KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 20

KSK-blaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 20
KSK - BLAÐIÐ Tvær vertíði r -Keflvíkingurinn Magnús Jónsson er vöruhússtjóri KÁ á Selfossi Magnús Jónsson, vöruhússtjóri KÁ. - „Suðurnesjamenn versla mikið hjá okkur á sumrin.“ „Þaö má segja aö hér séu tvær virkilega góöar vertíðir í versl- uninni, annars vegar í júlí og hins vegar fyrir jólin," segir Magnús Jónsson, vöruhússtjóri KÁ á Selfossi, en hann er fyrrum versl- unarstjóri í Samkaup. Viöbrigöi Magnús er ekki „hrein- ræktaður" Suðurnesjamað- ur því hann er fæddur í Ár- nessýslu en bjó í.Keflavík frá 1 7 ára aldri. Hann hefur sótt aftur á heimaslóðir því síðan í maí 1988 hefur Magnús gegnt starfi vöru- hússtjóra KÁ, sem er al- hliða stórverslun Kaup- félags Árnesinga á Selfossi. „Það voru talsverð við- brigði að fara úr Samkaup í Vöruhús KÁ. Þetta er allt meira og stærra í sniðum. í byrjun fannst mér fólk hér fyrir austan ekki láta eins mikið eftir sér í verslun eins og Suðurnesjamenn gera. En verslunarmáti fólks hef- ur breytst" segir Magnús. Starfsmenn KÁ eru um 70 í 45 stöðugildum. Vöru- húsið sjálft er mjög stórt eða samtals 4700 fermetrar en sjálf verslunin í tæpum helming af því. Kjallari undir luisinu nýtist sem- fóðursala og þar er einnig seld byggingavara, þ.e.a.s. plötur, fittings og fleira. Tvœr vertíöir „Verslunin hjá okkur er miklu meiri á sumrin. Júlí- mánuður er annar stærsti mánuðurinn hjá okkur á eftir desember. Þetta er mikið ferðamanna- og sumarbústaðasvæði. Við bjóðum mikið úrval af úti- leguvöru, sólhúsgögnum og almennri sumarvöru. Veðrið getur því haft tals- verð áhrif á viðskiptin hjá okkur. Gott sumar skilar fleira fólki í bústaðina og í ferðalög og við njótum góðs af því". Magnús segir að margir Suðurnesjamenn komi í KÁ á sumrin. „Suðurnesjafólk er mjög mikið í bústöðum hér í nágrenninu. Þess vegna hittir maður oft vini og kunningja að sunnan sem koma til að versla hjá okkur. Það er mjög ánægjulegt". Reykjavíkurgrýla Magnús segir að versl- anir á Selfossi og í nágrenni búi við sömu „Reykja- víkurgrýluna" og verslunin á Suðurnesjum. „Það er alltaf talvert um það aó fólk héðan fari til Reykjavíkur til að versla. Ég vona bara að það verði harður vetur. Þá er ekki spennandi að keyra til höfuðborgarinn- ar". Svartsýnn á jólavertíð Aðspurður um komandi jólavertíð segist Magnús vera frekar svartsýnn á hana. „Við höfum lagt okkur mikið fram í að bjóða mikið vöruúrval í sérvörunni, sem við höfum flutt inn sjálf að miklu leyti. Ég er hræddur um að salan í henni verði minni vegna hinna miklu utanlands- ferða landans. Almennt held ég að jólaverslun verði minni í ár en und- anfarin ár" sagði Magnús að lokum. 20

x

KSK-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: KSK-blaðið
https://timarit.is/publication/1571

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.