Morgunblaðið - 05.01.2021, Page 17

Morgunblaðið - 05.01.2021, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 ✝ Elís Jón Sæ-mundsson fæddist 20. júní 1935. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 20. des- ember 2020. Foreldrar hans voru Sæmundur Kristjánsson frá Efra-Hóli í Stað- arsveit, f. 23.5. 1910, d. 7.3. 2007, og Bjarnlaug Jónsdóttir frá Stað í Staðahverfi, f. 9.12. 1911, d. 20.9. 1972. Systkini Elísar eru Kristín Þóra, f. 27.1. 1937, Agnes, f. 5.12. 1938, d. 4.8 2016, Jón Eyj- ólfur, f. 27.10. 1942, Ólafur Guð- jón, f. 20.11. 1949, og Helgi Vil- berg, f. 13.7. 1953. Elli fæddist í Staðarhverfi. Hann bjó á Melstað til ársins 1950 en þá brann Melstaður. Þá flutti fjöl- skyldan í Járngerð- arstaðarhverfið. Elli giftist Signýju Ósk Ólafsdóttur 1. apríl 1961. For- eldrar hennar voru Karen Ólafía Sig- urðardóttir, f. 11.11. 1909, d. 21.12. 2002, og Ólafur Ólafsson, f. 10.3. 1904, d. 13.3. 1956. Börn Ella og Signýjar eru: 1) Ólafur Ragnar, f. 1961, maki Hrafn- hildur Bjarnadóttir. 2) Sæmund- ur Bjarni, f. 1963, maki Kristinn Sigurður. 3) Karen Mjöll, f. 1964, maki Rúnar Björgvinsson. 4) Vilborg, f. 1971, maki Ómar Jensson. Elli og Signý slitu sam- vistum árið 1976. Árið 1978 hóf Elli búskap með Sólveigu Árnadóttur, þau giftu sig 31. mars 2017. For- eldrar hennar voru Elín Guð- mundsdóttir, f. 20.6. 1915, d. 24.3. 1996, og Árni Guðjónsson, f. 29.12. 1907, d. 26.5. 1977. Börn Sólveigar eru: Árni, f. 1961; Sigurlaug, f. 1962; Gunn- ar, f. 1963; Kristján, f. 1966; og Viðar, f. 1968. Elli átti 26 barnabörn og 22 barnabarnabörn. Útförin fer fram frá Grinda- víkurkirkju í dag, 5. janúar 2021. Útförin fer fram frá Grinda- víkurkirkju 5. janúar 2021 klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstand- endur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/KJIcscDzhQM/. Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/. Þá er elsku pabbi búinn að kveðja okkur og loksins laus þrautunum frá. Yndislegri og góðhjartaðri pabba var ekki hægt að hugsa sér. Alltaf var hann til staðar fyrir okkur fjölskylduna sína. Allt vildi hann fyrir okkur gera, hvort sem það var að smíða eitt- hvað eða laga bílana fyrir okkur. Frá unga aldri fór pabbi fót- gangandi frá Stað til Grindavík- ur í skóla og síðar til vinnu. Um 1950 brann Melstaður og fluttist þá fjölskyldan til Grindavíkur í hús sem þeir feðgar byggðu. Pabbi keypti sér vörubíl og starfaði við akstur alla sína tíð. Þá var vinnan öllu erfiðari en í dag, t.d. mokaði hann með hand- afli sandinn á vörubílinn. Hann var á vissan hátt frumkvöðull í Grindavík í vörubílarekstri. Var fyrstur til að fá sér krana á bíll- inn, bjó til fyrstu víravinduna og að nota blökk við nótaskipin. Þær voru margar gæðastundirn- ar sem við og barnabörnin áttum með honum í vörubílnum. Pabbi var sérlega handlaginn og má segja að hann hafi verið þúsund- þjalasmiður. Vinnan var honum allt og þegar hann var búinn í vinnu fór hann í bílskúrinn að sinna ýmsum verkum, t.d. að gera við bílana og einnig gerði hann upp trillu. Hann var þá góður smiður og kom að bygg- ingu margra húsa, pússaði, pípu- lagði og ýmislegt fleira. Hann byggði einnig sumarbústað í Grímsnesi og var það sælureitur hans og Veigu og undu þau sér vel löngum stundum í bústaðn- um. Í seinni tíð, eftir að heilsan gaf sig, fór hann að dunda sér við tréútskurð. Hann naut þess að skera út og hlusta á félagana spjalla. Elsku pabbi, takk fyrir allt og allt og hvíl í friði. Þín verður sárt saknað. Ólafur (Óli), Sæmundur (Sæmi), Karen, Vilborg og fjölskyldur. Elís Jón Sæmundsson ✝ Bella Snorra-dóttir fæddist á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 16. júní 1922. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sólvöllum Eyrarbakka 25. desember 2020. Hún var einka- barn foreldra sinna, Þórunnar Þorgrímsdóttur, f. 21.1. 1885, og Snorra Goða Er- lendssonar, f. 12.11. 1896. Tíu ára flutti Bella með for- eldrum sínum í nýbyggt hús sem farðir hennar hafði smíð- að í Búðarkauptúni. Hún fór 16 ára í Húsmæðraskólann á Hallormsstað og þaðan lá leið- in til Reykjavíkur þar sem hún var ráðin á saumastofu. Hinn 31. ágúst 1941 giftist Bella Kristjáni Karli Þórarins- syni búfræðingi, f. 20.11. 1913, Kjartansstöðum í Flóa þar sem þau ráku bensínstöð og sjoppu ásamt búskap um 17 ára skeið. 1967 fluttu þau á Selfoss og ráku þar söluskálann Arnberg ofan við Ölfusárbrú. Söluskál- inn fékk fljótlega gælunafnið Bellubar enda var hún þar í forsvari af miklum dugnaði. Þau byggðu sér hús í Lind- arbæ í Ölfusi og þar bjó Bella meðan heilsan leyfði og Karl lifði. Þá flutti hún ásamt Bruno syni sínum að Græn- umörk 2 á Selfossi. Eftir skamma dvöl á dvalarheim- ilinu á Kirkjubæjarklaustri endaði hún sína lífsgöngu á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Hún átti heimili með Bruno syni sínum um 40 ára skeið. Útförin fer fram frá Selfoss- kirkju 5. janúar 2021, aðeins nánustu ættingjar viðstaddir. Athöfninni verður streymt á: https://tinyurl.com/y7976hnv/. Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/. d. 11.7. 1990. For- eldrar hans voru Jóna Sigríður Guðjónsdóttir, f. 11.7. 1894, d. 21.12. 1972, og Þórarinn Kristján Ólafsson, f. 12.7. 1885, d. 11.4. 1959. Börn Bellu og Karls eru: 1) Unnur Kolbrún, f. 3.2. 1942, gift Jóni Kjartanssyni, f. 10.9. 1939, hún á fjögur börn. 2) Sigurður Snorri Þór, f. 11.8. 1945, d. 10.9. 2009, hann og Kristín Steinþórsdóttir, f. 18.2. 1949, kona hans eignuðust fjóra syni. 3) Guðmundur Bruno, f. 29.10. 1947. Barnabarnabörnin eru 23. Bella og Karl keyptu ásamt foreldrum hennar árið 1945 jörðina Hofstaði og hófu þar búskap. 1950 fluttu þau að Elsku amma Bella. Hvar á ég að byrja? Svo stórkostlegur karakter, það var eitthvað svo í þínum anda að kveðja okkur á jóladag en þú varst orðin þreytt enda búin að eiga langa ævi og stórbrotið líf. Við trúum því að nú sértu komin á betri stað, full af orku og krafti. Ég kynntist þér fyrst þegar við Snorri fórum að vera saman, þú mættir með þriggja hæða brúð- artertu í tvítugsafmælið mitt út í Gesthús, frönsk súkku- laðikakka af flottustu gerð. Þannig varstu alltaf með öll af- mæli á hreinu og færðir þínum pakka sem búið var að eyða miklum tíma í að pakka inn og gera fallegan. Það var aldrei lognmolla í kringum þig og eig- um við ófáar minningarnar þar sem börnunum voru lagðar lífs- reglurnar varðandi hin ýmsu mál. Stærðfræðidæmið sem lagt var fyrir og átti niðurstað- an að leysa ráðgátuna um raun- verulegan aldur þinn en var svo óleysanlegt. Þið Bruno voruð svo hjá okk- ur á jólunum eftir að tengdó lést og eigum við góðar minn- ingar frá þeim tíma og margt sem við hlæjum upphátt að í dag. Það er ómetanlegt að fá að umgangast og kynnast ömmum sínum og öfum og hvað þá lang- ömmu sinni, en sú yngsta okkar var sannfærð um að amma Bella yrði hundrað og eitthvað ára því hún var alltaf svo hress. Undir það síðasta varstu staðráðin í því að Snorri myndi reisa hús við aðalgötuna hér á Selfossi og í því yrði Bellusafn- ið en þar áttu að vera til sýnis alls kyns hannyrðir frá þér. Það var ekkert verið að slá slöku við í að plana framtíðina alveg fram á síðustu stund. Við kveðjum þig elsku amma Bella, hvíl í friði og takk fyrir allt. Dagur er liðinn, horfin er sól himni, sjó og landi. Allt er gott! Í friði hvílir líkami, sál og andi. Góður Guð og englar hans verji öllu grandi. (Höf. óþekktur) Guð geymi þig og varðveiti, minningin um þig mun lifa í hjarta okkar. Fjóla, Snorri, Daníel Arnór, María Ísabella og Elín Aðalheiður. Elsku amma Bella kvaddi okkur á jóladag 98 ára gömul. Þrátt fyrir háan aldur komu fréttirnar á óvart, við héldum að amma yrði a.m.k. 100 ára. Amma var litrík persóna, svona „týpa“ eins og fólk myndi segja enda fyrsta manneskjan sem ég þekkti sem gekk í fötum með hlébarða- og tígrismynstrum, sem var kannski ekki óvenju- legt nema að árið var 1980 og þetta var utanyfirvinnusloppur á bóndakonu í Ölfusi. Hún elsk- aði að vera uppáklædd í áber- andi kjólum með gullbrydding- um og pallíettum og í gullskóm. Fyrir utan gullið, þá var ljós- fjólublár uppáhaldsliturinn sem gerði allt fallegra. Amma var sérlega flink í höndunum og saumaði kjóla, púða og skerma og allt milli himins og jarðar. Síðustu ár saumaði hún ein- hvern lifandis helling af búta- teppum sem hún sendi til út- landa á barnaheimili. Þessi ástríða fyrir handavinnu og að hafa verk að vinna hefur vafa- laust hjálpað mikið til að amma væri svona glöð og næði þess- ari löngu ævi. Amma varð reyndar heilsufrík á undan öll- um öðrum og hætti að borða jólakökurnar, pönnukökurnar og allt sem bústýra bakar í sveitinni og fór að borða lár- perur, banana, rjóma og lax í öll mál. Hún var fyndin hún amma! Hún elskaði að vera í hita og vildi helst vera á Spáni á veturna og ekki þótti henni verra að Bella þýðir falleg á spænsku. Amma var ótrúlega hress fram á síðustu mánuði og vegna Covid töluðum við bara saman í síma en þá hljómaði hún eins og miklu yngri mann- eskja og lagði mér lífsreglurn- ar. Elsku amma, þrátt fyrir að mér hafi nú fundist þú helst til flippuð þegar ég var barn, þá eru einhvern veginn komnir kjólar með hlébarðamynstri og gullskór og glingur inn í skáp hjá mér, glysgjörn eins og þú. Við systkinin óskum þess að þú njótir þín í Sumarlandinu í sól og í flottum kjól og gull- skóm. Guð blessi þig og okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Búmma frænda. Jónína (Nína), Þórarinn, Snorri, Kjartan og fjölskyldur. Talið er merki þróttar þrátt það að vera sonur, en landið hefur löngum átt líka sterkar konur. (Ólína Andrésdóttir) Leiðin milli Patreksfjarðar og Flóa var löng þegar ég var að alast upp fyrir vestan og samgöngur milli systkinanna Jóhönnu og Ólafs er bjuggu á Patreksfirði ásamt foreldrum sínum við Karl bróður sinn er bjó á Kjartansstöðum í Flóa því strjálar. Það var mikil tilhlökk- un þegar von var á fjölskyld- unni á Kjartansstöðum í heim- sókn. Hershöfðingi ferðarinnar var auðvita Bella, um það hvernig gistingunni hafði verið raðað niður giltu önnur lögmál þegar fjölskyldan mætti. Svefn- stað Kalla frænda varð samt ekki haggað: „ég gisti auðvitað hjá pabba og Rósu“ og við það sat. Við krakkarnir vorum upp með okkur af heimsókninni, það áttu ekki allir fjölskyldu sem kom bara keyrandi að sunnan í heimsókn. Í þá daga áttu allir pennavini og skrifast var á. Ég átti pennavinkonu norður á Hjalteyri við Eyja- fjörð. Hún var ári eldri en ég og þegar hún fermdist leyfðu foreldrar mínir mér að fara og vera við ferminguna. En fyrst varð að fara til Reykjavíkur áð- ur en Norðurleiðarrútan var tekin til Akureyrar. Ég gisti hjá Steinbergi frænda mínum og hans fjölskyldu. Frænda fannst tilvalið að sýna þessari 12 ára frænku sinni heiminn og við fórum austur að Kjartans- stöðum. Ég sat opinmynnt yfir öllum kræsingunum sem á borð voru bornar en einnig yfir því að það var rétt munað hjá mér síðan fjölskyldan kom vestur að húsmóðirin talaði hátt og það var mikill völlur á henni. Næstu minningar eru tengdar því þegar Brúnó veiktist og var ekki hugað líf, lá í margar vik- ur á gjörgæsludeildinni á Land- spítalanum. Ég vann í Hjúkr- unarskóla Íslands og því stutt að fara til frænda. Árin liðu og nú var það ég sem tók á móti Brúnó og Bellu í hvíldarinnlögn á Klausturhólum á Kirkjubæj- arklaustri. Mikið lasin bæði tvö en við alla þá góðu umönnun sem þau fengu hresstust bæði ótrúlega fljótt. Tvisvar komu þau til mín austur og í þriðja skiptið keyrðum við Smári þau austur en þá var ég hætt að starfa þar. Það var alveg ein- stakt að fá að kynnast þeim vel á sínu þriðja æviskeiði. Bæði magnaðir persónuleikar hvort á sína vísu. Allt sem þau gátu sagt frá, skoðanir Bellu á mönnum og málefnum, já hún Bella batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferða- mennirnir. Mér fannst ég verða betri manneskja við að upplifa kærleikann í Brúnó og lífið varð skemmtilegra svo miklu skemmtilegra við að umgangast Bellu. Heimsóknir, bíltúrar, skoðunarferðir, matarboð, já alltaf fór maður glaðari af þeirra fundi. Bella var langt á undan sinni samtíð hvað holl- ustu og mat snerti. Eða öll handavinnan hennar, dúkarnir, púðarnir, námskeiðin í lampas- kermagerð og kennsla á sauma- vélar um land allt. Þegar sjónin var farin að dofna sat hún og saumaði bútasaumsteppi sem síðan fóru til Rauða krossins og hann átti að senda þau til borg- anna í norðurhluta Síberíu, þar væri sko kalt. Ég á svo sann- arlega eftir að sakna Bellu minnar, skemmtilegu konunnar sem sagði hlutina hreint út og dró ekkert af, en hjartað var bæði stórt og hlýtt. Það vantar eitthvað í litrófið hér hjá okkur en ég sé að á himni skín stór og falleg Bellu-stjarna. Guð blessi minningu ótrú- legrar konu, Bellu Snorradótt- ur. Samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Sigþrúður Ingimundardóttir Bellu, Kalla og Brúnó kynnt- ist ég þegar ég var 11 ára göm- ul og fluttist á Selfoss. Þarna voru komin afinn, amman og frændinn sem mig vantaði á Selfossi. Löngum stundum eyddi ég í hænsnahúsinu og á rúntinum í traktornum með Kalla og góða tíma átti ég með Kalla, Bellu og Brúnó í spjalli á Lindarbæ. Bella var svo mikil listakona í höndunum og ég held að ekki verði komið tölu á öll teppin sem hún hefur saum- að, ómetanlegt finnst mér að börnin mín skuli eiga frá henni vögguteppin sín. Við áttum svo margar góðar stundir saman og gátum spjall- að um allt mögulegt; hún sagði mér svo margt úr lífi sínu, sem var svo áhugavert og gaman að fá að heyra. Og mikið gátum við nú hlegið þegar ég var að koma í heimsókn til hennar og Brúnó í Grænumörkina og ég var að kvarta yfir því hvað væri heitt inni hjá þeim og að næst þegar ég kæmi ætlaði ég að mæta í bikiníi. „Já, já,“ sagði Bella bara, „þú veist að ég er hitabeltisjurt.“ Eitt sinn hringdi hún í mig og sagði að nú yrði ég að bjarga henni á meðan hún færi til Spánar. Og auðvitað vildi ég bjarga henni. En það fólst í því að ég átti að taka upp Leiðarljós í sjónvarp- inu í rúman mánuð því hún vildi sko ekki missa af þætti. Já, það var ýmislegt, sem hún gat fengið mig til að sam- þykkja, sem ég hefði ekki tekið í mál fyrir nokkurn annan. Hún var einstök kona, já, hún gat al- veg verið krefjandi en alltaf var hún svo góð við mig og mér þótti svo ótrúlega vænt um hana. Ég kem til með að sakna hennar mjög mikið. Elsku Brúnó, knús til þín. Samúðarkveðjur, Valgerður Una. „Ég heiti Bella, hef borið það nafn allt mitt líf og ég mun deyja sem Bella.“ Þannig svar- aði skörungurinn Bella mér einhvern tíma þegar ég nefndi hana fullu skírnarnafni. Enda lét hún prest skíra sig upp fyrir tveimur árum, hún var reyndar aldrei nefnd öðru nafni en Bella eða mamma Bella. Bella setti svip sinn á mína gömlu sveit. Þau Kalli bjuggu á Kjartansstöðum í Flóa. Bellu fylgdi gustur og gríðarþokki. Þau Kalli ráku myndarlegt bú en jörðin var lítil og því hófu þau einnig hænsnarækt. En svo ráku þau verslun fyrir Olís við þjóðbrautina og oft var fjör í olíuskúrnum. Bílstjórarnir mið- uðu við það að hafa bílana olíu- svanga, hvort sem þeir komu úr austri eða vestri, því alltaf var gott að koma við hjá Bellu og hún bauð svo í eldhúsið og þar var nú skrafað yfir kaffi og kökum. Brúsapallurinn og olíu- skúrinn ásamt sveitasímanum voru fasbók þess tíma. Þangað bárust fréttirnar og karlarnir rifust um pólitík við brúsapall- inn. Bjössi á mjólkurbílnum var hetja héraðsins sem sungið var um og Bellu símamey. Bella var glæsileg kona með háa og hvella rödd sem heyrð- ist á milli bæja og átti magn- aðan hlátur og kunni að tala við ferðamennina. Það var mikið tekið frá ferðamönnum þegar þau fluttu að Lindarbæ í Ölfusi en þau settust aftur í þjóðbraut á Selfossi og reistu Olísstöðina á Arnbergi fyrir utan á og Bella var þar með sína töfra og skörungsskap enda er staður- inn enn kallaður Bellubar. Kalli hélt áfram með eggjabúskapinn í Lindarbæ. Oft var hann á ferð á gamla Zetornum niðri á Sel- fossi og þá kom hann við á Bel- lubar með hænsnafiður á húf- unni og í jakkanum, sem Bellu fannst nú ekki gott. Kalli var einn af þessum karakterum sem settu svip á mannlífið. Hann var sögumaður góður og þau voru bæði eins og beint úr ævintýrunum. Þau Bella og Kalli voru af aldamótakynslóð- inni sem reisti landið okkar til dáða, svipmikið fólk sem trúði á landið og hafði járnvilja. Það gladdi mig innilega í kosningabaráttunni til Alþingis vorið 1999 þegar Bella mætti á kosningaskrifstofuna með fal- lega tertu sem hún kallaði land- búnaðarráðherratertuna. Hún lagði svo á og mælti um að nú tæki ég við því mikla starfi að kosningum loknum að verða landbúnaðarráðherra. Allt gekk þetta svo eftir, sem ekki var sjálfgefið, en Bella var göldr- ótt. Og enn meira varð ég undrandi þegar hún sagðist vera búin að segja strákunum sínum að þeir ættu að kjósa mig í kosningunum. Þeir voru miklir og góðir sjálfstæðismenn og ég trúði varla mínum eigin eyrum og þeir gerðu það fyrir Bellu mömmu að mæta ein- hverjir og drekka kaffi á skrif- stofunni. Siggi Kalla og strák- arnir hans voru allir með flugdellu og mamma Bella skip- aði þeim að fljúga með mig á TF HAL til Vestmannaeyja. Það hreif nú Eyjamenn, sem voru þá upp til hópa íhalds- menn. Þegar Siggastrákarnir reistu hótel á Selfossi fékk það auðvitað nafnið Hótel Bella. Margt breyttist í lífi Bellu þegar Bruno yngri sonur henn- ar, rúmlega tvítugur, missti heilsuna. Hún barðist fyrir lífi hans og heilsu. Hún vakti jafn- framt yfir ættboga sínum áfram en móðureðlið og skör- ungsskapurinn var bundinn lífsbaráttu Búmma og hann endurgalt móður sinni hjálpina. Síðast heimsótti ég Bellu á Eyrarbakka í byrjun jólaföst- unnar og færði henni Flóa- mannabók að gjöf. Bella var þá enn kát og glöð og andinn í góðu lagi þótt líkamlegt þrek væri á þrotum. Hún settist upp og við skröfuðum margt. En tíminn var kominn og nú er glatt í sumarlandinu og himna- ranninum. Guðni Ágústsson. Bella Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.