Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Síða 18

Skessuhorn - 07.07.2021, Síða 18
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 202118 Catherine Soffía Guðnadóttir er fædd framkvæmdaárið mikla hér á Vesturlandi, en árið 1998 var til dæmis umferðinni hleypt í gegnum Hvalfjarðargöng. Nokkurra vikna gömul var hún farþegi í barnavagni sem móðir hennar ók þegar gríð- arstór hópur fólks gekk í gegnum göngin 11. júlí það sumar. Cather- ine ólst upp á Akranesi og býr þar enn. Í barnaskóla naut hún þess að hafa myndlistarkennarana Bjarna Þór Bjarnason og Hrönn Eggerts- dóttur. Segir þau hafa glætt neist- ann fyrir að teikna og skapa. „Ég var náttúrlega að teikna á skóla- borðin, en líka í stílabækur reynd- ar.“ Í framhaldsskóla var svo eng- in áhersla á listgreinar og einbeitti hún sér að tungumálanámi. Fyr- ir tilviljun kynntist hún svo dýr- finnu Torfadóttur gullsmið og fór að vinna hjá henni í búðinni síð- asta haust. Segir dýrfinnu hafa hvatt sig til dáða í myndlistinni og nú hefur hún fengið inni í Mynd- listarskólanum í Reykjavík. Einn- ig tók Catherine þátt í samkeppni um mynd framan á blað Hinsegin daga sem kemur út í byrjun ágúst, nokkru fyrir Gleðigönguna. Í við- tali við blaðamann segir Catherine að samkomutakmarkanir á tímum Covid-19 hafi gefið henni kærkom- ið tækifæri til að finna sig sjálfa. Gagnstætt mörgum þakkar hún fyrir þetta tímabil því þá segist hún hafa fundið sjálfa sig. Að lifa af listinni „Ég kynntist dýrfinnu gullsmið á Vökudögum síðasta haust og fór í framhaldinu að hjálpa henni í búð- inni við Merkigerði 18. Ég var á tungumálabraut í FVA. Þótt að ég sé tvítyngd lagði ég alltaf áherslu á að hafa íslenskuna sem fyrsta mál. Bætti svo við námi í ensku, dönsku, þýsku og spænsku þegar ég var í fjölbraut. Á heimilinu var töluð enska þegar ég var að alast upp. Það þýddi því ekkert fyrir konurnar á leikskólanum að tala ensku ef þær vildu ekki að börnin skildu. Eins og til dæmis þegar þær voru að tala um að það yrði boðið upp á „ice cream“ eftir matinn. Þá skildi ég það nátt- úrulega vel og leyndarmálið var ekki lengur leyndarmál. Ég varð svo stúdent frá FVA árið 2017 og var í tvö ár eftir það í vinnu svona á meðan ég var að taka ákvörð- un um hvað ég ætlaði í lífinu. um tíma var ég að hugsa um að fara að læra geislafræði, en hef nú kom- ist að raun um að það hefði verið afar slæm hugmynd fyrir mig að læra eitthvað sem ég hef ekki raun- verulegan áhuga á. Ég sé mig ekki í vinnu á rannsóknarstofu. Það var svo fyrir hvatningu dýrfinnu að ég fékk inni í Myndlistarskóla Reykja- víkur þar sem ég byrja í haust.“ Catherine segir að fram undir þetta hafi hún verið búin að sannfæra sjálfa sig um að það væri ekki hægt að læra myndlist til að geta lifað af henni. Segir það reyndar algengt viðhorf enn í dag. „En auðvitað er það ekki þannig. Nú veit ég um fullt af hæfileikaríku fólki sem starfar við myndlist og hefur alveg í sig og á. Sumir jafnvel eru að gera það gott. Að lifa af listinni snýst um að skapa sér sérstöðu, rétt eins og hún dýr- finna hefur gert, Bjarni Þór, Hrönn og margir fleiri sem ég þekki.“ Verðlaunamynd Catherine sækir nú sumarnámskeið í keramik í Reykjavík, alla morgna og til klukkan tvö, en mætir svo á vaktina síðdegis í búðinni. „Ég er að prófa mig áfram í myndlistinni, er núna að kynna mér keramik og síðar í sumar fer ég til Ítalíu til að kynnast marmaralistinni. Mest hef ég verið að teikna en var líka far- in að mála þegar ég sá á Instagram auglýsta samkeppni um að mála mynd til að prýða forsíðu blaðs sem gefið verður út fyrir Hinsegin daga. Það bárust 32 myndir í keppnina og ég var svo heppin að mín var val- in. Ég er ótrúlega stolt af þessari mynd. Til að ákveða hvernig hún yrði fór ég á Skólavörðustíginn með mömmu, tók ljósmyndir og þurfti að drífa mig heim að mála því þá voru bara tveir dagar í að þyrfti að skila myndinni inn í keppnina.“ What I wish I knew when I was younger „Á verðlaunamyndinni eru allir fán- ar Hinsegin daga, en það er sitthver fáninn eftir kynhneigð. Á myndinni er kona að leiða barn niður Skóla- vörðustíginn. Titill myndarinn- ar er: „What I wish I knew when I was younger,“ sem gæti útleggst; „það sem ég hefði viljað vitað fyrr.“ Þetta á að vera eldri ég og yngri ég. Sú eldri er að fræða þá yngri um það sem hún hefur komist að í líf- inu, leiðbeina henni. Myndin lýsir þroskaferli mínu. Yngri er þröng- sýn varðandi til dæmis kynhneigð sína og talar jafnvel um lesbíur og homma á niðrandi hátt. Í samko- mubanninu vegna Covid-19 fór ég að kynnast ólíkum hópum í gegn- um netið og samfélagsmiðla. Fór þá að átta mig á ýmsu sem ég hefði viljað vita þegar ég var yngri. Ég átti í rosalegum vandræðum með að ræða þessi mál og var í raun- inni andlega veik um tíma. Ef ég gæti farið aftur í tímann um mörg ár vildi ég geta sagt yngri mér að ólík kynhneigð sé jafn sjálfsagt mál og að vera gagnkynhneigður. Mér finnst samfélagið og ekki síst skól- arnir vera lokaðir gagnvart fræðslu um þetta. Það vantar því meiri fræðslu í skólana og ég hefði kosið að í mínu nærsamfélagi hefði um- ræðan verið opnari, ekki bara fyr- ir mig, heldur fyrir alla sem eru kannski lokaðir af með hugrenn- ingar sínar, langanir og þrár, fastir í einhvers konar vítahring.“ Eftir að Catherine áttaði sig bet- ur á sínum málum segir hún lífið allt vera svo miklu auðveldara. „Ég hef aldrei áður verið á jafn góðum stað og ég er núna. Áður var ég um tíma búin að missa sköpunar- gleðina, var veik eins og ég sagði áðan. Nú líður mér vel í mínu eigin skinni og finnst lífið brosa við mér. Það hjálpaði mér rosalega mikið að taka þátt í að gera þessa forsíðu á blað Hinsegin daga. Þá reynd- ist mér einnig auðveldara að taka inntökupróf í skólann. Ég var ekki lengur á botninum eins og mér leið sjálfri þegar ég fann mig ekki.“ Listin þarf ekki að vera áhugamál eingöngu Þannig segir Catherine að kóvid- ástandið hafi verið henni blessun. „Samkomutakmarkanir voru mín blessun, þótt ég viti að þær hafi reynst mörgum erfiðar. Á þessum tíma fann ég tíma með sjálfri mér. Var ein á netinu og í samskiptum við fólk þar. Fór að pæla í ýmsum hlutum, lesa mig til og komst að raun um að eigin óhamingja fæl- ist í þessari þöggun sem almennt er um kynhneigð fólks í samfé- laginu. Á þessum tíma var ég líka farin að vinna hjá dídí hér á gull- smíðaverkstæðinu hennar og hún sannfærði mig um að sækja um að komast í listnám og láta ekkert stoppa mig. Hún sagði einfaldlega við mig: „Nei, þú ferð ekki að læra geislafræði, þú ert listakona og átt að stefna þangað. Getur vel lifað af listinni.“ dýrfinna var svo sannfær- andi að það var ekki annað hægt en að trúa henni. listin þarf ekki að vera einungis áhugamál, heldur at- vinna um leið.“ Næg verkefni framundan Aðspurð segir Catherine að nafn hennar sé ættað frá ömmu henn- ar og langömmu í Bretlandi. Til að fá nafnið samþykkt hér á landi fyrir mannanafnanefnd var foreldr- um hennar gert að bæta við einu ís- lensku nafni. Þá hafi Soffíu nafn- ið bæst við. „Það var ekki flók- ið. Soffía Þórðardóttir ljósmóð- ir er mikil vinkona ömmu minnar og mömmu og nafn hennar fékk að fljóta með.“ Catherine segir að listagenin hafi hún fengið frá móður sinni Marie Ann Butler. „Mamma hefur allt- af verið skapandi, elskar til dæmis að skreyta fyrir veislur. Hún lærði það af föður sínum þegar hún var að alast upp úti í Englandi. Pabbi minn, Guðni Haraldsson, er ekki þarna, hann er bara góður í svo mörgu öðru í staðinn,“ segir Cath- erine og hlær. Systkinin eru fjögur, en Catherine er önnur í röðinni, elst þriggja alsystkina. Aðspurð um næstu skref í lífinu segir Catherine að dagskráin fram- undan sé þétt. Hún vinnur í búð- inni hjá dýrfinnu síðdegis og stefni svo á þátttöku í Hinsegin dögum, enda hafi hún fengið í verðlaun fyr- ir myndina frímiða á alla viðburði og peningagjöf að auki. „Svo dag- inn eftir Gleðigönguna, sem er 7. ágúst, stíg ég upp í flugvél og flýg til Ítalíu á námskeið í marmarahögg- list. Byrja svo í Myndlistarskóla Reykjavíkur í haust. Þetta nám er fyrst og fremst fornám sem gefur svo möguleika á að sækja um nám hvar sem er í heiminum. Nú fer ég að safna teikningum og myndum í möppu. Kannski verð ég svo í fram- tíðinni listakona á Ítalíu, eða bara hvar sem er í heiminum, þar sem er gott að vera, njóta og skapa,“ seg- ir Catherine Soffía Guðnadóttir að endingu. mm ; „What I wish I knew when I was younger.“ Vann til verðlauna fyrir myndina „What I wish I knew when I was younger“ Listin þarf ekki að vera eingöngu áhugamál Catherine Soffía Guðnadóttir í versluninni hjá Dýrfinnu Torfadóttur. Hér er listakonan með frummyndina sem vann til verðlauna.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.