Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Side 25

Skessuhorn - 07.07.2021, Side 25
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 2021 25 Verslunarstjóra N1 Ólafsvík Dagur í lífi... Nafn: Ásta Guðrún Pálsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Bý í Ólafsvík með Halldóri Krist- mundssyni og sonur minn er enn heima enda lúxus „Hótel Mamma“. Starfsheiti/fyrirtæki: Verslunar- stjóri N1 Ólafsvík Áhugamál: Allt sem viðkemur íþróttum, stunda líkamsrækt í Sól- arsport, hjólreiðar og sjósund. Svo læðast inn ferðalög og ævintýri. Dagurinn: Þriðjudagurinn 29.06.2021 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði kl. 07:00 en fór ekki fram úr fyrr en um kl. 07:30 og þá var það wc-ið og tannburst- un. Síðan fékk ég mér kaffi og kíkti á netið ásamt því að láta þetta rok fara í taugarnar á mér því allt var út um allt á sólpallinum eftir nóttina. Ótrúlegt hvað ég gat látið þetta pirra mig en maðurinn minn var fljótur að koma með fyndinn punkt á mig svo ég gleymdi rok- inu í smá stund. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Vildi geta sagt hafragrautur með eplum og berjum ásamt ný press- uðum ávaxtasafa en kaffi var það sem virkar bara vel. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég var mætt kl. 08:00 og fór á vinnubílnum. Fyrstu verk í vinnunni? Opna búðina, hella upp á kaffi og smyrja samlokur. Síðan fara yfir tölvu- póstinn. Hvað varstu að gera klukkan 10? Afgreiða unglinga sem voru í kaffipásu; Hressir gaurar sem komu inn til að fá sér hressingu. Hvað gerðirðu í hádeginu? Af- greiða ferðamenn og taka púlsinn hvernig þeim líkaði við Ísland, all- ir svakalega sáttir með landið og fegurð þess. Hvað varstu að gera klukkan 14? Fékk mér kaffi með vinkonu minni sem kom við til að fá sér kaffi hjá mér. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Var farin um kl. 16:00 og það síðasta sem ég gerði í vinnunni var að koma nokkrum vörum fram í búð. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór heim og horfði á leik Englands og Þýskalands, fór svo eftir leik á æf- ingu í Sólarsport og tók klukku- tíma æfingu því annar leikur byrj- aði kl. 19:00. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Í kvöldmatinn sem ég eld- aði um kl. 21:00 voru risarækjur í pasta, hrikalega gott. Hvernig var kvöldið? Skemmti- legt nema fyrir utan tap Svía sem setti smá depurð á okkur mæðg- inin en við hristum það af okk- ur. Tók nokkra þætti um sænskan gaur sem er alveg að fara að meika það, drepfyndnir þættir. Hvenær fórstu að sofa? Var komin í rúmið um 23:30 og mér skilst að ég sé alltaf eins og skot- inn um leið og ég leggst á kodd- ann. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Tannbursta og þrífa and- litið. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Það sem stendur upp úr er að England vann og þessi dag- ur var bara flottur, fullt af erlend- um ferðamönnum og nokkrir ís- lenskir. Eitthvað að lokum? já, við skul- um taka sumarið með stæl innan- lands og vera góð við hvort annað, sýna kurteisi og bera virðingu fyrir hvort öðru því það kostar ekkert. Njótið lífsins! Sumarlesari vikunnar Áfram heldur sumarlesturinn á Bókasafni Akraness. Að þessu sinni er Sólon Amir viðmælandi okkar. Hvað heitir þú og hvað ertu gamall? Ég heiti Sólon Amir og ég er 7 ára. Hvaða skóla ert þú í? Brekku- bæjarskóla. Hvaða bók varstu að lesa sein- ast og hvernig fannst þér hún? Ég var að lesa Hundman og hún er mjög skemmtileg! Ég ætla sko að taka tvær í viðbót núna. Hvað fannst þér skemmtilegt við bókina? uuu, ég er ekki viss en ég veit að hún er skemmtileg, kannski bara það sem er verið að tala um í bókinni. Áttu þér uppáhalds bók eða rithöfund? Ótrúlegt en satt eru uppáhaldsbækurnar mínar, helst allar, á ekki eina uppáhalds. Hvar finnst þér best að lesa? Mér finnst best að vera uppi í rúmi. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Veit ekki hvort maður kallar það fræðibækur en allar bækur sem eru um heiminn eru mjög skemmtilegar. Er þetta í fyrsta skipti sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? já, held það. Hvort myndir þú vilja búa í kastala í skýjunum eða höll inni í fjalli? uuu, ég myndi vilja vera uppi í skýunum, bara ef ég kemst aftur niður samt. Held að það sé ekki jafn áhugavert að vera inni í fjalli. Sólon Amir er sumarlesari vikunnar Hafdís Gísladóttir er fædd og upp- alin í Grundarfirði. Árið 2016 byrj- aði hún verkefnið Prjónað á Plani á Bíldudal en hefur nú komið fyr- ir í sölu- og handverksgámi á horni Grundargötu og Hrannarstígs í Grundarfirði þar sem hún mun nú Prjóna á Plani. Þar býður hún til sölu fallegt handverk, svo sem peysur, trefla, húfur og vettlinga. Hafdís hefur brennandi áhuga á prjónaskap og öðrum hannyrðum, einkum úr íslenskum lopa. Hún er meðlimur í Handprjónasambandi Íslands. sk Gámnum komið fyrir á stæðinu. Ljósm. áe. Prjónað á Plani í Grundarfirði Hafdís með lopapeysu framan við nýju búðina. Ljósm. sk. Fjölbreytt úrval er að finna í Prjónað á Plani. Ljósm. sk. Komið með gáminn á svæðið. Ljósm. áe.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.