Morgunblaðið - 05.01.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021
✝ Sigrún Elías-dóttir fæddist
13. mars 1923 í
Hafnarfirði. Hún
lést á Hrafnistu
Sléttuvegi 14. des-
ember 2020. For-
eldrar hennar voru
Arndís Ingunn
Kjartansdóttir, f. 8.
júní 1897, d. 1984,
og Elías Gíslason, f.
6. desember 1896,
d. 1936. Sigrún átti þrjú systk-
ini. Þau eru: Guðvarður, f. 1924,
d. 2016, Kjartan Þórir, f. 1925,
d. 2002, og Hanna, f. 1935.
Eiginmaður Sigrúnar var
Páll Sigurjón Pálsson, f. 8. mars
1919, d. 2. mars 1976, en þau
giftu sig 30. september 1944.
Börn þeirra eru: 1) Arndís, f. 6.
júlí 1944. Sonur hennar er Arn-
ar Pálsson, f. 1965, maki hans er
Börn hans eru a) Hildur, f. 1980.
Börn hennar eru Benedikt, f.
2002, og Elva Björg, f. 2010, b)
Ragnar, f. 1987, maki Dóra Erla
Þórhallsdóttir, börn þeirra eru
Sólveig, f. 2012, Kári, f. 2015, og
Saga, f. 2020.
Sigrún ólst upp ásamt fjöl-
skyldu sinni á Jófríðarstaðavegi
í Hafnarfirði. Hún og Páll, eig-
inmaður hennar, byggðu sér
hús á Starhaga í Reykjavík þar
sem þau bjuggu lengst af. Eftir
fráfall eiginmanns síns flutti
Sigrún í Stóragerði og fór að
vinna á símanum hjá Lands-
virkjun. Hún tók einnig virkan
þátt í kvenfélaginu við Grens-
áskirkju á meðan hún bjó í
Stóragerði. Síðustu 14 ár bjó
hún í þjónustuíbúð við Furu-
gerði 1. Í vor flutti hún á Hrafn-
istu við Sléttuveg þar sem hún
síðan lést.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 5. janúar
2021, klukkan 13, að viðstaddri
nánustu fjölskyldu.
Jóhanna S.B. Ólafs-
dóttir. Barn þeirra
er Ísabella Sól, f.
2018. Fyrir átti
Arnar Alexöndru
Diljá, f. 1997, og
Bjarka Má, f. 1998.
2) Sigrún, f. 16.
september 1947.
Eiginmaður Örn
Ólafsson, f. 1942.
Synir þeirra eru a)
Guðmundur Páll
Gíslason, f. 1973, maki Eyrún
Sif Eggertsdóttir. Börn þeirra
eru Eggert Aron, f. 2004, og
Nanna Sif, f. 2010, b) Ólafur
Örn, f. 1982. Dóttir hans er
Birta Björk, f. 2019, c) Haukur
Þór, f. 1985, maki Iðunn Grét-
arsdóttir. Börn þeirra eru Em-
ilía Sigrún, f. 2008, Hafþór Ingi,
f. 2012, og Íris Eva, f. 2018. 3)
Páll Rúnar, f. 15. október 1956.
Elsku amma. Við amma vor-
um mjög nánar og naut ég
sennilega góðs af því að vera
eina barnabarnið sem var
stelpa. Í gegnum árin áttum við
löng samtöl þar sem við sögð-
um frá því hvað hafði á daga
okkar drifið, við þrættum, enda
vorum við ekki alltaf sammála,
við hlógum og spjölluðum um
allt á milli himins og jarðar. Ef
amma hringdi vissi ég að næsti
klukkutími væri frátekinn fyrir
hana.
Fágun og glæsileiki voru ein-
kenni ömmu. Hún var alltaf
með bleikan varalit, bleikt
naglalakk og vel lagt hár.
Amma var einstaklega jákvæð
og þakklát fyrir allt sem gert
var fyrir hana. Hún var mjög
dugleg og blómstraði þegar hún
flutti í Furugerði fyrir 14 árum.
Hún tók þátt í öllu sem í boði
var og byrjaði að hekla aftur,
tók þátt í leikfimi og boccia og
bjó til skartgripi. Síðan hélt
hún sölusýningar og seldi bæði
hannyrðirnar sínar og skart-
gripi.
Ég var með mikla matarást á
ömmu. Henni tókst alltaf að
töfra fram meistaraverk í eld-
húsinu hvort sem það var
hversdagsmatur eða veislumat-
ur. Í hvert skipti sem við borð-
uðum hjá henni fannst henni
við borða alltof lítið þó við vær-
um búin að fá okkur nokkrum
sinnum á diskinn og nánast af-
velta af áti. „Þú ert ekki búin
að borða neitt. Ætlarðu ekki að
fá þér meira?“ Síðan setti hún
upp undrunarsvip og skildi
ekkert í því hvað við borðuðum
lítið. Hún átti ávallt til ís í
frysti og sagði að það væri sko
alltaf pláss fyrir ís þrátt fyrir
allan matinn sem við vorum
nýbúin að torga. Ég sé mest
eftir því að hafa ekki lært að
elda og baka hjá henni. Þegar
ég var lítil og var að borða
kjötsúpuna hennar sagði ég
henni að þegar ég yrði stór
myndi ég bjóða henni í kjöt-
súpu og súkkulaðiköku í eft-
irrétt. Stuttu eftir að ég flutti
að heiman bauð ég ömmu í mat.
Ég bauð henni reyndar ekki
upp á kjötsúpu heldur pasta
með pestó enda kunni ég lítið
að elda þá. Henni fannst þetta
samt frábær matur hjá mér
enda var hún alltaf óspör á að
hrósa mér.
Amma var lengi vel að vinna
hjá Landsvirkjun og fékk hún
alltaf aðgang að sumarbústað á
sumrin hjá starfsmannafélag-
inu. Flestöll sumur fórum við í
Steingrímsstöð við Sogið. Því-
líkt ævintýri fyrir barn að vera
þar. Þarna veiddi ég í fyrsta
sinn og átti góðar stundir með
ömmu. Börnin mín fóru síðar
meir með okkur ömmu í bú-
staðinn. Fyrsta sumarið eftir að
strákurinn minn fæddist fórum
við í Steingrímsstöð með
ömmu. Amma fyllti bílinn minn
af mat því það þurfti nefnilega
alltaf að passa upp á að enginn
yrði svangur. Bíllinn var frekar
lúinn og man ég að á leiðinni út
úr bænum skrapaði undirvagn-
inn hverja einustu hraðahindr-
un sem á vegi okkar varð.
Þótt amma hafi verið orðin
rúmlega 97 ára gömul var það
samt mikil sorg þegar hún lést.
Mikið sakna ég hennar. Amma
var alltaf hraust og hress og ég
leiddi ekki hugann að því að
hún myndi kveðja núna. Henn-
ar tími var samt greinilega
kominn. Takk fyrir allt, elsku
amma.
Þín
Hildur.
Nú er runnin upp sú erfiða
stund að kveðja þig elsku
amma. Svo óraunveruleg þótt
hún sé óumflýjanleg. Þetta er
allt svo skrýtið því tveimur
dögum áður en þú fórst talaði
ég við Hildi um það að fá að sjá
þig í mynd, tala við þig og leyfa
þér að sjá okkur fjölskylduna.
Það höfðu verið miklar lokanir
og því erfitt að fá slíkt fram.
En eitthvað gerðist því kallinu
var svarað. Hinn 14. desember
lætur Hildur mig vita að hún
megi heimsækja þig á Hrafn-
istu. Við fengum loks að sjá þig
og ó hvað það var gott. Bara
þessi stutta stund fyllti mann
gleði. Þú sást bæði Kára og
Sólveigu og brostir svo blíðlega
til þeirra. Við Dóra fengum svo
líka að heilsa þér og erum við
ótrúlega þakklát fyrir það.
Þetta sama kvöld tóku engl-
arnir á móti þér og þú kvaddir
þennan heim. Það er eins og
þetta hafi átt að gerast, að fá
að kveðja okkur þennan dag.
Elsku amma, takk fyrir að
hafa alltaf verið svo góð við mig
og okkur öll. Takk fyrir að
bæta allt með fallegu brosi og
svo jákvæðu viðhorfi, sama
hvað. Við amma áttum alltaf
svo gott samband. Hún passaði
mig svo oft, tók mig í ferðir og
stjanaði alltaf svo vel við mann.
Ég man þegar ég fór í pössun
og fékk alltaf soðna ýsu með
kartöflum, nú eða gúllas sem
hún eldaði svo oft. Við áttum
alltaf svo góðar stundir við spil,
spjall eða horfðum á sjónvarps-
þætti saman. Við löbbuðum oft
saman í Kringluna og fórum á
kaffihús þar sem ég fékk mér
alltaf stóra kleinu. Þegar við
Hildur kíktum í heimsókn voru
alltaf kökur í boði, lagkaka með
hvítu kremi, nú eða súkku-
laðikakan góða með góða
súkkulaðismjörkreminu. Ekki
má gleyma öllum óteljandi ferð-
unum í Steingrímsstöð. Þar var
nú alltaf aldeilis fjör og voru
gestir nánast alla daga. Við átt-
um þar ógleymandi stundir öll
saman. Dóra var líka svo hepp-
in að fá að koma með. Amma
var líka alltaf svo gestrisin.
Alltaf var aðaljólaboðið hjá
henni þar sem öll fjölskyldan
kom og naut samverustundar.
Oft voru mörg önnur boð hjá
henni eða veislur. Ég bjó hjá
ömmu tímabundið og var það
mjög ánægjulegt enda mikil ró
að vera hjá henni. Á svipuðum
tíma byrjuðum við Dóra að
hittast. Hún tók vel á móti
henni frá fyrsta degi, fékk hún
aldeilis að finna fyrir gestrisn-
inni, kökunum, gúllasinu og öllu
tilheyrandi. Amma var alltaf
svo ánægð og glöð að fá að
hitta Sólveigu og Kára enda
mikil barnagæla. Henni leiddist
aldrei að fá að tala við börnin.
Við fjölskyldan kíktum reglu-
lega í heimsókn til hennar í
Furugerði þar sem henni lá oft
við að gefa okkur eitthvað að
borða eða drekka, aldrei stopp-
aði gestrisnin.
Það sem amma hafði umfram
marga aðra er hversu jákvæð
hún var út í allt og sá allt í
björtu ljósi. Ég held að þessi
jákvæðni hafi skipt sköpum um
hve góða heilsu hún hafði og
hve langlíf hún var. Ég held að
lífið hefði ekki verið eins hefði
hún amma ekki verið til staðar,
alltaf reiðubúin að vera innan
handar, alltaf tilbúin að hjálpa,
alltaf með bros á vör. Elsku
amma, við kveðjum þig hér og
nú. Við elskum þig.
Þinn
Ragnar, Dóra Erla,
Sólveig, Kári og Saga.
Elsku besta langamma. Við
söknum þín alveg svakalega
mikið. Við munum eftir öllum
góða matnum sem þú eldaðir
fyrir okkur. Það má ekki
gleyma ísblómunum sem þú
áttir alltaf inni í frysti fyrir
okkur. Það var gaman að fara
með þér í Steingrímsstöð og
horfa á náttúruna. Þú varst
samt fallegust. Mikið vorum við
heppin að eiga langömmu eins
og þig. Þú varst svo góð. Okkur
fannst gaman að heimsækja þig
um helgar í Furugerði. Þú áttir
alltaf nóg af nammi fyrir okkur.
Við höfum ekki getað heimsótt
þig síðan í sumar vegna heim-
sóknartakmarkana og þykir
okkur leiðinlegt að hafa ekki
náð að kveðja þig. Það væri
gaman að hafa þig lengur hjá
okkur og knúsa þig heitt. Núna
ertu búin að hitta manninn þinn
og vonum við að þér líði betur.
Við geymum allar minningarn-
ar um þig í hjartanu okkar.
Kveðja,
Benedikt og Elva.
Látin er í hárri elli fyrrver-
andi tengdamóðir mín, frú Sig-
rún Elíasdóttir.
Ég var rúmlega tvítug feimin
stelpa þegar ég hitti Sigrúnu
fyrst. Þessi fyrstu kynni eru
mér minnisstæð og sé ég mynd
hennar enn í huga mér þegar
hún tók á móti mér í fyrsta
sinn; lágvaxin, brjóstgóð, grá-
hærð og glæsileg kona sem mér
reiknast til að hafi verið 56 ára
þá. Glæsileikinn skein af henni
eins og endranær og dáðist ég
oft að því hvað hún hélt sér
alltaf vel til, vinnandi langan
vinnudag. Alltaf var hún mætt
eldsnemma, og örugglega fyrst
af öllum, í vinnu hjá Lands-
virkjun þar sem hún svaraði í
síma og hringdi út í heim fyrir
ráðamenn þar. Þar vann hún
þangað til hún varð sjötug að
aldri og hefur örugglega verið
mikil eftirsjá að henni.
Aldrei kom maður að tómum
kofunum hjá Sigrúnu. Hún var
höfðingi heim að sækja og
borðin svignuðu undan dásemd-
ar mat og bakkelsi, enda lista-
kokkur þar á ferð. Stórfjöl-
skyldan og vinir fjölmenntu í
boðin til hennar og ekkert var
til sparað. Stundum undraðist
ég hvernig hún hafði tíma og
orku í allt þetta. Ekki má
gleyma ferðunum okkar í Stein-
grímsstöð, sumarbústað Lands-
virkjunar. Endalaust bárum við
út í bílinn mat, tertur og fleira
góðgæti því hún vildi vera
viðbúin miklum gestagangi og
alltaf stóðst það og höfðu allir
gaman af dvölinni þar og voru
veiðistangirnar mundaðar
óspart. Ég horfi til þessa tíma
með söknuði.
Ekki fóru börnin mín var-
hluta af gæsku ömmu sinnar.
Hún dýrkaði þau frá fyrstu
stundu og þau hana á móti.
Hún var aldrei svo upptekin að
hún gæti ekki tekið á móti
þeim, mikil barnagæla var hún
og hafði alltaf gaman af að hafa
börnin í kringum sig. Mikið er
ég þakklát fyrir það.
Á milli okkar Sigrúnar slitn-
aði aldrei strengurinn. Aldrei
fann ég annað en ég væri vel-
komin til hennar. Hún og móðir
mín voru alltaf mjög góðar vin-
konur og bjuggu þær í sama
húsi í Furugerði 1 í nokkur ár.
Þá bankaði ég oft upp á hjá
henni á leið minni og heilsaði
upp á hana og mikið var hún
alltaf glöð að sjá mig.
Ég kveð góða konu og minn-
ist góðra stunda. Blessuð sé
minning Sigrúnar og votta ég
fjölskyldu hennar samúð mína.
Sólveig Helgadóttir.
Sigrún Elíasdóttir
✝ Halldór Guð-mundsson
fæddist í Flekkuvík
á Vatnsleysuströnd
4. ágúst 1935. Hann
lést í Grundarfirði
27. desember 2020.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Jóhannesson, f. 19.
október 1987 í Við-
ey, d. 26. maí 1959,
og Hansína Ein-
arsdóttir, f. 8. júní 1892 í
Beggjakoti í Selvogi, d. 29. nóv-
ember 1983. Var hann yngstur
14 systkina sem voru í ald-
ursröð: Stefanía, Konráð, Katr-
ín, Margrét, Aðalheiður Dag-
mar, Margrét, Einar, Kár
Óskar, Ingibjörg, Hjörtur, Ólaf-
ur og Jóhannes. Eins ólst upp í
Börkur Svavar, f. 1989, börn
hans er ba) Jökull Máni, bb)
Hrafndís Ylfa. c) Auður Stein-
unn, f. 1991. 3) Halldóra Ágústa,
f. 3. janúar 1971, börn hennar a)
Sólrún Halldóra, f. 1987, börn
hennar aa) Mikael Hrafn, ab)
Hrafnhildur Björk, ac) Brynjar
Hrafn. b) Viktor Logi, f. 1999.
Auður og Halldór hófu bú-
skap í Hafnarfirði en fluttu síðar
vestur á Snæfellsnes. Í 28 ár
voru þau búsett í Grundarfirði
og þar var hans heimili eftir að
hún lést. Á árinu 2020 var hann
þó kominn á hjúkrunarheimili,
nú síðast á Skógarbæ í Reykja-
vík. Fór hans vestur nú um jólin
til að kveðja Grundarfjörð en
þar lést hann óvænt á þriðja
degi jóla.
Vann hann ýmis störf; var sjó-
maður, rak verslun, gerði út
trillu en síðast vann hann við
fiskvinnslu í Grundarfirði.
Útför hans fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag, 5. janúar
2021, klukkan 11, í kyrrþey að
viðstaddri nánustu fjölskyldu.
Flekkuvík syst-
ursonur hans Guð-
mundur. Allur þessi
hópur er nú látinn,
nema Ingibjörg,
sem lifir systkini
sín.
Halldór ólst upp í
Flekkuvík og fór
fljótt að vinna.
Hann giftist 28.
desember 1965
Auði Gunni Hall-
dórsdóttur, f. á Akureyri 21.
ágúst 1940, d. 29. maí 2017.
Börn þeirra eru: 1) Gunnar Karl,
f. 1. október 1965, sonur hans er
Karl, f. 1992. 2) Bryndís, f. 21.
mars 1967, börn hennar eru a)
Heimir, f. 1987, börn hans eru
aa) Sigurður Helgi, ab) Bryndís
Hekla, ac) Halldór Smári. b)
Þá hefur þú kvatt pabbi minn.
Þú fæddist í Flekkuvík á Vatns-
leysuströndinni og varst yngstur
af 14 systkinum. Þótt þið hafið
verið svona mörg talaðir þú
aldrei um að þið hefðuð liðið
neinn skort enda bærinn stað-
settur við sjóinn og stutt að
sækja fisk. Einnig skutuð þið
fugla ykkur til matar og voruð
með ykkar sjálfþurftarbúskap
eins og þú sagðir. Á sumrin
tínduð þið kríuegg og einnig var
farið í berjaheiði eins og þú
sagðir og mér fannst frekar
fyndið að þið á Vatnleysuströnd-
inni væruð með heiði, en jú
þarna var Strandarheiðin. Ung-
ur fórstu að vinna á Keflavík-
urflugvelli, laugst til um aldur
svo þú fengir vinnuna. Síðan tók
við sjómennskan sem þú varst í
mestalla ævi. Þú hafðir farið á
vertíð í öllum landshlutum og
það var einmitt á einni vertíðinni
sem þú hittir mömmu. Það var á
síldarvertíð á Siglufirði.
Mamma sá þig fyrst þegar þú
varst að fóðra sel sem hafði
komið í netið hjá þér. Þú vildir
aðeins hressa hann við áður en
þú slepptir honum í sjóinn aftur.
Ekkert samband tókst á milli
ykkar þarna. Síðan þegar þú
varst á vertíð í Vestmannaeyjum
og mamma að vinna þar á hóteli
rákust þið hvort á annað aftur
en ekkert varð úr því heldur.
Það var ekki fyrr en þið hittust í
þriðja sinn, á sveitaballi í Ara-
tungu, að þið náðuð loks saman.
Stuttu seinna kom í ljós að
mamma var að fara með fjöl-
skyldu sinni til Suðureyrar og
ætlaðir þú ekki með þangað.
Mamma bað þig að koma með
en þú varst ekki sannfærður.
Stuttu seinna bankaði tilvonandi
tengdapabbi hjá þér og sagði að
dóttir sín vildi ekki fara nema
þú kæmir með og tókst honum
að tala þig til.
Þið voruð ekki lengi á Suður-
eyri. Þið hófuð ykkar búskap í
Hafnarfirði og börnin bættust
við. Eftir nokkur ár í Hafnar-
firði lá leiðin á Snæfellsnesið.
Þið náðuð á búa á Rifi, Hellis-
sandi, Ólafsvík, en lengst af í
Grundarfirði og í sumar dvaldir
þú á dvalarheimilinu í Stykk-
ishólmi áður en þú fórst til
Reykjavíkur þegar þú fékkst
pláss á Skógarbæ. Þú varst
ákveðinn í að fara í Grundar-
fjörð um jólin með Gunna bróð-
ur og þar hélstu þín síðustu jól.
Eitt sem einkenndi þig var að
þú varst alltaf að drífa þig, allt
sem þurfti að gera varð að ger-
ast strax. Þið mamma komuð
stundum í heimsókn til Reykja-
víkur og þú varst rétt kominn
inn og sestur í sófann þegar þú
leist á úrið og sagðir: „Jæja, eig-
um við ekki að fara drífa okkur
heim?“ Og símtölin báru líka
keim af þessu; þú hringdir og
varst rétt byrjaður að spjalla
þegar þú laukst samtalinu. Þú
hafðir gaman af að rúnta og náð-
um við að fara nokkra rúnta í
sumar eins og önnur sumur. Þú
varst mikill sögumaður og sagð-
ir okkur sögur meðan við rúnt-
uðum. Margar af þeim sögum
tengdust Flekkuvík og æsku
þinni þar. Það fór ekki á milli
mála að æskuminningar þínar
yljuðu þér. Í nóvember komst ég
yfir myndir sem Kár bróðir þinn
heitinn hafði átt og þú hafðir
aldrei séð. Þetta voru myndir úr
Flekkuvík og af fólkinu þar og
mikið þótti þér gaman að sjá
þessar myndir og minningarnar
streymdu til þín.
Takk fyrir allt pabbi minn.
Halldóra (Dóra).
Þegar tengdafaðir minn lést
nú um jólin kom það öllum á
óvart en samt í hans anda, því
öllu sem hann tók sér fyrir
hendur var drifið í. Nú í upphafi
árs eru 12 ár síðan ég sá hann
fyrst, þá kom hann í heimsókn í
Selvaðið að líta á mann þann
sem hafði platað yngri dótturina
til að flytja þangað. Kom stór
maður inn og heilsaði hressilega,
ekki veit ég hvort honum leist á
manninn við fyrstu kynni en
mér skilst að búið hafi verið að
tilkynna honum að ég væri
framsóknarmaður. Þótti honum
það víst ekki mjög góður kostur
fyrir dæturnar að ná sér í slíka
menn, þótt þeir væru nú talsvert
skárri en sjálfstæðismenn. Aldr-
ei ræddum við þó pólitík þannig
að við værum ósáttir. Mér er
minnisstætt að þegar Dóra og
Auður skildu okkur tvo eina eft-
ir fljótlega eftir að okkar kynni
hófust höfðu þær mestar
áhyggjur af því að við færum að
rífast um pólitík, ekki gerðist
það þá né síðar. Með okkur
tókst góður vinskapur og á ég
margar góðar minningar um
samræður við hann. Hann var
einlægur vinstrimaður í góðri
merkingu þess orðs, vildi öllum
vel og var þakklátur öllum þeim
sem eitthvað gerðu fyrir hann
og aldrei man ég eftir að hann
hafi talað illa um nokkur mann,
gerði frekar góðlátlegt grín að
þeim sem ekki voru honum sam-
mála.
Þegar komið var vestur í
Grundarfjörð var gjarnan tekinn
rúntur um nesið og svæðið skoð-
að. Var oft gaman að sitja og
spjalla við hann um liðna tíð.
Hann trúði einlæglega á að eitt-
hvað meira væri hér á jörðinni
sem við ekki sæjum og fékk
maður oft að heyra sögur frá
Flekkuvík og víðar um eitthvað
sem ekki var auðvelt að útskýra,
svo ekki sé minnst á sögur af
séra Árna. Eins var hann viss
um að huldufólk væri hjá honum
í húsinu eftir að hann varð einn
og fannst honum það góður fé-
lagsskapur. Nú síðustu ár var
heilsan farin að gefa sig og fann
maður að það var honum ekki
auðvelt, dvaldi hann á hjúkrun-
arheimili í Stykkishólmi síðasta
sumar en nú í haust fékk hann
inni á Skógarbæ í Breiðholti, þá
rættist draumur hans að vera
nær sínu fólki sem hann vildi
svo gjarnan en Covid-ástand
gerði honum erfitt fyrir að heim-
sækja sitt fólk svo minna varð
um samverustundir en til stóð.
Kæri Halldór, hvíldu í friði og
hafðu þökk fyrir allt.
Ásgeir Jónsson.
Halldór
Guðmundsson