Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Síða 22

Skessuhorn - 07.07.2021, Síða 22
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 202122 Séra Geir Waage fyrrverandi sókn- arprestur í Reykholti hélt ásamt sóknarnefnd kveðjumessu á sunnu- daginn eftir ríflega fjögurra ára- tuga þjónustu. Við starfinu hef- ur tekið séra Hildur Björk Hörpu- dóttir. Húsfyllir var í Reykholts- kirkju og hátíðleg stund í blíðskap- arveðri. Eftir messu var boðið upp á safnaðarkaffi að gömlum og góð- Keppni á vegum Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands til Íslandsmóts í mótorkrossi verð- ur haldið á braut Motorcrossklúbbs Snæfellsbæjar sem staðsett er fyr- ir utan Enni við Ólafsvík laugar- daginn 24. júlí. Keppnin hefst um kl. 10:30 og stendur til kl. 16:00. Skessuhorn heyrði hljóðið í ja- nusi jónssyni, formanni klúbbs- ins. janus býr reyndar í Reykjavík og starfar sem flugfjarskiptamaður hjá Isavia en notar hvert tækifæri til þess að fara vestur á heimaslóðir. Hann er sem stendur í barneignar- leyfi og þegar við hringdum í hann var hann að leysa af sem ökumaður á trailer en janus er með réttindi á svo til allt sem er á fjórum hjólum og hreyfist. Starfsemi klúbbsins hafði verið í lægð í allmörg ár en á Ólafsvíkur- vöku 2017 stóðu félagar úr klúbbn- um, þeir janus jónsson, Albert Fannar jónsson og Konráð Har- aldsson, fyrir skemmtikeppni sem mjög góð mæting var á. Heppnað- ist hún vel og fengu þeir í kjölfar- ið fyrirspurnir um hvort ekki ætti að endurvekja klúbbinn og halda keppni að nýju. Feðgarnir Svan- ur Tómasson og Stefán Svansson, hjá TS Vélaleigu, aðstoðuðu við að gera brautina tilbúna fyrir keppni en brautinni hafði ekki verið haldið við í mörg ár og ekki keppt á henni frá 2007. janus segir að starfsemi klúbbs- ins hafi eiginlega lagst niður upp úr 2007 en hann hafi komið að honum sem formaður í lok árs 2018. Sum- arið 2019 hélt klúbburinn mót til Íslandsmóts. „Það gekk furðu vel miðað við að ég vissi nákvæmlega ekkert hvað ég var að fara út í,“ seg- ir janus. „Svo skemmir ekki fyrir að mamma, Bjarney jörgensen, hefur hjálpað að sjá um fjármálin.“ Fjölgun í klúbbnum Klúbburinn hélt nýlega námskeið fyrir nýliða í sportinu þar sem kenn- ari af höfuðborgarsvæðinu kenndi og á næstu dögum munu þeir reyna að halda annað námskeið. „Við urðum varir við mjög mikla fjölgun iðkenda og vaxandi áhuga á mót- orkrossi eftir að við fórum aftur af stað með klúbbinn. Við erum mik- ið spurðir út í sportið og eins hvort við vitum um hjól til sölu og þess háttar,“ segir janus. Auk feðganna Svans og Stefáns hjálpaði fyrirtækið Stafnafell einnig mikið við að gera brautina klára í ár. Þá segir janus að ótal margir hafi komið að verkinu og þetta hefði aldrei verið mögulegt ef fyrirtækin í bæjarfélaginu hefðu ekki verið til- búin að styðja félagið í þessu stóra verkefni. „Það er svo skemmtilegt að þegar maður tekur svona að sér hvað það eru margir sem eru til- búnir til að aðstoða mann og hlaupa undir bagga,“ segir hann. janus segir klúbbinn renna svo- lítið blint í sjóinn með mótið í júlí. „Í raun höfum við ekki hug- mynd um hversu margir skrá sig til leiks. Það er opið fyrir skrán- ingu fram á fimmtudagskvöld fyrir mótið þannig að það er ekki fyrr en á föstudagsmorgun sem við vitum nákvæman fjölda. Það skiptir hins vegar ekki máli þannig lagað því vinnan við mótið er sú sama hvort sem keppendur eru tíu eða sjötíu. Við erum að vonast til þess að fá 60 til 80 keppendur á mótið,“ seg- ir janus. Hann bendir líka á slíkum mótum fylgir oft talsverður fjöldi áhorfenda og segist bjartsýnn á að mótsdagurinn verði mjög skemmti- legur. frg Geir Waage kvaddi söfnuð sinn Séra Geir Waage blessar söfnuðinn í kveðjumessu sinni í Reykholti. Ljósm. Guðni Páll Sæmundsson. Janus Jónsson, formaður Motorcrossklúbbs Snæfellsbæjar. Ljósm. af. Keppt í mótorkrossi í Ólafsvík síðar í mánuðinum Sigurður Ingi jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra og dagur B. Eggertsson borg- arstjórinn í Reykjavík undirrit- uðu í gær yfirlýsingu um lagn- ingu Sundabrautar. Stefnt er að því framkvæmdir við Sundabraut hefj- ist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. Ríki og borg sammælast um það í yfirlýs- ingunni að Sundabraut verði lögð alla leið á Kjalarnes í einni sam- felldri framkvæmd og að alþjóðleg hönnunarsamkeppni verði hald- in um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. Í yfirlýsingunni seg- ir að næsta skref sé að gera félags- hagfræðilega greiningu á þverun Kleppsvíkur en að henni lokinni verði hafist handa við að undirbúa breytingar á aðalskipulagi borgar- innar, sem feli í sér endanlegt leið- arval Sundabraut. mm Viljayfirlýsing um Sundabraut Lífið bíður þín í Borgarbyggð Borgarbyggð hefur komið af stað sérstakri herferð fyrir sumarið 2021 sem hófst í júní síðastliðn- um. Markaðsherferðin tekur mið af markaðsstefnumótun sveitar- félagsins sem kynnt var í júlí á síð- asta ári er fram kemur á heima- síðu sveitarfélagsins. Þar kemur fram að markaðsherferðin muni standa yfir frá júní til ágúst á þessu ári þar sem áhersla verður lögð á að kynna sveitarfélagið sem væn- legan búsetukost sem og spenn- andi og áhugaverðan áfangastað fyrir innlenda og erlenda ferða- menn. unnið er með mismunandi kynningarefni á helstu miðlum landsins, til að mynda ljósmynd- ir, myndbrot og vitnisburði íbúa í sveitarfélaginu. Þórdís Sif Sigurðardóttir sveit- arstjóri segir það virkilega ánægju- lega þá athygli sem auglýsing- arnar hafa fengið. „Að sjá þær og heyra í ólíkum miðlum er virkilega skemmtilegt og fær mig til að langa til að ferðast meira um sveitarfé- lagið okkar. Það sem gleður mig mest er að heyra af fólki sem hefur ákveðið að skella sér í dagsferð upp í Borgarbyggð og njóta lítils hluta af því sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða, með því erum við að sjá beinan árangur auglýsing- anna. Þessa dagana erum við svo að leggja sérstaka áherslu á Hin- segin hátíðina og Fjórðungsmótið og geri ég ráð fyrir fullum bæ af skemmtilegu fólki að njóta sam- an,“ segir sveitarstjórinn ánægð. Borgarbyggð hvetur alla íbúa til þess að birta myndir úr sveitarfé- laginu og merkja þær með myllu- merkinu #sveitarfelagidborgar- byggd og #bíðurþíníBorgarbyggð glh um sveitasið. Margir nýttu sér svo að fara í beinu framhaldi á tónleika Borgarfjarðardætra sem sungu í kirkjunni síðdegis. Séra Geir flutti við þessa kveðjustund kröftuga pre- dikun þar sem hann minnti á frum- kjarna kristinnar kirkju. Galt hann varhug við að láta vindköst tíðar- andans bera sig af hinni réttu leið, eins og Bjarni Guðmundsson einn kirkjugesta og kórfélagi orðaði það svo skemmtilega að aflokinni at- höfninni. Séra Geir Waage og dagný Em- ilsdóttir eiginkona hans hafa kom- ið sér fyrir í nýju húsi sem þau byggðu við Hallveigartröð í Reyk- holti. Hyggjast njóta efri áranna á staðnum þar sem þau hafa lifað og stýrt málum í áratugi. „Hér höfum við nóg fyrir stafni. Búum í skóg- arjaðrinum og við grösugar flat- irnar. Við munum halda áfram að hlúa að gróðri og umhverfi okkar eins og heilsan leyfir. Hyggjumst njóta þess að halda áfram að nudda í þessu við moldina og gróandann. Svo verður ekki langt að fara, þeg- ar þar að kemur, þar sem yndisleg moldin bíður eftir manni þegar sá tími kemur,“ segir Geir í samtali við Skessuhorn. Óhætt er að segja að Reykholts- staður hafi í tíð séra Geirs sem staðarhaldara tekið umskiptum. lögð hefur verið áhersla á að skapa skjól með skógi ofan við byggðina og almennt hefur umhirðu staðar- ins verið til sóma. Í tíð hans sem Reykholtsprests var ný Reykholts- kirkja og Snorrastofa byggð, gamla kirkjan gerð upp og húsum gamla héraðsskólans fengið nýtt hlut- verk. Í símaskrá titlar séra Geir Waage sig nú sem pastor emeritus. „Gömlu mennirnir voru ýmist kallaðir pa- stor emeritus eða uppgjafarprestar, höfðu gefið upp prestinn eða emb- ættið. Mér finnst skemmtilegt heiti að vera uppgjafarprestur en hyggst engu að síður notast við latneska heitið pastor emeritus.“ mm Rómantíkin bíður þín í Borgarbyggð. Dæmi um auglýsingu úr herferð Borgar- byggðar fyrir sumarið 2021.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.