Morgunblaðið - 05.01.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021
Framboð til stjórnar
Festi hf.
Tilnefningarnefnd Festi hf. auglýsir hér með eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar
félagsins vegna aðalfundar Festi sem haldinn verður 22. mars næstkomandi.
Hlutverk tilnefningarnefndar er að undirbúa og gera tillögu um frambjóðendur við kjör
stjórnar félagsins á aðalfundi. Skal að því stefnt að stjórnin sé á hverjum tíma þannig samsett
að hún búi yfir fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem nýtist félaginu við stefnumótun og eftirlit
í því umhverfi sem félagið starfar í á hverjum tíma. Við gerð tillögu um kosningu stjórnarmanna
í Festi skal tilnefningarnefndin horfa til hæfni, reynslu og þekkingar, m.a. með tilliti til
leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og niðurstöðu árangursmats stjórnar.
Þurfa stjórnarmenn jafnframt að fullnægja þeim skilyrðum sem fram koma í samþykktum
félagsins og lögum um hlutafélög sbr. ákvæði 66. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Starfsreglur
tilnefningarnefndar, samþykktir félagsins og önnur gögn eru aðgengileg á heimasíðu Festi.
Allir fimm núverandi stjórnarmenn í Festi hf. hyggjast gefa kosta á sér til áframhaldandi
stjórnarsetu.
Athygli er vakin á því að sérstök skilyrði eiga við um stjórnarmenn í Festi hf. vegna sáttar
félagsins við Samkeppniseftirlitið dags. 30. júlí 2018. Geta frambjóðendur kynnt sér skilyrðin
á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins þar sem þau eru aðgengileg án trúnaðarupplýsinga.
Þess er óskað að tilnefningum eða framboðum sé skilað til tilnefningarnefndar á sérstökum
eyðublöðum ásamt ferilskrá fyrir 3. febrúar 2021, tilnefningarnefnd@festi.is.
Nálgast má gögnin á www.festi.is
undir fjárfestatengsl/aðalfundur Festi 2021.
Festi | Dalvegi 10-14 | 201 Kópavogi | festi.is
Núverandi reglur um samkomu-
takmarkanir vegna kórónuveir-
unnar gilda til og með þriðjudeg-
inum 12. janúar. Ef ekkert óvænt
á sér stað í faraldrinum út þessa
viku standa vonir til að hægt verði
að grípa til einhverra tilslakana.
Þetta kom fram í máli Þórólfs
Guðnasonar sóttvarnalæknis á
upplýsingafundi almannavarna í
gær.
Hann sagði enn fremur að vikan
fram undan skæri úr um hvort
álíka vel hefði gengið í baráttunni
við veiruna um áramót og um jól.
Það myndi koma í ljós seinni hluta
vikunnar.
Alls hafa 35 greinst með kórónu-
veirusmit innanlands síðustu vik-
una og af þeim var 21 í sóttkví. Á
sunnudag greindust 10 með veir-
una innanlands og voru sjö í
sóttkví.
Fram kom í máli Þórólfs að 17
einstaklingar hefðu greinst hér á
landi með svonefnt breskt afbrigði
veirunnar, sem virðist meira smit-
andi en aðrir stofnar. 16 greindust
við landamæraskimun og einn inn-
anlands en hann er fjölskyldu-
meðlimur einstaklings sem greind-
ist á landamærunum.
Óútreiknanleg veira
Jóhann Björn Skúlason, yf-
irmaður smitrakningateymis Al-
mannavarna, sagði við mbl.is í
gær, að það virðist tilviljanakennt
hve margir smitast úr hópi fólks
sem hefur umgengist smitaðan
einstakling. Bæði séu dæmi um að
svo til allir sem hafa verið í rými
með smituðum einstaklingi hafi
smitast og að enginn smitist.
„Þetta er rosalega misjafnt og
við höfum ekki náð að festa hend-
ur á því hvers vegna þetta er,“
sagði Jóhann Björn og bætti við,
að ekki hafi verið sýnt fram á að
smit berist misjafnlega á milli
fólks eftir afbrigðum veirunnar.
Hins vegar sé ljóst að varnarbún-
aður á borð við grímur hafi á
áhrif.
Nýgengi innanlands:
21,3 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
10 ný inn an lands-smit greindust
sl. sólarhring
13 smit greindust á landamærum
sl. sólarhring, þar af
bíða 10 eftir
mótefna-
mælingu
100
80
60
40
20
0
101 er með virkt smit og í einangrun
Fjöldi smita
frá 30.6. 2020
Heimild: covid.is
júlí ágúst september október nóvember desember
Nýgengi, landamæri: 16,6
Fjöldi smita innanlands
Fjöldi smita á landamærum
Vikan sker úr um
hvort slakað verði á
„Við megum ekki gleyma því að við
erum með minni getu til að takast á
við svona áföll en margar aðrar þjóð-
ir því við erum
með fremur lítið
heilbrigðiskerfi
og einangruð í
Norður-Atlants-
hafi,“ segir
Magnús Gott-
freðsson, prófess-
or og yfirlæknir á
Landspítala, sem
furðar sig á því að
strax sé farið að
tala um að herða
sultarólarnar þrátt fyrir að orrustan
við kórónuveiruna sé ekki búin. „Það
sendir skrýtin skilaboð, segir Magn-
ús í viðtali við Læknablaðið.
Vísar Magnús þar til aðhaldskröf-
unnar sem nú er gerð á Landspít-
alann. „Ég spyr mig hvort þetta séu
skilaboðin sem almenningur vill
senda inn í heilbrigðiskerfið eins og
staðan er? Ég er ekki viss um að það
sé þannig,“ segir yfirlæknirinnn sem
telur að heilbrigðiskerfið hafi lengi
verið vanfjármagnað. „Fjármagn
hefur nýlega verið fært frá spítalan-
um til heilsugæslunnar. Það er póli-
tísk ákvörðun með sínum rökum, en
það var ekki beðið um það. Almenn-
ingur var að biðja um betri fjár-
mögnun kerfisins í heild og við
stöndum samt nánast á sama punkt-
inum.“
Í desember var kynnt samkomu-
lag um fjármál Landspítala sem mið-
ar að því að spítalinn þurfi ekki að
vinna á uppsöfnuðum rekstrarhalla á
árunum 2021-2023. Nánar á mbl.is.
Telur skilaboð
stjórnvalda skrýtin
Yfirlæknir furðar sig á aðhaldskröfu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landspítali Yfirlæknir telur að ekki eigi að herða sultarólar í veirufaraldri.
Magnús
Gottfreðsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta var alveg ótrúlegt augnablik
og ég á aldrei eftir að gleyma þessu.
Þetta mun fylgja mér alla tíð,“ sagði
Andri Már Margrétarson í samtali
við Morgunblaðið. Hann átti mjög
eftirminnileg kynni við haförn á ann-
an dag jóla vestur í Ísafjarðardjúpi.
Andri og konan hans, Ólafía Krist-
jánsdóttir, voru akandi í Djúpinu í
mjög góðu veðri þegar þau sáu örn-
inn sitja niðri við sjó. Þau voru sam-
mála um að þetta þyrftu þau að
skoða nánar.
„Ég stoppa, hoppa út í skott og
næ í töskuna. Set á 135 mm linsu
sem er það lengsta sem ég á og keyri
til baka,“ skrifaði Andri með mynd-
unum sem hann birti fyrst á Face-
book-síðunni Íslenskar fuglateg-
undir/Icelandic birds. „Þar stendur
örn á steini eins og hann væri að
bíða eftir mér og var í 5 mínútur al-
veg rólegur og leyfði mér að mynda
sig á alla vegu. Hleypti mér alltaf
nær og nær, þegar næst var þá las
ég 4,7 metra fókusfjarlægð. Svo
hoppaði hann á milli steina eins og
hann hafi verið að reyna að stilla sér
betur upp og svo eftir allt montið í
sér toppaði hann sig og flaug með
þvílíkum þokka út á hafið og hljóðin
sem því fylgdu voru alveg svakaleg.“
Andri sagði að örninn hafi verið
mjög gæfur og gefið sér góðan tíma
til að spóka sig um. Hann er að stíga
sín fyrstu skref í ljósmyndun og
sagði að þau Ólafía hefðu verið í
marga daga að jafna sig eftir þessa
eftirminnilegu og ánægjulegu lífs-
reynslu. Þetta hafi verið svo mögnuð
sjón. Andri sagði að samkvæmt því
sem hann hefur kynnt sér hafi lík-
lega verið um ungan haförn að ræða.
Hausinn og stélið á haförnum hvítni
með aldrinum og þessi hafi enn verið
nokkuð dökkur til haussins. Ef til
vill skýri það hvað hann var gæfur
og hleypti ljósmyndaranum nærri
sér. Andri kvaðst hafa náð að taka
yfir 200 ljósmyndir og myndskeið af
fyrirsætunni glæsilegu áður en hún
flaug burt.
Mögnuð kynni af gæfum
haferni í Ísafjarðardjúpi
Ljósmynd/Andri Már Margrétarson
Haförn Eftir góða stund og margar uppstillingar fyrir myndatökurnar tók
örninn flugið og flaug með háværum skrækjum út yfir sjóinn.
Örninn stillti sér upp fyrir myndatöku og tók svo flugið