Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Side 28

Skessuhorn - 07.07.2021, Side 28
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 202128 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Það eru ekki margir bæir á Íslandi sem státa af eyjum á landsvæði sínu og hvað þá eyju sem hefur verið hluti af atvinnu- og menningarsögu samfélagsins. Brákarey í Borgar- nesi er nokkuð stór í hlutfalli af landflæmi hins byggða svæðis og er staðsett við suðurodda bæjarins. Eyjan tengist bænum með nokkuð íkónískri brú sem er byggð á þriðja áratugnum og þar við brúarsporð- inn rís stórhýsi frá fimmta áratugn- um sem bæjarbúar í daglegu tali nefna BTB húsið. Í samtvinnun við klettamyndanir virkar það eins og hliðstólpi að eyjunni. Á þenn- an hátt minnir eyjan dálítið á Akró- pólís í Aþenu sem er miðpunktur siðmenningarinnar frá Grikklandi hinu forna. Það er því ekki nema von að eyjan hafi aðdráttarafl og þegar ferðaþjónustan stóð sem sterkast fyrir heimsfaraldur lá straumur fót- gangandi gesta yfir brúnna, í þeirri von að þar væri eitthvað spennandi að sjá. Það verður að segjast að það hljóta að hafa verið vonbrigði þeg- ar „gengið var í gegnum hliðið“ og uppgötva þann blákalda raunveru- leika sem þar var. Málið er nefni- lega að Brákarey man fífil sinn fegurri og hefur gengið í gegnum langt hnignunartímabil. Vonandi náði það tímabil hámarki í ár þegar hús sláturhússins voru dæmd óör- ugg vegna brunahættu. Nú standa húsin auð, af fólki að minnsta kosti, og takast á við óvissu framtíðarinn- ar. Winston Churchill sagði að það ætti aldrei að láta góðar hamfar- ir fara til spillis (e. Never Waste A Good Crisis) og nú eftir heimsfar- aldur og lokanir vegna brunavarna skapast einstakt tækifæri til að byggja upp blómlega byggð í Brák- arey. Á hinni margrómuðu Borgar- nessíðu á Facebook birtist á dög- unum færsla þar sem talað var um þessi tækifæri. Þar var viðruð hug- mynd um blandaða byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis í eyjunni, hug- myndir um baðstaði, veitingastaði, vinnustofur listafólks, léttan iðnað og fleira, og urðu líflegar umræð- ur í athugasemdakerfinu eins og er siður á Borgarnessíðunni. Það er því ljóst að tilfinningar eru miklar fyrir Brákarey og margir hafa skoð- un á hvað á að gera við svæðið. Ég hef lengi verið talsmaður uppbyggingar í Borgarnesi og fátt er mér meira eitur í beinum en stöðnun og hugsunarháttur aftur- haldssemi. Þess vegna finnst mér ég knúinn til að skrifa þetta grein- arkorn þar sem ég tek heilshugar undir margar af þeim hugmynd- um sem komu fram á umræddri Facebook grúppu. Reyndar hef ég lengi talað fyrir því að í Brákarey verði byggð upp margvísleg menn- ingarstarfsemi en í bland við aðra starfsemi eins og rekstur atvinnu- reksturs, veitingastaða, ferðaþjón- ustu o.s.frv. Árið 2011, þegar ég var nýskriðinn til landsins frá námi í Skotlandi vakti ég athygli á hversu mikil tækifæri leynast í Borgarnesi og ekki síst í Brákarey. Því er ekki úr vegi að rifja upp að eyjan er það stór að hún getur auðveldlega rúm- að stórhýsi á borð við Óperuhúsið í Sydney. Þá, rétt eins og nú er það staðreynd að allir þessir fermetr- ar eru dýrmæt auðlind fyrir okkar samfélag. Í ljósi umræðu sem vakn- aði eftir fyrri birtingu tek ég fram að ég er ekki að mæla með bygg- ingu óperuhúss í Brákarey. Ég sé í hillingum Brákarey sem blómlegt hverfi í Borgarnesi. Þar væru fjölbreytt fyrirtæki með starf- semi, þ.e. verktakar við hlið vinnu- stofa listamanna, matarhandverks- fólks, veitingastaða og gistiþjón- ustu. Þarna væri blómleg menning í sýningarhúsum og í vinnustofunum og hægt væri að baða sig í laug í ætt við Guðlaugu á Akranesi. Í bland við allt saman er íbúðabyggð sem er með vönduðum íbúðum í bygg- ingum sem allir ættu að vera stolt- ir af að búa í. Mannvirki í Brákarey eru ýmist nýbyggð eða uppgerð hús, en farið hefur fram húsakönn- un sem sker úr um hvað skal vernda og hvað skal rífa. Allt tekur mið af staðaranda og yfirbragðið er faglegt og sendir skilaboð að Borgarnes sé bær sem tekst á við framtíðina með bros á vör. Til þess að þessi framtíðarsýn gæti orðið að veruleika þurfa allir að taka höndum saman og vinna samkvæmt sínum hlutverkum. Stjórnmálamenn og það fólk sem tekur ákvarðanir sér um stefnumót- unina með samtali við íbúa og hags- munaaðila, hönn- uðir sjá um útfærslu og hönnun, fjárfestar og verktakar um fram- kvæmdir og almenningur sér um að gæða lífinu, hvort sem um er að ræða íbúa, gesti eða atvinnurek- endur. Í þessu samhengi er rétt að minna á að skipulagsfræðingar og arkitektar hafa í verkfærakistu sinni áhöld við hönnun svæða og bæjar- umhverfa. Þar má nefna greiningar á veðurfari, þarfagreiningar og mat á ýmsum þolmörkum. Allt vísinda- legar greiningar sem koma sér vel þegar byggingar eru mótaðar. Og ekki bara byggingar - heldur það allra mikilvægasta í arkitektúr sem er rýmið á milli bygginganna þar sem mannlífið á að dafna. Það er líka gagnlegt þar sem hverfin eru til þess gerð að efla önnur hverfi og starfsemina þar og koma með vís- bendingar um næstu uppbygging- arskref í samfélaginu. Helsta ógn við þessa framtíðar- sýn er ekki óveður, mengaður jarð- vegur né áhugaleysi fjárfesta, held- ur er neikvæðni og niðurtal góðra hugmynda mun líklegri að stöðva framþróunina. Nú er löngu kom- inn tími til að snúa blaðinu við og horfa bjartsýnum augum til fram- tíðarinnar. Vandamál eru til þess að leysa þau og ef að veðráttan ein á að koma í veg fyrir uppbyggingu í Brákarey ættu margir þéttbýlisstað- ir um allan heim, hvað þá hringinn í kringum Ísland, þar sem vindhæð- in fer oft á ári yfir fjörutíu sekúndu- metrana að vera óbyggilegir með öllu. Í því samhengi er rétt að óska Eyjamönnum til hamingju með blómlega byggð og að samfélagið þar geti ekki beðið eftir að halda Þjóðhátíð 2021 eftir faraldurinn. uppbygging í Brákarey er allra hagur og við sem samfélag höfum ekki efni á því að láta tækifærið renna okkur úr greipum. Ég kalla því eftir samfélagssáttmála um að allir sem vettlingi geta valdið að sjá til þess að uppbygging menningar- starfsemi, íbúðabyggðar, ferðaþjón- ustu og létts iðnaðar eigi sér stað í Brákarey. Við erum með perlu í fórum okkar og það væri glapræði að leyfa henni ekki að skína. Áfram Brákarey og áfram Borgarnes. Sigursteinn Sigurðsson Höf. er arkitekt og Borgnesingur. Brákarey Pennagrein Heilsugæslur um landið eiga að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðis- þjónustunni. Þær eru mikilvægur hlekk- ur og eiga fyrst og fremst að þjóna íbú- um viðkomandi sveitarfélags eða hverf- is. Fjöldi lækna og starfsfólks á heilsu- gæslum tekur mið út frá fjölda skráðra íbúa hvers umdæmis fyrir sig. Hvert sveitarfélag eða umdæmi hverrar heilsu- gæslu getur verið mjög mismunandi að stærð, fjölda íbúa og að landfræði. Vegalengd að næstu heilsugæslu getur verið allt frá nokkrum kílómetrum upp í hundruð kílómetra endana á milli, þá sér í lagi á landsbyggðinni. Á undanförnum árum hefur reynst erfitt að manna stöður lækna á heilsu- gæslum víða á landsbyggðinni. Starfs- umhverfi heilsugæslunnar er erfitt í fámennum en víðfeðmum héruðum. læknar sem gefa sig í slíkt umhverfi þurfa að standa langar vaktir og oft og tíðum undir miklu álagi. Til lengdar eru þessar vinnuaðstæður lítt spennandi né heilbrigt umhverfi fyrir fjölskyldufólk. Sólarhringurinn getur verið undir í vinnu, álagið og ábyrgðin mikil. Enginn endist í slíku vinnuumhverfi. Þrír læknar fyrir allt að tólf þúsund manns Starfssvæði heilsugæslunnar í Borgar- nesi samanstendur af Borgarbyggð, Skorradalshreppi ásamt Eyja- og Mikla- holtshreppi. Fjöldi íbúa á starfssvæðinu eru um 3.900 manns en fjöldi lækna við heilsugæslustöðina er að jafnaði þrír. já, það eiga þrír læknar að þjóna þessu víð- feðma landsvæði, en ekki hefur þó verið fullmannað í þessar stöður undanfarin ár. Þrátt fyrir að íbúar séu skráðir 3900 þá er mikil dulin búseta á svæðinu. Þessi tala getur þrefaldast yfir sumartímann þar sem fjöldi fólks er staðsett í sum- arbústöðum vítt og breitt um Borgar- fjörð nokkra mánuði á ári. Þá er ótalin sú mikla umferð ferðamanna um svæð- ið. læknir sem yfirgefur heilsugæslu- stöð eftir 8 tíma vinnudag getur átt von á því að fá útkall upp í Húsafell sem er í 62 km. fjarlægð frá Borgarnesi. Hann verður að sinna aðilanum þrátt fyrir að hann sé ekki „skráður“ á viðkomandi heilsugæslu. Þá liggur þjóðvegur 1 í gegnum svæðið með tilheyrandi umferð sem því fylgir, læknir í Borgarnesi þarf að vera tilbúinn til hendast með sjúkra- bíl upp á Holtavörðuheiði um miðja nótt til þess að sinna slysi. Nú hafa tveir læknar við heilsugæsl- una í Borgarnesi sagt starfi sínu lausu. Heilsugæslan í Borgarnesi hefur ver- ið viðurkennd sem kennslustöð og má því ráða inn sérnáms- lækna eða kandídata sem vinna undir handleiðslu sérfræðilæknis á staðnum. Eins og staðan er í dag hefur ekki tek- ist að ráða í þrjár sérfræðistöður lækna. Þriðja staðan hefur hingað til verið skipuð sérnámslækni eða kandídat. Til þess að hægt sé að manna stöðina með kandídötum eða sérnámslæknum þarf að vera sérfræðilæknir á stöðinni. Eins og staðan er núna er ekki búið að ráða sérfræðilækni í fullt starf í haust, hvað tekur þá við? Íbúar finna nú þegar fyrir miklu álagi á heilsugæslunni, erfitt er að fá tíma hjá lækni og getur biðin talið nokkrar vikur. Það er erfitt að sjá eftir góðum læknum og enn erfiðara þegar er algjör óvissa ríkir um framhaldið. Miklu skipt- ir að fólk hafi aðgang að lækni sem er á staðnum og þekkir sögu fólks og fjöl- skyldna. Við vitum öll að einstaklingur sem þekkir vel til er fljótari að setja sig inn í flókar aðstæður heldur en afleys- ingarlæknar sem koma og fara. Það er samfélagslega mikilvægt að hafa fast- ráðna lækna á heilsugæslum. Horfa þarf á starfsumhverfið í heild Það er orðið augljóst að breytinga er þörf, það þarf að meta hvert svæði fyrir sig. Það þarf að taka með í reikninginn stærð landsvæðis, umfang, samgöngur og landslag mannlífs og náttúru. Starfs- svæði heilsugæsla eru margvísleg og mismunandi um allt land. Ekki er leng- ur hægt að horfa einungis í íbúatölu þegar meta á starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. Hér áður fyrr létu læknar bjóða sér ýmsar aðstæður en það er ekki boðlegt lengur. læknar, ljósmæður og þeir sem sinna svæðinu vilja og þurfa að eiga sér eðlilegt fjölskyldulíf ef þeir eiga að end- ast í starfi í fámennu en víðfeðmu hér- aði. Fjarlækningar eru góðar og gildar en þeim verður ekki viðkomið ef til- kynnt er um hjartaáfall í Húsafelli eða slys á Holtavörðuheiði. Það þarf að standa vörð um heilsugæsluna, fyrsta skrefið í því væri að meta hvert starfs- svæði upp á nýtt þegar horft er til fjölda starfandi lækna og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. Þannig má betur hlúa að heilsu þjóðarinnar. Halla Signý Kristjánsdóttir Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvest- urkjördæmi. Verður héraðið læknislaust?

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.