Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2021, Side 30

Skessuhorn - 07.07.2021, Side 30
MIðVIKudAGuR 7. júlÍ 202130 Ætlar þú í gleðigönguna í Borgarnesi um næstu helgi? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Páll Egilsson „Það er óákveðið.“ Þórunn Elíasdóttir „Kemst ekki, annars myndi ég með gleði fara í gleðigönguna.“ Harpa Dröfn Skúladóttir „já, auðvitað.“ Hans Egilsson „Ég er ekki alveg ákveðinn.“ Ágúst M. Haraldsson „Nei.“ Guðrún Ósk Ámundadóttir grein- ir frá því á Facebook síðu sinni að hún hafi tekið þá ákvörðun að hætta þjálfun kvennaliðs Skalla- gríms í körfubolta fyrir næsta tíma- bil. Guðrún hefur á ferli sínum náð besta árangri sem liðið hefur upp- skorið frá upphafi og því er mikill missir af henni fyrir Skallagrím. „Það verður skrítin tilfinning að taka þátt sem áhorfandi á pöllunum í fyrsta sinn í tæp 20 ár. Síðustu ár hafa átt sérstakan stað í mínu hjar- ta, fyrst sem leikmaður og síðar sem aðalþjálfari liðsins. Að hafa tekið þátt í að endurreisa kvennalið í Borgarnesi og skila bikarmeistara- titli heim er ógleymanleg upplifun. Ég vil þakka öllum leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir frábæran tíma ásamt stjórn Skallagríms fyrir það traust sem þau hafa sýnt mér,“ skrifar Guðrún Ósk. „Takk fyrir mig og áfram Skallagrímur!” mm Þríþrautarkeppnin Álmaðurinn fór fram á miðvikudaginn á Akranesi. Í henni er hjólað frá Akraneshöllinni upp að Akrafjalli, þaðan er hlaupið upp á topp á Háahnúki og niður aft- ur, síðan er hjólað á ný að langa- sandi þar sem lokahluti keppninnar fer fram með sjósundsspretti sem er 400 metrar. Veður var sæmilegt, logn en mikil þoka í fjallinu og mikill öldugang- ur á langasandi. Fjöldi fólks fylgd- ist með keppninni og hvatti sitt fólk áfram. Það voru þau Aldís Birna Róberts- dóttir og Stefán Karl Sævarsson sem sigruðu í einstaklingskeppninni eins og í fyrra og Aldís vann þriðja árið í röð. Í liðakeppninni kepptu tvö lið og þar var það Þríþrautarfélagið Ólafur sem bar sigur úr býtum gegn liði Gömlu jálkanna. Helstu úrslit og tímar: Kvennaflokkur 1. Aldís Birna Róbertsdóttir 1:22:14 2. Ewa Przybyla 1:26:31 3. Berglind Árnadóttir 1:28:09 Karlaflokkur 1. Stefán Karl Sævarsson 1:06:32 2. Viðar Þorsteinsson 1:12:35 3. Arkadiusz Przybyla 1:13:42 Liðakeppni 1. Þríþrautarfélagið Ólafur 1:25:32 2. Gömlu jálkarnir 1:30:12 vaks Skallagrímur mætti liði KH í B- riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í Borgarnesi á fimmtudaginn. Sig- fús Kjalar Árnason kom KH yfir á 22. mínútu og var svo aftur á ferð- inni fljótlega í seinni hálfleik með sitt annað mark og lokatölur leiks- ins 2-0 fyrir KH. Skallagrímur er nú í fjórða sæti B-riðils með átta stig, ellefu stig- um frá fyrsta og öðru sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppnina um að komast upp í 3. deild sem fram fer í haust. Það er því líklega að litlu að keppa nema stoltinu það sem eftir lifir sumars hjá Sköllunum. Næsti leikur liðsins er gegn liði Skautafélags Reykjavíkur í dag, 7. júlí og hefst klukkan 20. vaks Knattspyrnufélagið Kári og Bygg- ingafélagið upprisa undirrituðu nú á dögunum þriggja ára samstarfs- samning. Með samningnum verður Byggingafélagið upprisa aðalstyrkt- araðili Kára og mun nafn þess prýða nýja og glæsilega búninga félagsins. „upprisa vill með þessu styðja það góða og uppbyggilega starf sem Kári hefur unnið síðustu tíu ár og styrkja það næstu árin,“ segir í tilkynningu frá knattspyrnufélaginu. Skagamaðurinn Óli Valur Steindórsson er stjórnarformaður upprisu en hann átti stóran þátt í að koma Knattspyrnufélaginu Kára fyrst af stað árið 2006. „Það er því mikið gleðiefni að fá aftur að njó- ta krafta hans í uppbyggingarstarfi Kára,“ segir enn fremur í tilkynnin- gunni. vaks Skallagrímur tapaði fyrir KH Kári spilaði tvo leiki í liðinni viku en fyrst mætti Kári liði Þróttar í Vogum á Vogaídýfuvellinum síð- asta miðvikudag í níundu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heima- menn komust yfir á 13. mínútu með marki frá Bjarka Birni Gunnars- syni en Martin Montipo var fljót- ur til að svara fyrir Kára með marki á 17. mínútu. Alexander Helgason átti þó síðasta orðið fyrir Þrótt með marki rétt fyrir hálfleik og staðan því 2-1 í hálfleikshléinu. Rubén lozano Ibancos kom Þrótti tveimur mörkum yfir í byrj- un seinni hálfleiks og Bjarki Björn var svo aftur á ferðinni tíu mínút- um fyrir leikslok og öruggur sigur heimamanna staðreynd, 4-1. Knattspyrnufélagið Kári gerði svo góða ferð á Ásvelli í Hafnarfirði á mánudaginn þegar þeir unnu lið Hauka með þremur mörkum gegn tveimur í 2. deild karla í knatt- spyrnu. Þetta var fyrsti sigur liðs- ins í sumar sem kom loks í tíundu umferð deildarinnar. Haukar voru meira með boltann í leiknum en Káramenn sem spiluðu með fimm manna varnarlínu vörðust vel og beittu skyndisóknum. Fyrsta mark- ið í leiknum kom rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar Kristófer dan Þórð- arson skoraði fyrir heimamenn og staðan í hálfleik 1-0. Káramenn byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og á 54. mínútu skallaði fyrirliði Kára, Andri júlí- usson, boltann í markið og jafnaði metin. Sú forysta stóð þó ekki lengi en Aron Bjarki Kristjánsson, mark- vörður Kára, gerði þá slæm mis- tök þegar hann sparkaði boltanum í Tómas leó Ásgeirsson, leikmann Hauka, og í markið. Það tók Kára þó ekki nema tvær mínútur að jafna leikinn aftur en þá slapp Marinó Hilmar Ásgeirsson inn fyrir vörn- ina og hamraði boltann laglega úr þröngri stöðu og staðan aftur orð- in jöfn 2-2. Aðeins tveimur mínút- um síðar gerðu varnarmenn Hauka mistök og slapp Martin Montipo þá einn í gegn og hann skoraði lag- lega framhjá markmanni Hauka og staðan orðin 3-2 fyrir Kára. Kára- menn bökkuðu aðeins í kjölfarið og gerðu allt til að halda í stigin þrjú og það tókst að lokum eftir mikla vinnusemi og baráttu. Kári lyfti sér upp úr botnsætinu með þessum sigri og eru nú aðeins þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni og framundan eru mikil- vægir leikir í baráttunni um áfram- haldandi sæti í deildinni. Næsti leikur liðsins er gegn liði Magna frá Grenivík í Akraneshöll næsta laug- ardag og hefst klukkan 16. vaks Fyrsti sigur Kára í sumar Martin Montipo fagnar hér sigur- markinu á móti Haukum í leiknum. Ljósm. Hulda Margrét. Guðrún Ósk hætt þjálfun kvennaliðs Skallagríms Þríþrautarfélagið Ólafur sigraði liðakeppnina. Hörkukeppni í Álmanninum 2021 Aldís Birna vann Álmanninn þriðja árið í röð. Stefán Karl kampakátur eftir sigurinn. Annar af hinum nýju búningum Knattspyrnufélagsins Kára sem voru frumsýndir í leik gegn KR í Mjólkur- bikarnum á dögunum. Upprisa er nýr styrktaraðili Kára Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Ellert Jón Björnsson fjármálastjóri Upprisu, Steindór Snær Ólason framkvæmdastjóri Upprisu og Sveinbjörn Geir Hlöðversson formaður Kára. Skrifað var undir á veitingastaðnum Barion í Mos- fellsbæ.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.