Morgunblaðið - 05.01.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 05.01.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin, Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes Frækex Gott með ostum Gott með áleggi Gott fyrir umhverfið Gott fyrir þig Keto, vegan, gluteinlaust og að sjálfsögðu lífrænt í umhverfisvænum umbúðum Síðustu daga hefur verið fjallað um og sýndar myndir af göll- um í nýbyggingum á landinu sem oftast er mjög dýrt að laga. Ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að rifja upp opinbera stórbyggingu sem dæmd var ónýt vegna slíkra galla. Rætt hef- ur verið við eigendur nýbygginga í þessari umfjöllun sem hafa lent í tjóni af þessu tagi og við nokkra sér- fræðinga í byggingarmálefnum um ástæður þess að enn eru stöðugt að koma upp slík mál. Sömu vandamál og umræður hafa oft komið upp áður og má þar nefna t.d. síðasta þenslutímabil. Í fram- haldi af því voru ný mannvirkjalög samþykkt. Samkvæmt fram- angreindri umfjöllun hefur þó ekk- ert áunnist í að koma í veg fyrir eða minnka galla í nýbyggingum þrátt fyrir að lög þessi hafi verið í stöð- ugri endurskoðun frá því að þau voru samþykkt fyrst. Spurningin er hvort lögin þurfi frekari endurskoðunar við til að ný- byggingar verði gallalausar eða hvort gallar í nýbyggingum séu vegna þess að lögunum sé ekki fylgt. „Mistök bjarga mannslífum“ stóð í blaðagrein um daginn. En þau bjarga ekki mannslífum ef af þeim er ekki lært og gripið til fyrirbyggj- andi aðgerða. Ef ekki er safnað upp- lýsingum um tíðni, alvarleika og ástæður mistakanna og gripið til fyrirbyggjandi aðgerða þá halda mistökin áfram að birtast á sama hátt og áður, eins og gerst hefur við galla í nýbyggingum á Íslandi. Skráning þarf að fara fram á ástæðunum fyrir göllum í nýbygg- ingum, til að grípa megi til aðgerða til að koma í veg fyrir endurtekn- ingu á þeim. Úrskurðarnefnd HMS ætti að hafa þetta hlutverk. Hún mundi þá greina gallana, birta yfirlit yfir þá jafnóðum og grípa til að- gerða til að þeir endurtaki sig ekki. Þannig fæst strax góð yfirsýn yfir galla í nýbyggingum í landinu sem er forsenda þess að þeim megi fækka, ásamt því að þeim er um leið fækkað með skipulögð- um hætti. Mannvirkjalögin og framkvæmd þeirra Mannvirkjalögin hafa verið umdeild frá upphafi eins og fjöldi endurskoðunar á þeim sýnir og er ekki við því að búast að þeir sem þau fjalla um verði ein- hvern tíma að fullu sáttir við þau. Um markmið mann- virkjalaganna segir svo m.a. í fyrstu grein: a. Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mann- virkja og heilnæmi sé fullnægt. b. Að stuðla að endingu og hag- kvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þann- ig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum. Til að mannvirkjalögin og fram- kvæmd þeirra verði eins og hér er mælt fyrir um þarf bæði að gera á þeim lagfæringar en ekki síður að þróa framkvæmd þeirra. Sameining Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar (nú HMS) gefur tækifæri til úrbóta og það sama er að segja um breytingu á Nýsköpunarmiðstöðinni. Sú starf- semi ætti einnig að hluta til að sam- einast HMS að mínu mati til að ná megi þessum markmiðum. Fleiri stofnanir sem vinna að byggingarmálefnum á vegum hins opinbera ætti að skoða í þessum til- gangi, að hluta eða öllu leyti, svo sem þann hluta af staðlaráði sem fjallar um byggingarmálefni. Í þeirri viðleitni að ná betri árangri í byggingargreininni er til mikils að vinna að gera þar fleiri breytingar en að sameina Íblsj. og MVST. Tvennt annað vil ég nefna hér sem ég tel brýnt að huga að til að bæta byggingarframkvæmdirnar í landinu. Annað er að samhæfa fram- kvæmd og eftirlit með bygging- arframkvæmdum í landinu öllu og hitt er að koma á „úrskurðarnefnd HMS“ fyrir eigendur nýbygginga að leita til, vegna galla í nýjum húsum sínum. Það síðarnefnda gæti leyst mörg mál sem nú eru tekjulind lög- fræðinga og/eða skaði eigenda ný- bygginganna. Þetta er mikilvægast fyrir einstaklinga sem eru að kaupa íbúðir í nýbyggingum og þekkja ekki til byggingarframkvæmda al- mennt. Hafa ber í huga að flestir þeir sem kaupa fasteign í nýbyggingu ganga út frá að þær séu í lagi eins og lög gera ráð fyrir en kunna oftast ekki svör við því hvort sá sem seldi þeim eignina eigi að bæta galla hennar sem í ljós koma, eða hvort tjónið sé þeirra. Þessi vettvangur gæti einnig haft það verkefni að taka að sér inn- heimtu fyrir minna tjóni húseigenda vegna galla, svo að þeir þurfi ekki sjálfir að standa í málaferlum í slík- um tilvikum. Auk þess kemur til greina að koma á lögbundinni ástandsskoðun við afhendingu íbúða í nýbygg- ingum, en það er ekki lagt til hér, þar sem gallar eru ekki endilega augljósir við afhendingu íbúða og koma oft ekki í ljós fyrr en að nokkr- um tíma liðnum. Sé vel staðið að framkvæmdinni þá á líka oftast að vera hægt að treysta því að við loka- úttekt standist hún lögmætar kröf- ur. Bent er á að skoða þarf allar tryggingar í þessu fyrirkomulagi, en þær eru nánast gagnslausar öllum aðilum sem þurfa að leita réttar síns í ferlinu, t.d. hvað varðar upphæðir ef tjón er mikið. Ekki er nánar fjallað um það hér. Þá skal á það bent að ef hið op- inbera fer ekki að lögum við fram- kvæmd mannvirkjalaganna þá er ekki við því að búast að aðrir geri það. Nánar verður fjallað um það í síðari greininni. Gallar í nýbyggingum á Íslandi Eftir Sigurð Ingólfsson » Skráning þarf að fara fram á ástæð- unum fyrir göllum í ný- byggingum, til að grípa megi til aðgerða til að koma í veg fyrir endur- tekningu á þeim. Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf. Gerviverktaka er meinsemd á evrópskum vinnumarkaði. Með gerviverktöku spara fyrirtækin sér kostnað sem samfélagið þarf að bera í staðinn, sama samfélag og gerir þeim kleift að starfa. Í al- þjóðlegri starfsemi eins og flugi er þetta mikið vandamál. Fyrirtækin leita leiða til að spara og horfa til lægsta samnefnara til samanburðar. Ef hin fyrirtækin gera þetta, af hverju ekki við? Gerviverktaka þýðir að launamaður er gerður að verktaka, þrátt fyrir að hann geti ekki á neinn hátt talist verk- taki. Launafólk, eins og áhafnir flug- véla, ræður ekki hvernig eða hvenær það vinnur sín verk því það er flug- félagið sem setur því það fyrir sam- kvæmt ákveðnum lögum og reglum. Launafólk í flugvélum hefur heldur ekki umráð yfir þeim tækjum sem not- uð eru og flugáhafnir fá mjög skýrar verklagsreglur til að vinna eftir frá sínu flugfélagi. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir komast flugfélögin sum hver upp með að „bjóða“ starfsfólki sínu eingöngu verktakasamninga. Þetta er bara það sem er í boði og ef þú vilt þetta ekki, þá eru nógu margir aðr- ir sem munu þiggja þessi kjör. Bluebird Nordic eða Bláfugl ehf. er íslenskt flugfélag með flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið gerir út á fraktflug til og frá landinu og nýtir til þess flugvélar og starfsfólk með aðset- ur á Íslandi. En nú ætlar fyrirtækið að skilja sig frá íslenskum markaði og segja sig frá íslensku samfélagi, með því að segja upp þeim 11 flugmönnum félagsins sem starfa á íslenskum kjara- samningi og ráða gerviverktaka í stað- inn. Eða eins og félagið kallar það; „sjálfstætt starfandi flugmenn“. Þannig losn- ar fyrirtækið undan því að greiða opinber gjöld eins og tryggingagjald og lífeyrissjóð af launum fyrir þessa starfsmenn. Hinir sjálfstætt starfandi flugmenn skulu sjálfir skila þeim greiðslum af verktakagreiðslum sín- um. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er æskileg en hún verður ekki meiri en siðferði stjórnenda þessara sömu fyr- irtækja. Þetta mál Bláfugls og fram- koma þeirra gæti verið prófsteinn á það sem koma skal. Hverjir ætla að stunda viðskipti við Bláfugl núna? Ætla inn- og útflytjendur að láta sig það einhverju varða að þetta fyrirtæki undirbjóði og hunsi íslenskan vinnu- markað á þennan hátt? Nútímaleg fyrirtæki eru flest með sýn og stefnu um samfélagslega ábyrgð. Nú þurfa þau að sýna þessa stefnu í verki og velja þá sem þau skipta við. Ég skora á alla þá sem standa í inn- og útflutningi með flugfrakt til og frá Íslandi að taka nú afstöðu. Þessi framkoma Bláfugls er ekki boðleg fyrir fyrirtæki á Íslandi. Hvar á að stoppa í gerviverktaka- væðingunni? Eða eigum við öll að vera gerviverktakar með okkar eigið póst- hólf á aflandseyju? Þá yrði sennilega lítið til í sameiginlegum sjóðum til að takast á við næstu kreppu. Viðskiptamenn Bláfugls athugið Eftir Jóhannes Bjarna Guðmundsson Jóhannes Bjarni Guðmundsson »Nú þurfa fyrirtæki í inn- og útflutningi að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka afstöðu. Framkoma Blá- fugls er ekki líðandi. Höfundur er flugmaður. Ég verð að játa, að mér – gömlum mann- inum – brá talsvert þeg- ar RUV valdi í gær- kvöldi þau (má víst alls ekki segja þá) sem RUV sagði vera „manneskjur ársins“. Ekki brá mér út af því hverjir valdir voru. Var samsinna því. Valdar voru mjög vel valdar „manneskjur“. En hvað um nafngiftina. Hefur núver- andi kynslóð breytt skilgreiningu sinni á því hvað telst vera maður? Telur þessi kynslóð eða fulltrúar hennar að mikill maður hljóti ávallt að vera karl- maður. Mikil kona geti ekki verið mik- ill maður – en kannske mikil mann- eskja? Þegar Vigdís var maður Mér kemur í hug athyglisvert viðtal við þáverandi forsetaframbjóðanda, Vigdísi Finnbogadóttur, þegar hún vís- aði á bug aðfinnslum við framboði sínu með þessari gullvægu setningu „Ég er maður“. Telja einhverjir Íslendingar þá yfirlýsingu ekki lengur gilda? Hug- takið „mannúð“ eigi ekki lengur við neina aðra en bara karla? Hugtakið „menning“ eigi ekki við um konur? Svo ekki sé nú rætt um hugtakið „mann- vonska“. Það merki sem sé bara vonda karla? „Mannfyrirlitning“ væntanlega bara fyrirlitning karla. „manngæzka“ merki bara góðu karlana (sem eru þá a.m.k. góðir við við konur) og „mann- tal“ hve margir karlar eru í hverju samfélagi til þess að keppa við konur? Langt seilst? Þykir ykkur lesendum ekki hér vera nokkuð langt seilst. Þegar því er neitað í raun að kvenmaður geti verið og sé maður eins og Vigdís sagðist vera en að auðkenna konuna verði með öðru heiti en aðra menn? Þegar svo misjafnan mælikvarða á að leggja á kynin, að hafna verði því að kona sé maður eins og Vigdís lýsti sér, hvað eigum við þá að gera ef svo vildi til að hvorki kyngreindur karl né kyngreind kona hefði verið valin fulltrúi ársins hjá íslenskri þjóð – heldur einhver af öðru kyni. Eigum við þá t.d. að ræða um viðkomandi sem „hvorugkynsveru“ ársins – nú eða „ókynveru“ ársins ? Eða „hinseg- inmanneskju ársins“? Hvað segja femínistar – og RUV? Hvað þykir þér, lesandi góður? Að ég sé fullur kven- haturs? Skilji ekki réttindabaráttu kynjanna? Eða sé bara gamalmenni, sem ekkert erindi eigi upp á dekk? Svona álíka gamall og þegar hugtakið maður átti við hvort heldur sem er kvenmenn eða karlmenn og jafnframt allar aðrar manneskjur eins og mér var kennt frá barnæsku og kennt að bera virðingu fyrir. Þegar menn árs- ins gáru verið aðrir en bara einhverjir karlar – eins og til dæmis líka kona, landlæknirinn!?! Ásamt auðvitað Vig- dísi okkar Finnbogadóttur. Eftir Sighvat Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson »Hefur núverandi kynslóð breytt skil- greiningu sinni á því hvað telst vera maður? Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Manneskjur ársins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.