Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 07.07.2021, Blaðsíða 27
27MIðVIKudAGuR 26. MAÍ 2021 Guðbjörg Halldórsdóttir frá Borg- arnesi varð fyrir því í aprílbyrjun á þessu ári að smitast af Covid-19. Hún var þá stödd á vinsælu Te- nerife eyjunni í Atlantshafi með vinkonum sínum í fríi. „Við áttum flug heim 7. apríl og ég greindist með veiruna 5. apríl,“ segir Guð- björg í samtali við Skessuhorn. Guðbjörg segir frá upplifun sinni þegar hún lá í einangrun í tíu daga á spítala á Tenerife, frá ættgengum sjúkdómi sem hún lifir með ásamt því að segja frá baráttu sinni fyrir réttindum ungmenna þar sem hún situr í stjórn Samfés á Íslandi. Smitast tveimur dögum fyrir brottför „Af því ég er með sjúkdóm þá líður mér mun betur þegar ég er í sólinni og til að stytta veturinn þá fer ég alltaf aðeins út,“ byrjar Guðbjörg frásögn sína. Hún greindist með Fabry sjúkdóminn árið 2013 ásamt bræðrum sínum tveimur. Fabry er arfgeng truflun á efnaskiptum í lík- amanum sem veldur skemmdum á líffærum, en móðir Guðbjarg- ar greindist óvænt með sjúkdóm- inn og lést úr honum fyrir rúmum tíu árum síðan. „Ég í raun framleiði ekki ensím eða lítið af því en það er það sem verndar líffæri og taugar við skemmdum. Þess vegna varð ég svona miklu veikari en aðrir sem fengu Covid,“ útskýrir Guðbjörg. Guðbjörg ásamt vinkonu sinni ákvað að panta sér ferð til Tenerife og lögðu þær vinkonur af stað í febrúar á þessu ári í frí sem átti upphaflega að vera sex vikna dvöl. „Þetta endaði á að vera þrír mán- uðir í heildina sem ég var úti. Við lengdum einu sinni og lengdum síðan einu sinni enn og tveimur dögum fyrir brottför fæ ég Covid. Þá lengdist dvöl mín um mánuð,“ bætir hún við. Hennar sjúkdómur duldi Covid einkennin Guðbjörg var með virkt smit í rúm- ar þrjár vikur. „Ég varð mjög veik en það fyndna er að ég vissi ekki að ég væri með Covid,“ útskýrir Guðbjörg. Vegna Fabry sjúkdóms- ins sem Guðbjörg er með er hún alla jafnan mjög verkjuð. „Ímynd- aðu þér að þú sért með þína verstu flensu, bara eins og þú sért að deyja í öllum líkamanum, svona aum- ingjalegur. Það eru dagsdaglegir verkirnir mínir,“ útskýrir hún. „Ég hélt þetta væri bara einkenni frá mínum sjúkdómi. Ég hafði ver- ið ælandi í þrjá daga og ekki búin að koma neinum vökva niður svo ég vissi að ég væri orðin ofþornuð, sem gerist oft með þennan sjúk- dóm. Ég hef til dæmis oft fengið næringu í æð,“ bætir hún við. „Ég fór því bara upp á spítala og ætlaði að fá næringu í æð, eins og ég hef oft gert. En læknarnir ákveða að hitamæla mig,“ segir hún. Guðbjörg var með nokkrar kommur og var í kjölfarið strax látin taka Covid próf. „Svo komu læknarnir og sögðu mér að ég væri með Covid. Ég fékk hálfgert sjokk. Samstundis byrjaði teymið að ein- angra mig, setti plast í kringum mig og allir voru komnir í búning í kringum mig. Það var eins og ég væri komin út í geiminn eða eitt- hvað álíka.“ Hélt hún væri að deyja Guðbjörg lýsir atburðarásinni sem átti sér stað þegar hún greind- ist með veiruna líkt og hún væri með kjarnorkusprengju innan klæða. Hún var færð úr bráðamót- tökunni yfir á sérstaka Covid deild innan spítalans og allir í kringum hana voru fljótt komnir í einskon- ar geimfarabúning eins og hún lýs- ir klæðaburðinum á starfsfólki spít- alans. „Þetta var mjög skrítin til- finning. Þarna þurfti ég að hringja í vini mína og tilkynna þeim að ég væri komin í einangrun. Vinkonur mínar fóru bara heim og ég var ein eftir á spítalanum. Það mátti auð- vitað enginn koma til mín þegar ég var orðin jákvæð fyrir Covid,“ seg- ir Guðbjörg um einangrunina. „Ég sá ekki sól í tíu daga. Það var ein- hver pínulítill glugga í herberginu sem ég var í, það var engin loftræst- ing vegna Covid svo þú getur rétt ímyndað þér hitann. Ég hélt í al- vörunni að ég væri að deyja á tíma- punkti.“ Tíu daga rúmliggjandi Fyrstu dagarnir á spítalanum voru ekki bara líkamlega erfiðir heldur reyndi mikið á andlegu hliðina. „Þú liggur þarna, ert með Covid, það talar enginn ensku og ég tala ekki spænsku. Ofan á það þá er lækna- enska mjög erfið,“ segir Guðbjörg um aðstæðurnar. „læknirinn gat hitt mig einu sinni á dag, á morgn- ana, en ef það kom eitthvað upp þá þurfti ég að bíða fram á næsta dag. Hjúkrunarkonurnar komu til mín nánast eingöngu í neyð svo ég var bara alveg ein þarna,“ bætir hún við. En hvað gerði hún til að stytta sér stundir þessa tíu daga sem hún var á spítalanum? „Ég man að ég eyddi heilum degi til að athuga hvort ég sæi sólina. Ég sá hana ekki,“ svar- ar Guðbjörg. „Ég reyndi að mæta á fundi eftir bestu getu en hafði rosalega lítið þol, sérstaklega skjá- þol. Ég gat ekkert verið í símanum. Ég var rosalega mikið bara sofandi þar sem orkan var engin.“ Guð- björg var tíu daga rúmliggjandi, hún missti talsverðan vöðvastyrk og segir það hafa verið erfitt að standa upp eftir þetta. „Ég horfði á vöðv- ana mína skreppa saman.“ Fór í frí Guðbjörg og vinkona hennar voru mjög meðvitaðar um veiruna þegar þær fóru út í febrúar og pöss- uðu hvert fótspor vandlega á ferð- um sínum um eyjuna. „Við vorum á mörgum stöðum þegar við vor- um þarna. Fyrst í orlofshúsi, þaðan fórum við í annað hús. Fórum svo norður og svo austur. Við vorum út um allt. Ferðamaðurinn er yfirleitt bara fyrir sunnan en lókallinn er fyrir norðan og við fórum þangað. Það er alveg magnað og ég var að fara þangað í fyrsta skipti. Náttúran fyrir norðan er mögnuð, það er eins og þú sért komin á allt aðra eyju. Þar er meiri náttúra, meira grænt og skógar, blóm og tré, en fyrir sunnan eru nánast bara strandir,“ lýsir Guðbjörg eyjunni. „Við fórum út til þess að fara í frí, njóta, kynn- ast fólki og ferðast um eyjuna. Ég á bæði íslenska vini þarna og heima- menn sem ég hafði áður kynnst og sem ég heimsótti.“ Guðbjörg er í fjarnámi í Háskóla Íslands og nemur tómstunda- og félagsmálafræði. Ásamt því að vera í námi þá hefur hún verið á fullu í ungmennastarfi síðan 2017 og er meðal annars í stjórn Samfés á Ís- landi. „Ég gat verið rafrænt á öllum fundum þökk sé Covid. Ég hefði aldrei getað farið þarna út hefði ekki verið Covid. Það var ekkert mál að sinna öllu mínu þarna úti, ég bara planaði dagana mína út frá því sem ég þurfti að klára þann dag- inn,“ útskýrir Guðbjörg. Baráttukona ungmenna Guðbjörg hefur mikla ástríðu fyr- ir réttindum ungmenna og er virk- ur þátttakandi í því starfi hérlend- is. Hún er sem fyrr segir í stjórn Samfés á Íslandi, er formaður ung- mennaráðs Vesturlands og er að berjast meðal annars fyrir því að það verði ungmennahús í öllum bæjarfélögum á Vesturlandi. „Það er ungmennahús í Stykkishólmi og á Akranesi í þessum landshluta. Ég reyndi að opna ungmennahús í Borgarbyggð þegar ég var að vinna í Óðali á sínum tíma en það var því miður enginn vilji. Ég fór því í Hólminn og fékk allt sem ég vildi þar,“ segir Guðbjörg ánægð en ung- mennahús er fyrir krakka á aldrin- um 16-25 ára. „Mér þykir þetta jafn mikilvægt og félagsmiðstöðvarnar, ef ekki mikilvægara. Þetta er fyr- ir ungt fólk sem á auðvelt með að leiðast á aðra braut eins og neyslu og þess háttar. Í svona ungmenna- húsum fá krakkar verndað umhverfi og fá tækifæri á að blómstra í lífinu. Þarna fá þau stuðning sem er jafn- vel ekki til staðar heima við.“ Horfir bara á það jákvæða Guðbjörg segir sig alla vera að koma til eftir Covid ævintýrið á Tenerife en segir þó að vegna sjúkdóms síns þá verði hún aldrei fullkomlega hraust. En hvernig er að lifa með sjúkdóm eins og Fabry? „Ég horfi bara á það jákvæða. Ég get ekkert gert, ég er með þennan sjúkdóm. Ég breyti því ekkert. Ég hef val- möguleika á því að vera þunglynd heima hjá mér og gera ekki rassgat eða vera jákvæð og gera það sem ég get,“ segir Guðbjörg ákveðin en hún tekur lyf annan hvern dag til að hægja á einkennum sjúkdómsins. Vegna Fabry er Guðbjörg ör- yrki þar sem það getur verið mik- ill dagamunur á einkennum sjúk- dómsins. „Ég get ekki bundið mig í neina vinnu því það fer allt eftir dagsforminu hverju sinni. Ég get átt geggjaðan dag og svo get ég átt ömurlegan dag þar sem ég get varla staðið. Svo í stað fastrar vinnu þá tek ég alls kyns verkefni að mér, svona sjálfboðaliða verkefni. Mér finnst mikilvægt að ég geti gefið af mér eins mikið og hægt er. Ég vil að heimurinn verði betri og eina sem ég get gert er að gefa frá mér. Þessi sjúkdómur er þannig að það eru 99,9% líkur á að við fáum blóð- tappa og/eða hjartaáfall. Ég hef nú þegar fengið einn lítinn í haus- inn og einn lítinn í lungun. líf- tími minn verður ekki lengur, en til fimmtugs eða sextugs. Það er margt svona svart í þessu en ég bara trúi því að allt er eins og það á að vera og ég nýti tímann,“ segir Guðbjörg að endingu. glh Fékk Covid á Tenerife -var í einangrun í tíu daga, fjarri vinum og fjölskyldu Guðbjörg Halldórsdóttir fékk Covid á Tenerife. Guðbjörg í góðum gír í sólinni á Tenerife. Ljósm. aðsend. Guðbjörg fékk slæman hitakrampa á meðan hún var með Covid á Tenerife.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.