabúnað til að geta sinnt hjól- barðaviðgerðum og smurþjónustu og ætla auk þess að taka að sér að skipta um bremsuklossa. „En við þurfum að bæta við mannskap. Þar erum við að glíma við sama vanda- mál og aðrir hér í bænum, það virð- ist vera erfitt að fá menn til vinnu. Við erum hér með þrjár bílalyftur, dekkjavélar og ágæta aðstöðu, en vantar meiri mannskap,“ segir Guð- jón, en samhliða þessum rekstri við Sólbakka starfar hann sjálfur við rekstur Sláturhúss Vesturlands í Brákarey. Það er því í mörg horn að líta hjá honum. loks ber að geta að Stein- þór Hans Grönf eldt, sem er einn þeirra sem starfað hefur hjá Bif- reiðaþjónustu Harðar og missir nú vinnu sína. Hann hefur keypt dekkjavél og leigt sér aðstöðu í hluta Borgarplastshússins við Sól- bakka. Hann hyggst m.a. bjóða upp á neyðarþjónustu fyrir bíleigendur sem lenda í því að sprengja dekk úti á vegum eða dæla röngu eldsneyti á bíla sína. Hans þjónusta mun felast í að sækja bíla og dekk og gera við. mm Mótsstjórinn, Eyþór Jón Gíslason, á mótssvæðinu í Borgarnesi. Fjórðungsmót hestamanna hefst í dag Guðjón Kristjánsson og Sigurður Heiðar Guðjónsson hjá Gúnda GK. Vantar starfsmenn á verkstæðin í Borgarnesi Síðasti kaffitíminn hjá Bifreiðaþjónustu Harðar. Efri röð f.v. Eysteinn Örn Stefáns- son, Davíð Sigurðsson, Steinþór Hans Grönfeldt og Bjarni Freyr Björgvinsson. Sitjandi eru frændurnir og nafnarnir; Lárus Hermannsson og Lárus Jóhannsson. Á sjötta hundrað vörunúmer af smur- og loftsíum var að finna á lager smurþjónustunnar á Bifreiðastöð Harðar. Hér er Lárus Jóhannsson að sækja síðustu loftsíuna, sem reyndist vera innarlega í efstu hillu. Lalli vissi þó hvar hana var að finna. Hálfdán Þórisson í Bílabæ við dekkjavélina.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.