Morgunblaðið - 05.01.2021, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021
✝ Símonía EllenÞórarinsdóttir
húsmóðir fæddist í
Reykjavík 21. apríl
1947. Hún lést á
dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
24. desember 2020.
Foreldrar Ellenar
voru Þórarinn B.
Ólafsson og Guð-
jóna Jakobsdóttir.
Fósturforeldrar
Ellenar voru Kristján Helgi
Friðbjörnsson og Bjarnveig
Jakobsdóttir. Systkini Ellenar
eru: Kristján Bjarnar, Kristlaug
Dagmar, Ingveldur Guðfinna,
Helgi Þór (látinn), Sigurður
Reynir, Kolbrún, Ragnheiður,
Stefán Gunnar, maki Guðfinna
Indriðadóttir, börn þeirra eru:
Guðbjartur Þór, Ásta Marý og
Svandís Lilja. 3) Indriði Björn,
maki Sif Eir Magnúsdóttir,
börn þeirra eru: Ármann Örn,
Alexander Leonard, Mikael
Máni, Úrsúla Eva og Sóllilja
Andrá. 4) Ármann Rúnar, börn
hans eru: Rúna Björt, Bryndís
Birta og Emil Theódór. 5) Ólaf-
ur Bjarni, maki Kristín Helga
Ragnarsdóttir, börn þeirra eru:
Elvar Kaprasíus, Ólafur Sveinn
og Stefanía Rut. Langömmu-
börnin eru þrettán, þar af er
eitt látið.
Seinni maður Ellenar var
Sveinn Sighvatsson.
Útför Ellenar verður gerð
frá Akraneskirkju 5. janúar
2021 kl. 13.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/ycty4qws/.
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á
https://www.mbl.is/andlat/.
Þórunn Guðjóna,
Einar Matthías,
Jakob Sigurjón og
Ólafur. Hálfsystk-
ini samfeðra eru:
Guðmundur Garð-
ar, Jóhann Þórir
(látinn), Guðfinna
Íris og Kristín.
Fósturbræður eru:
Ólafur, Henry Þór,
Páll Hafstein og
Ragnar.
Fyrri maður Ellenar var Ár-
mann Árni Stefánsson, þau
skildu. Börn þeirra eru: 1)
Kristín Helga, maki Guð-
mundur Brynjólfur Ottesen,
börn þeirra eru: Sigurbjörg Ell-
en, Brynjar Ægir og Jón. 2)
Elsku mamma, það var fróð-
legt, fjölbreytt og síbreytilegt að
fylgja þér í gegnum lífið.
Að fá í æsku að fara með þegar
þú starfaðir sem ráðskona á Efri-
Brú og Fagrahvammi og kynnast
þeim sem þar bjuggu.
Skömmu áður en ég varð átta
ára vorum við bræðurnir skildir
að þegar þið pabbi skilduð og ég
flutti með þér á Hornafjörð þegar
þú fórst að búa með Sveini, sem
varð minn besti vinur og fóstri
þegar tímarnir liðu.
Þið giftust og gerðuð ykkur
glæsileg híbýli, bæði Dyngju,
Hafnarbraut 1 á Höfn og Litlu-
brekku í Lóni, þar sem þér leið
alltaf best við handverk, steina-
söfnun og við að kynna og sýna
gestum sveitina.
Börnin mín voru svo heppin að
fá að dvelja, ferðast um Lónið og
taka þátt í uppbyggingu með þér
og Sveini, fyrir það verð ég og þau
þakklát um ókomna framtíð.
Takk kærlega fyrir að búa mig
til, móta og hjálpa mér þegar þörf
var á. Símtöl, aðfangadagar, bíl-
túrar og ferðir á þorrablót til að
dansa verða ekki fleiri hjá okkur
saman.
Nú kveð ég með miklum sökn-
uði og stöku tári, myndir og minn-
ingar verða að duga hér eftir.
Bestu ástar- og saknaðarkveðj-
ur.
Þinn sonur,
Ólafur (Óli) Bjarni.
Frænka okkar og uppeldissyst-
ir, Símonía Ellen Þórarinsdóttir, í
okkar fjölskyldu kölluð Lilla, lést
24. desember sl. eftir langvarandi
heilsuleysi, þá 73ja ára.
Lilla ólst upp hjá móðursystur
sinni Bjarnveigu Jakobsdóttur og
eiginmanni hennar, Kristjáni
Helga Friðbjörnssyni málara-
meistara, ásamt fjórum bræðrum,
þeim Óla, Henrý, Palla og Ragga,
fyrst á Ísafirði og síðar í Kópavogi.
Lilla var þriðja í röðinni af ellefu
börnum Guðjónu Jakobsdóttur,
systur Bjarnveigar, og Þórarins
Ólafssonar. Svo háttaði til að á
öðru ári tóku þau Bjarnveig og
Kristján Lillu til sín vestur á Ísa-
fjörð í veikindum og kröppum
kjörum Guðjónu. Var sú ákvörðun
tekin í góðri sátt og til skemmri
tíma en ætlunin var að síðar færi
Lilla til baka til foreldra sinna.
Málin þróuðust aftur á móti á þann
veg að Bjarnveig og Kristján
gengu henni í foreldra stað. Lilla
fluttist þannig til innan fjölskyld-
unnar ef svo má að orði komast.
Samband og samkomulag Lillu og
strákanna, nýju bræðranna, var
alla tíð mjög gott og leit hún alla tíð
á þá sem bræður sína, ekki sem
fósturbræður.
Á unglingsárunum var Lilla í
miklu og sérstöku uppáhaldi hjá
frændum sínum Kristjáni og Davíð
og helst mátti engin önnur en hún
passa þá bræður. Hún var barngóð
og margt var brallað. Þá myndað-
ist strax sérstakt vinasamband
sem hélst alla tíð og minningarnar
eru fjölmargar og góðar frá þeim
árum.
Lilla kynntist snemma Ármanni
Stefánssyni frá Skipanesi. Bjuggu
þau á Akranesi og eignuðust fimm
börn og afkomendur þeirra eru nú
alls 30.
Seinni maður hennar var Sveinn
Sighvatsson frá Brekku í Lóni og
bjuggu þau lengst af á Hornafirði.
Lillu þótti vænt um afkomendur
sína, börn, barnabörn og lang-
ömmubörn og eflaust var það
henni erfitt að búa lengi fjarri
þeim. Frá því Lilla flutti aftur á
Akranes hafa þau verið henni stoð
og stytta.
Lilla var náttúrubarn og fátt
gerði hún skemmtilegra en ferðast
um Lónið, leita margvíslegra
steina í náttúrunni og draga þá
áhugaverðustu í bú sitt. Hún var
sérlega fundvís á fallega jaspis-
steina sem hún skreytti umhverfi
sitt með. Lónið og Lónsöræfin
eru ein af náttúruperlum lands-
ins og dýrlegt er að ferðast þar
um. Það var því mikil upplifun að
vera með þeim hjónum í Lóninu,
ýmist í tjaldi eða í fjölskyldugarð-
inum í Lóni og fara fjölmargar
ferðir um þetta stórbrotna svæði,
yfir Skyndidalsá og inn á Illa-
kamb. Ferðir okkar austur í Lón
voru á tíðum fjölmargar og ekki
var sett fyrir sig að keyra um 450
km hvora leið til að komast í þá
sælu.
Þá var Lilla listræn og sér í
lagi mikil prjónakona. Flest lék í
höndum hennar. Hana munaði
t.d. ekki um að prjóna og senda
okkur gullfallega skírnarkjóla
fyrir dætur okkar Jóhönnu, en
slíka kjóla prjónaði hún fyrir
barnabörnin sín.
Langvarandi heilsuleysi var
henni þungbært og tók sinn toll
gegnum lífshlaupið. Minningin
um Lillu systur og frænku er
björt og góð og fyrir það ber að
þakka. Við söknum hennar og
sendum fjölskyldunni hugheilar
samúðarkveðjur.
Ólafur (Óli), Lillý,
Davíð, Kristján og Jóhanna.
Símonía Ellen
Þórarinsdóttir
✝ MagnúsBjörnsson
fæddist á Hnúki í
Klofningshreppi,
Dalasýslu, 23. júní
1926. Foreldrar
hans voru Björn
Guðbrandsson og
Unnur Sturlaugs-
dóttir.
Systkini Magn-
úsar eru: Ólafur, f.
1924, d. 2015, Stur-
laugur, f. 1927, Borgar Breið-
fjörð, f. 1929, d. 1935, Kristján
Breiðfjörð, f. 1932, d. 1996,
Borghildur Kristrún, f. 1936, og
Herdís Kristín, f. 1942.
Magnús kvæntist 1. janúar
1948 Valgerði Sigurðardóttur, f.
12. ágúst 1928, d. 15. maí 2005.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Kristjánsson og Valgerður Jóna
Ívarsdóttir.
Börn Magnúsar og Valgerðar
eru: 1) Sigurður Valur, f. 6. jan-
úar 1950, d. 7. nóvember 1981.
Sonur hans og Helenu Svars-
dóttur er Svavar, kvæntur Evu
Jóhönnu Óskarsdóttur, börn
þeirra eru: Helena Þórdís, Anna
Valgerður og Óskar Hallur.
Dætur Vals og Guðbjargar
ingarekstri en árið 1957 stofnaði
hann matstofuna og danshúsið
Víkina í Keflavík ásamt Stur-
laugi bróður sínum sem byggði
húsið. Víkin var fyrsta kaffitería
landsins og einnig vísir að fyrsta
diskóteki landsins því á Vík-
urloftinu voru haldnir dansleikir
fyrir unglinga þar sem margir
kunnir hljómlistarmenn stigu
sín fyrstu skref. Árið 1966 stofn-
aði Magnús veitingastaðinn Ask-
inn. Magnús, Valgerður og börn-
in þeirra, Birna og Valur, ráku
Askinn í þrettán ár en þá voru
báðir staðirnir seldir. Leið
þeirra hjóna lá þá á nýjar braut-
ir og fluttust þau vestur um haf
til Kaliforníu þar sem Magnús
nam ljósmyndun og aðstoðaði
Val son sinn við að koma á fót
veitingastaðnum Valhalla sem
Magnús tók síðan við þegar Val-
ur lést af slysförum aðeins 31 árs
gamall. Hjónin fluttust aftur
heim 1982 en þegar heim var
komið starfaði Magnús m.a. hjá
Sævari Karli, stofnaði verð-
bréfasöluna Arð, flutti inn
heilsuvörur, hélt úti vefsíðunni
Gleðitíðindin og lagði stund á
ljósmyndun.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði 5. jan-
úar 2021 klukkan 13. Vegna að-
stæðna verða eingöngu nánustu
aðstandendur viðstaddir.
Kristinsdóttur eru
Rebekka og Herdís
Unnur, sonur Her-
dísar er Hilmir
Pálsson. Sonur Vals
og Þórhildar Árna-
dóttur er Rúnar
Örn. 2) Unnur
Birna, f. 15. októ-
ber 1951, gift Gísla
G. Gunnarssyni, f.
2. júní 1949. Börn
þeirra eru: a)
Magnús Geir, kvæntur Ingi-
björgu Eðvaldsdóttur, börn
þeirra eru Sunna Björk og Kári
Steinar. b) Valdís Ösp og c) Gísli
Rúnar, sambýliskona hans er
Ragnheiður Ósk Guðmunds-
dóttir, sonur þeirra er Björn
Helgi. Dóttir Magnúsar utan
hjónabands er Unnur Louisa
Thøgersen, f. 6. apríl 1950. Börn
hennar eru: a) Elin Suzann Las-
sen Andersen, börn hennar eru
Oliver og Marie Louise. b) Teit-
ur Lassen, kvæntur Ingilín Di-
driksen Strøm, sonur þeirra er
Uni Halgir.
Magnús, oftast kallaður
Maddi, flutti til Keflavíkur með
foreldrum 1929 og ólst þar upp.
Hann var frumkvöðull í veit-
Elsku afi hefur fengið hvíldina
löngu. Þegar við rifjum upp minn-
ingar okkar um afa kemur helst í
hugann hversu natinn, áhugasam-
ur og góður hann var við barna-
börnin sín.
Á æskuárunum gistum við
systkinin mjög oft hjá afa og
ömmu, ekki endilega vegna þess
að foreldra okkar vantaði pössun
heldur sóttum við í að vera hjá afa
og ömmu og þau vildu hafa okkur.
Raunar vorum við svo mikið hjá
þeim að okkur skilst að leikskóla-
kennari hafi einhvern tímann
spurt hvort við værum mikið með
eldra fólki vegna orðaforða okkar.
Þau hjónin voru ótrúlega dugleg
við að hafa ofan af fyrir okkur og
helgarnar voru oft þétt skipulagð-
ar. Oftar en ekki var farið í „vett-
vangsferðir“ eins og afi kallaði
þær en þá höfðu þau fundið við-
burði sem þau vissu að okkur
þætti áhugaverðir en auk þess
fóru þau með okkur niður í bæ, í
Kolaportið eða í bíltúr út fyrir
bæjarmörkin, t.d. til þess að skoða
kríuvarp. Það er minnisstætt að í
bæjarferðum hitti afi að jafnaði
marga kunningja og spjallaði yf-
irleitt við þá lengur en við systk-
inin höfðum þolinmæði fyrir. Það
er einnig minnisstætt að í bílnum
sem afi og amma áttu á þessum
tíma voru engin bílbelti í aftursæt-
inu og þess vegna sat amma alltaf
á milli okkar systkinanna í aftur-
sætinu og hélt höndunum fyrir
framan okkur, eins konar mennskt
bílbelti. Í lok dags var síðan endað
heima í kvöldmat, ömmu-„special“;
grilluðum kjúklingi með salati,
frönskum og kokteilsósu. Eftir
kvöldmat var gjarnan horft á spólu
og poppað, það var þó ekki horft á
hvað sem var heldur yfirleitt nátt-
úrulífsmyndir eða kvikmyndir sem
snerust um dýr á einn eða annan
hátt. Daginn eftir eldaði amma
„ævintýri á pönnu“ sem var í miklu
uppáhaldi hjá okkur en víðast hvar
er rétturinn kallaður pulsupasta.
Afi var mikill „dellukall“ og
hafði ódrepandi áhuga á ljósmynd-
un, tölvum og ýmissi tækni. Hann
varði miklum tíma í að kenna okk-
ur systkinunum það sem hann
hafði lært á ýmsum námskeiðum
og bjó til að mynda til vefsíðu með
okkur, sem var sennilega ekki al-
geng iðja í kringum 1994. Vefsíðan
var eins og lítil bók með ýmsum
hreyfimyndum og stuttum sögum.
Auk þess sá hann alltaf til þess að
eiga nýjustu Sim City-leikina og
ýmsa sambærilega leiki fyrir okk-
ur.
Í seinni tíð var afi mjög dugleg-
ur að hringja til að spjalla um dag-
inn og veginn. Eftir að hann hætti
að keyra kom það fyrir að hann
þurfti aðstoð við að útrétta og yf-
irleitt bauð hann þá í hádegismat í
leiðinni en þá vildi hann ýmist fá
pítsu, súpu í brauði eða kíkja á
Laugaás.
Afi lifði áhugaverðu lífi og
þekkti tímana tvenna, hann var á
undan sinni samtíð og þrátt fyrir
að hann hafi verið hættur í veit-
ingarekstri þegar við systkinin
fæddumst er áhugi hans á vefsíðu-
gerð og ljósmyndun til marks um
það.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíl í friði elsku afi.
Valdís Ösp, Gísli Rúnar
og fjölskylda.
Á æskuárunum átti ég margar
góðar stundir heima hjá ömmu
Gerðu og Magnúsi afa þar sem
margt var brallað og alltaf var nóg
að gera heima hjá þeim í Gnoð-
arvoginum. Magnús afi kallaði
mig alltaf „nafnann sinn“ og ég
man mjög vel eftir því að hafa set-
ið með Magnúsi afa í stólnum hans
þegar ég var snáði og sungið
„Krummavísu“ með honum.
Magnús afi var á margan hátt
framsýnn maður og oft langt á
undan sinni samtíð varðandi
marga hluti. Hann var brautryðj-
andi í veitingabransanum á Ís-
landi en hafði einnig brennandi
áhuga á ljósmyndun, tölvum og
tækni sem hann átti auðvelt með
að tileinka sér og grúska í eins
lengi og heilsa hans leyfði. Hann
var oft að kynna sér hin ýmsu for-
rit og vefsíður sem honum þótti
áhugaverð. Auk þess var hann
smekkmaður á föt og átti mikið af
flottum fötum.
Magnús afi var einnig á sínum
tíma mjög ævintýragjarn og hafði
ferðast mikið um heiminn, hafði til
að mynda komið til Ástralíu og
Singapúr auk fjölmargra annarra
landa. Amma og afi bjuggu í byrj-
un níunda áratugarins í Banda-
ríkjunum og á ég góðar minningar
þaðan þegar ég, ásamt foreldrum
mínum, dvaldi í tvígang hjá þeim í
sólinni í Kaliforníu. Afi hafði alltaf
mikinn áhuga á því sem ég var að
gera og var mjög stoltur og
ánægður með fjölskylduna okkar
Ingu og þá sérstaklega langafa-
börnin tvö, Sunnu Björk og Kára
Steinar.
Hvíl í friði elsku afi.
Magnús Geir og fjöl-
skylda á Miðvangi 94.
Myndin af Madda er mér ljóslif-
andi frá barnsárunum. Ég sé hann
fyrir mér á Faxabrautinni í Kefla-
vík, þar sem sex systur eru saman
komnar ásamt fáeinum afkomend-
um á heimili Unnar móður hans,
ömmusystur minnar. Þangað kem-
ur Maddi, glaðlegur í fasi, hlýlegur
og óaðfinnanlega klæddur, með
kvikmyndavél og tekur systurnar
upp á filmu. Hann bregður mynd-
um upp á vegg og það ríkir allt-
umlykjandi kærleikur í litlu stof-
unni heima hjá Unni frænku minni.
Á þessum tíma hafði Maddi
byrjað rekstur á Víkinni, fyrstu
kaffiteríu landsins, á horninu neðst
á Faxabrautinni. Þar fannst okkur
krökkunum spennandi að koma,
því þar var einnig að finna eina
fyrstu mjúkísvélina á Íslandi. Þeg-
ar ég rifjaði upp ógleymanleg
kynni mín af eðalísnum í Víkinni
við Madda ekki alls fyrir löngu
sagði hann mér að hann hefði þurft
að vaða eld og brennistein til að
afla sér leyfis til að flytja þessa ís-
vél inn í landið og hefði það endað
með því að hann hefði þurft að
banka upp á hjá þáverandi for-
sætisráðherra, Ólafi Thors.
Maddi var frumkvöðull á mörg-
um sviðum, einkum í veitinga-
rekstri, metnaðarfullur og vand-
virkur, trúrækinn, en einnig
gæddur næmri listgáfu, eins og
sést af þeim fjölmörgu ljósmynd-
um sem hann skilur eftir sig. Það
hvílir ævintýrablær yfir endur-
minningunni um heimsmanninn
Madda frænda minn.
Það er mér sérstakt ánægjuefni
að við Maddi höfðum reglulegra
samband síðustu árin sem hann
lifði og breytti þá engu þótt Elli
kerling gerði að honum harða
hríð. Ég er honum þakklátur fyrir
samfylgdina í meira en sextíu ár
og votta dætrum hans, Birnu og
Unni Louisu, systkinum, afkom-
endum og fjölskyldum þeirra
allra, innilega samúð mína.
Gunnar Pálsson.
Magnús Björnsson
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HAUKUR MAGNÚS ARINBJARNARSON
rafvirkjameistari,
Borgarnesi,
lést mánudaginn 28. desember.
Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju
laugardaginn 9. janúar klukkan 14 og verður vegna aðstæðna
streymt á www.kvikborg.is.
Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vinarhug.
Ragnheiður Hrönn Brynjúlfsdóttir
Halldór Hauksson Hanna Dóra Sturludóttir
Brynja Hauksdóttir
Arinbjörn Hauksson Jocelyn Cabaluna Adlawan
Einar Bragi Hauksson Jóhanna Guðmundsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
LÁRA JÓHANNSDÓTTIR,
Fróðengi 7,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi,
fimmtudaginn 24. desember.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 8. janúar
klukkan 13. Vegna takmarkana í þjóðfélaginu verða einungis
nánustu ættingjar viðstaddir.
Sigurður Jóhann Ágústsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR,
Suðurlandsbraut 62,
lengst af Laugarásvegi 61, Reykjavík,
lést laugardaginn 26. desember.
Útför hennar verður frá Áskirkju miðvikudaginn 6. janúar klukkan
15 að viðstöddum nánustu ættingjum.
Streymi frá athöfn: https://youtu.be/6mgsNgYudf8
Sigríður Snæbjörnsdóttir Sigurður Guðmundsson
Jónas Snæbjörnsson Þórdís Magnúsdóttir
Herdís Snæbjörnsdóttir
og fjölskyldur